Vísir - 31.08.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 31.08.1962, Blaðsíða 9
Föstudagur 31. ágúst 1962. V'ISIR 9 Myndin sýnir Soblen fyrir rétti í Lundúnum. — Hann er bæði veikur maður. Njósnarinn sem strauk i tvo mánuði hefur Bandaríkjastjórn stað- ið í einkennilegum reip- drætti við ríkisstjórnir tveggja vinaríkja sinna, ísraels og Bretlands. Deiluefnið er í sjálfu sér ekki merkilegt, það er krafa um fram sal njósnarans dr. Roberts So- blens, sem var dæmdur í fyrra- sumar í ævilangt fangelsi fyrir áratuga njósnir i Bandaríkjun- um í þágu Rússa. Honum tókst að strjúka úr landi í Bandaríkjunum þann 26. júní sl. þar sem hann hafði feng- ið að ganga laus gegn peninga- tryggingu. Komst hann til ísra- els og eftir að hann var rekinn úr landi þaðan hafnaði hann í Bretlandi, þar sem hann liggur nú í sjúkradeild Brixton-fangels isins í Lundúnum og drepur tím ann með því að lesa bækur um sálfræði, enda e r hann sálfræð- ingur að menntun. í fyrstu var um að kenna hand vömm bandarískrar löggæzlu hve auðvelt honum reyndist að strjúka úr landi. Síðan hefur bandarískum sendimönnum tek- izt að flækja málið enn meir með klaufaskap og er einkenni- legt að Bandaríkjastjórn skuli þrátt fyrir öll þessi axarsköft halda áfram að herða á málinu og drífa framsalið í gegn. Þegar það bætist ofan á að vitað er að Soblen er sjúkur maður, þjáist af hvítblæði og mun ekki eiga langt eftir ólifað, virðist sem það væri sæmra fyrir Bandaríkja menn að láta málið falla niður. íyreð eftirgangsmunum sínum 1 við stjómir ísraels og Bret- lands hefur Bandaríkjastjórn valdið þeim raunum og erfiðleik- um og stappaði jafnvel nærri, að ísraelska stjórnin yrði að segja af sér. 1 Bretlandi hefur Soblen-málið komið nýjum innanríkisráðherra í vanda, Henry Brooke, sem tók við embætti í stjórnarbreyting- unni miklu í sumar, Hefur hann varla vitað í hvorn fótinn hann átti að stíga í þeim lagalegu flækjum sem upp hafa komið f þessu máli og hlotið álitsspilli vegna mótsagnakenndra yfirlýs- inga og aðgerða í málinu. Nú síðast hefur málið staðið fyrir enskum dómstólum og má bú-’ ast við að það komi að lokum fyrir lávarðadeildina, sem fer með æðsta dómsvald í Bretlandi. Má þá búast við heitum um- ræðum og deilum um Soblen- málið þar. TJobert Soblen er Gyðingur, *■ ættaður frá Eystrasaltsrik- inu Lithauen. Hann ,,flúði“ land skömmu eftir að Rússar höfðu hernumið Lithauen 1940 og flutti vestur um haf, þar sem hann gerðist bandarfskur ríkisborgari. Það var ekki fyrr en tveimur áratugum síðar að það komst upp, að sjálfur Lavrentii Beria hafði sleppt Soblen og ýmsum skyldmennum hans úr landi gegn því að hann stundaði njósn ir fyrir Rússa í Bandaríkjúnum, og það loforð við Beria efndi Soblen dyggilega og vann banda rískum hagsmunum mikið tjón með njósnastarfí sínu. í fyrrasumar dæmdi undirrétt- ur í New York-borg Soblen í ævilangt fangelsi. Hann áfrýjaði máliriu til Hæstaréttar og var honum, þessum stórnjósnara þá sleppt lausum gegn 100 þús. dollara tryggingu. Eiginkona hans lagði fram 40 þús. dollara, en félagasamtök söfnuðu þeim 60 þúsundum sem á vantaði. En það furðulega var að bandaríska ríkislögreglan hafði síðan ekkert eftirlit með honum, svo að hann hefði jafnvel getað haldið áfram að stunda njósnir. Cvo gerðist það í lok júní að Hæstiréttur Bandarlkjanna kvað upp dóm í málinu og stað- festi dóm undirréttar um ævi- langt fangelsi. En þegar lögregl- an ætlaði að handtaka njósnar- ann að nýju og láta hann afplána dóminn, var fuglinn floginn. Brottförin reyndist honum á- kaflega auðveld. Hann hafði í höndum kanadískt vegabréf bróður síns, Beras Soblen, sem látinn var fyrir nokkrum árum, breytti eftimafninu í Goble. Síð- an gekk hann inn í banka í New York, tók út úr sparisjóðsbók er hann átti 1600 dollara. Gekk því næst með peningana í af- greiðslu franska flugfélagsins Air France og keypti sér farmiða til Israels. Það sama kvöld steig hann upp í flugvél á Idlewild- flugvelli og stefndi austur yfir haf £ átt til fyrirheitna landsins. Segir ekki af för hans fyrr en hann gekk út úr flugstöðvar- byggingunni í Tel Aviv, veifaði til leigubíls og ók til næsta gisti- húss. Þar leyndist hann í þrjá daga unz ísraelskir lögreglu- menn börðu að dyrum hótelher- bergis hans og handtóku hann. l?n með þeirri handtöku hafði ríkisstjórn Ben Gurions strax ratað í mikinn vanda. Þar í landi em í gildi lög um það að Gyðingur sem kominn er til ísraels verði ekki framseldur vegna pólitísks afbrots. Hins vegar mátti búast við hörðum gagnráðstöfunum Bandarfkj- anna, ef njósnari fengi griðland í Israel. En Ben Gurion fann milliveg úr þessum vanda. Vegna þessara sérstöku laga var ekki hægt að framselja Soblen. Hins vegar var hægt að vísa honum einfaldlega úr landi, þar sem hann hefði komizt inn á fölsuðu vegabréfi. Þetta var gert og Soblen var fluttur um, borð í flugvél ísra- elska ‘ílugféíagsins E1 A1 sem lagði af stað í áætlunarflug til Bandarlkjanna að kvöldi 1. júlí. Þannig hefði málið átt að vera úr sögunni, ef ekki hefðu komið fyrir ófyrirsjáanleg atvik. J fyrsta lagi gerðist það eftir að Soblen var stiginn upp I flug- vélina og setztur I sæti sitt, að starfsmaður bandaríska sendi- ráðsins í Israel, James Mc Shane gekk inn f flugvélina og settist við hliðina á njósnaranum. Hér var auðvitað ekki um neina til- viljun að ræða, bandarísk yfir- völd vildu fylgjast með njósn- aranum á leiðinni vestur um haf. Fyrir stjórn ísraels var þessi „til viljun" hins vegar mjög óheppi- Ieg, því að þegar þetta varð uppvíst, var erfitt að líta á þetta öðruvfsi en beint framsa! mannsins. 1 öðru lagi fór svo illa fyrir hinum bandaríska „eftirlits- manni“ að hann sofnaði á verð- inum f sæti sínu við hliðina á njósnaranum. Þetta gerði það að verkum, að þegar flugvélin var yfir Vesturströnd Evrópu gat hinn sofandi leynilögreglumaður ekki séð að Soblen tók beittan borðhníf og skar sig á púlsinn undir ullarábreiðu. Þegar olóðið rann út og litaði ábreiðuna rauða, veitti flugfreyja þessu at- hygli og flugvélin var neydd til að lenda í London svo að hægt væri að veita manninum læknis- hjálp. Nú vaknaði eftirlitsmaðurinn Mc Shane upp og hrópaði til enskra lögreglumanna sem Fösiudagsgreinin komu út í flugvélina: — Hann er fangi minn. Mótmælti hann því að Soblen yrði fluttur til sjúkrahúss og krafðist þess að gert yrði að sárum hans á flug- vellinum. En læknir úrskurðaði að hinn særði yrði að komast í sjúkrahús. Tjessi atburður skapaði þvílík- ar lagaflækjur og deilur að enn er ekki séð fyrir endann á þeim. Stjórnmálamenn í Israel þóttust nú sjá að hér hefði verið um leynilegt og ólöglegt framsal að ræða og hófust hatrammar deilur um málið f ísraelska þing- inu, þar sem Ben Gurion átti mjög í vök að verjast. Eftir nokkurra daga sjúkrahúsvist var Soblen aftur orðinn ferðafær og krafðist brezka stjórnin þess nú, að ísraelska flugfélagið E1 A1 tæki aftur við honum og flytti hann áfram vestur um haf. Allt var undir það búið að setja hann að nýju um borð f fsraelska flug- vél. En þá tilkynnti E1 A1 flugfé- lagið að flugvélin hefði því mið- ur bilað. Allar næstu áætlunar- flugvélar E1 AI flugfélagsins „biluðu“ og sátu Bretar nú uppi með njósnarann meðan flugsam- göngur milli Israels og Bretlands lágu niðri. ísraelsmenn vildu ekki brenna sig á þvf að stofna til nýrra æsinga með því að taka við njósnaranum að nýju. Innan- ríkisráðherra Breta, Brooke gaf hins vegar út margar yfirlýsing- ar um að maðurinn kæmi Bret- um ekkert við, hann hefði ekkert landvistarleyfi fengið í Bret- landi, heldur væri hann þar að- eins í „transit", eða stuttri við- komu og yrði að halda förinni áfram með sömu vél og hann hefði komið með. Stóð í löngu stappi um ' tta með ótal orð- mörgum orðsendingum milli London og Tel Aviv. Loks sneri Brooke innanrfkis- ráðherra alveg við blaðinu og gaf út sérstakt landvistarleyfi fyrir Soblen. Þar með var málið farið „að koma Bretum við“, en ekki voru þeir lausir við hann, þvf að nú varð framsalsbeiðni Bandaríkj- anna að fara fyrir brezka dóm- stóla og þar hefur áfram staðið í stappi og getur enn liðið nokk- ur tími þar til endanleg ákvörð- un næst. Ekki gæti það þó talizt mikill sigur fyrir Bandarfkja- stjórn þó hún ynni þetta dóms- mál. Elzta Piper Cup vélin TF-KAK flugvélin frá flug- skólanum Þyt, sem skemmdist uppi í Mosfellssveit í byrjun vik- unnar, var elzta og fyrsta Piper Cub vélin, sem kom hingað til lands. Það var Jón Pálsson flug- virki sem keypti vélina nýja úti i Bandaríkjunum 1945. Var hún flutt hingað heim í kassa og sett saman. Henni var flogið fyrst í apríl 1946. Var það flug- klúbbur sem átti hana og kenndi Jón félögum sínum að fljúga á hana. Hinir í klúbbnum voru Einar Pálsson leikari bróðir Jöns, Hall- dór Magnússon, Ragnar Kvaran, Bjarni Jensson, Óskar Guð- mundsson og Þorleifur Þorleifs- son. Árið 1948 seldu þeir félagar flugskólanum Þyt vélina. Hún hefur alltaf verið hin mesta happaflugvél og á hana hefur þorri fslenzkra atvinnuflu: manna lært að fljúga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.