Vísir - 31.08.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 31.08.1962, Blaðsíða 10
Föstudagur 31. ágúst 1962. 70 >''sir Auðveld athugun á stillingu lágljósa. Umferðarsíðan Framhald af Dls 7 arlínum f þriggja metra fjar- lægð. Spjöldin eru hvít með svörtum línum. Vegna þess að þau eru hvit eiga þeir, sem stilla erfitt með að ákveða. hvar niður-geislinn er, þegar hann fellur á. Og eins hitt, að svigrúm á verkstæðum er oft of lítið. Einnig er ekki athug- að sem skyldi hvort undirstað- an (gólfið) er rétt undir öku- tækinu, getur það ruglað mjög stillinguna, EINFALDAR AÐFERÐIR TIL LJÓSASTILLINGA. — Er ekki til einföld aðferð til að stilla ljós? — Jú, og fleiri en ein. Það er kannske ekki rúm til þess að neða um hin ýmsu hand- brögð við færslu Ijóskeranna á mismunandi ökutækjum. En ef ökumaður vill athuga, hvort hann hefur of hátt stillt ljós, getur hann auðveldlega gert eft irfarandi athuganir: Stillt öku- tækinu á jafnan, láréttan flöt og haft hallamismun engan fimm metrum fyrir framan bíl- inn. Síðan þarf ökumaður að taka sér staf eða skaft f hönd. Stillir stafnum lóðrétt fyrir framan ljóskerið og merkir á honum miðju ljóskersins (sam- lokurnar). Síðan að setja ann- að merki 5 cm neðar. Mæla því næst 5 m frá ljóskerinu fram fyrir bílinn og stilla stafnum þar lóðrétt. Krjúpa svo á kné fjær megin við skaftið frá bif- reiðinni (lágu ljósin Iogandi) og halda vísifingri við neðra mark- ið á stafnum, hreyfa sfðan höf- uðið upp og niður. Áður en varir markar maður hvenær skilin milli glýju og ekki glýju koma í ljós. Ef maður fær glýju af ijósum ofan við umr. mark á stafnufn, þá eru ljósin of há Komi glýjan ekki fram fyrr, en neðan við markið, eru ljósin of lág. Þessi stilling er miðuð við 30 m. fall fram á veginn. — En nú er það svo að fleiri Ijós, en of há ljós valda hættu í umferðinni. — Já, vissulega. Of sterk Ijós, t.d. jeppabifreiða og kast- ljós, sem sett eru á strætis- vagna og rútubifreiðir. Þá er og nokkuð um það, að menn setja þokuljós á bifreiðir. Þá þarf að gæta þess vel, ef um samlokur er að ræða, að þær séu ekki skakkar á ljósastæð- inu né lausar. — Hvað gerir lögreglan Sig- urður, ef ökutæki eru með ófull kominn ljósaútbúnað. — Þá eru t.d. notaðar stað- sektir. Ökumanni er gert að greiða sekt og síðan að Iaga gallann. Svo verður hann að koma með ökutækið í skoðun innan ákveðins tíma, sem við- — Hvað telurðu aðallega á- bótavant við Ijósaútbúnað? — Það geta t.d. verið stefnu ljósin, það er allalgengt atriði. Vöntun á hemlaljósum, er einn- ig algengt og ekki sízt ef aftur- ljósið vantar. Er það sérstak- lega bagalegt -á vörubifreiðum, sem ekki hafa nema eitt aftur- ljós. Glitmerki vantar oft og menn trassa að endurnýja þau. Þá er það og vítavert gáleysi ökumanns, sérstaklega á vöru- bifreiðum, hvað þeir trassa að hreinsa aur af ljóskerum, glit- merkjum og númeraplötum. Það er Iítil fyrihöfn að hafa við hendina tvist eða tusku og strjúka af ljóskerum og merkj- um. Því oftar sem það er gert því léttara. Mjög gott er að bera bón á Ijósker og númera- plötur. Seszt þá síður á þau og léttara er að þrífa þau. — Og að síðustu. — Það á að vera föst venja hvers ökumanns að gæta svo oft sem völ er á, hvort ljós séu IVIælt á mitt ljóskerið. Ljósm. Vísir, B. G. T R É VÍrSS-sófasett VÖNDUÐ OG STILHREIN FJÖLBREYTT ÁKLÆÐl PLAST-sófasett LAUGAVEGI 166 VERZLUNARSIMI 22229 GLÆSILEG HÚSPRÝÐI HENTUG OG ODYR EINKAFRAMLEIÐSLA FRA VlÐl Myndlist í Sovét — Kramhald af bls. 4 mörg verk, sem áttu ekkert skylt við sósíalrealisma. Þetta kom sovézku dómnefndinni í mikinn vanda, og hún reyndi eftir mætti að útiloka þau verk, sem kynnu að hafa „skaðleg" áhrif á sýn- inguna. Rétt áður en sýningin skyldi opnuð, og þegar dóm- nefndin var búin að ljúka störf- um, kom þáverandi menningar- málaráðherra, N. A. Mikhailov á sýninguna og lét fjarlægja fjölda málverka og höggmynda. Þannig lá svo í málunum, að það voru einmitt þessi verk sem fengið höfðu verðlaun hinnar alþjóð- legu dómnefndar. Louis Aragon hafði meira að segja þegar skrif- að grein um þau í „Lettres Frapcaises" og Paul Neruda hafði sent heillaóskaskeyti. En það kom ekki í veg fyrir það, að hinum ungu listamönnum, sem verðlaunin höfðu hlotið, var skipað að hætta tilraunum sín- um og hótað brottrekstri breði úr Félagi myndlistarmanna og Kommúnistaflokknum. Starfsskilyrði revisjónista. Þeir myndlistarmenn, sem fást við tilraunir f listsköpun, eru almennt nefndir „revisjón- istar“. Það er ekki hægt að tala um starf þeirra sem sérstaka Iistastefnu, heldur ber að skoða þetta sem samheiti fyrir alla listamenn, sem ekki hlíta for- skrift yfirvaldanna. Slíkir menn eiga um tvo kosti að velja. Þeir verða annað hvort að gegna op- inberu starfi auk listsköpunar eða þá að þeir verða að deila starfi sínu sem listamaður milli hinnar lögboðnu listar og til- rauna sinna. Þetta er ákaflega erfið aðstaða. Það má ekki gleyma því, að í Sovétríkjunum getur enginn keypt efni til list- málunar, nema hann sé meðlim- ur í Félagi myndlistarmanna. Og ef upp kemst um tilraunir hans, er honum tafarlaust vísað úr fé- laginu. Auk þess á slíkur lista- maður við mikil sálræn vanda- mál að stríða. Hann getur ekki rætt um list sína við nokkurn mann, hann verður að fara í felur með öll sín verk og lifir í stöðugum ótta við, að hann verði staðinn að verki og sviptur þeirri aðstöðu, sem hann hefur ef til vill aflað sér með öðru starfi eða sem löghlýðinn lista- maður, er fylgir boðum yfirvald anna út í yztu æsar á yfirborð- inu. Fyrirlestrar Martinusar Danski lífsspekingurinn Martinus flytur fyrir- lestra sína í bíósal Aust- urbæjarskólans við Vita- stíg, og verður sá fyrsti „Heimsmyndin eilífa‘% þriðjudaginn 4. septem- ber kl. 20.30. Fyrirlestrarnir verða framvegis á sama stað og tíma: fimmtud. 6. og mánud. 10 sept. — Aðgöngumiðar við innganginn. Tilkynning Athygli innflytjenda skal hér með vakin á því, að samkvæmt auglýsingum viðskipta- málaráðuneytisins, sem birtar voru í 127. tölublaði Lögbirtingablaðsins þann 16. des- ember 1961 og í 2. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins þann 9. janúar 1962, fer þriðja út- hlutun gjaldeyris- og/eða innflutningsleyfa árið 1962 fyrir þeim innflutningskvótum, sem taldir eru í auglýsingunni dags. 16. desember 1961 og þeim innflutningskvótum, sem taldir eru í I. kafla auglýsingarinnar dags. 9. janúar 1962 fram í októbermánuð næstkomandi. — Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt Landsbanka íslands eða Útvegsbanka íslands fyrir 1. október næstkomandi. LANDSBANKI ÍSLANDS, ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.