Vísir - 31.08.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 31.08.1962, Blaðsíða 16
Föstudagur 31. ágúst 1962. ÞóróHur með ST. Mirren á morgun? ÞÓRÓLFUR BECK kemur heim annað kvöld með áætlunarvél Flug- félags íslands. Virðist af því mega ráða, að Þóróifur hafi verið valinn til að leika með St. Mirren í leikn- um á morgun, en undanfarna tvo leiki hefur hann ekki verið með. Flestir leikmanna Ira munu vera á sama báti hvað þetta snertir, flestir koma frá erfiðum laugar- dagsleikjum í ensku deildarkeppn- inni. ► Látinn er í New York, 94 ára gamall, Hallett Lovell, sem á sín- um tíma fann upp og framleiddi fyrstu rafknúnu bílaflautumar. ► Makaríos erkibiskup, forsætis- ráðherra á Kýpur, hefir beðið stjómina i Bonn um 20 milljóna marka lán til uppbyggingar at- vinnuvega eyjarinnar. STIGINN DANSINN Á AKUREYRI Þessa skemmtilega mynd af Iífsglöðum Akureyringum tók Ijósmyndari Vísis í fyrrinótt á Ráðhústorgi. Myndin er tekin um miðnættið og höfðu þá há- tíðargestir nýlokið við að hylla bæ sinn með ferföldu húrra- hrópi. — Feikilegur mannfjöldi var í dansinum á torginu, mun meiri en tíðkast 17. júní að því er fróðir menn sögðu blaðinu. Fór dansinn hið bezta fram og stóð til kl. rúmlega 2 um nótt- ina. í gærkvöldi fögnuðu Ak- ureyringar aftur á Ráðhústorgi og var dansað fram á nótt. Keflvikingamir hrópa fagnandi eftir sigurinn gegn Þrótti í gær- kvöldi, en eftir þessi 3:1 í auka- leik við Þrótt urðu þeir sigur- vegarar í 2. deild og leika því 1 1. deild á næsta ári. Það var mikil gleði meðal Keflvíkinga í gærkvöldi að loknum leiknum og bæjarstjóm Keflavíkur hafði boð inni fyrir leikmennina í Ungmennafélaghúsinu i Kefla- vík. Á myndinni em þeir Hlöðver varamarkvörður, Högni Gunn- laugsson, hinn leikreyndi fyrir- liði Keflvíkinga og Ioks Sigurð- ur Albertsson hinn ágæti fram- vörður liðsins, sem hefur yfir 100 leiki í meistaraflokki að baki. Högni heldur á bikarnum, sem Sveinn Zoega afhenti flokknum fyrir sigurinn, en í barmi þeirra er gullpeningur til minja um sigurinn. (Ljósm.: B. G.) ,Aftur í fyrstu deild' Skólamir byrja á Þann 1. sept., eða n.k. laug- ardag munu um 4200 börn á aldinum 7—9 ára hefja skóla- nám í barnaskólum borgarinnar eftir þeim upplýsingum sem blaðið hefur aflað sér hjá Ragn ari Georgssyni á skrifstofu Fræðslumálastjórnarinnar. En 1. okt. n.k. mun álíka mik- ill fjöldi skólabarna hefja nám í barnaskólunufn. Sagði Ragnar að nú væri komið jafnvægi á aldursflokkana og álíka margt væri í hverjum þeirra. Fjöl- mennasti skólinn í vetur verður Breiðagerðisskóli. Munu sœkja hann um 1350 börn, næst kem ur svo Melaskóli með um 1200 nemendur. Hverfaskipting milli skólanna verður sú sama og var sl. vetur, nema hvað Háaleitisbraut skipt ir hverfinu milli Breiðagerðis- skóla og Hlíðaskóla, varðandi 7 ára börn. Þau börn sem hefja eiga nám 1. sept. eiga að mæta í Skólunum árdegis n.k-. laugar- dag. Vísir fékk þær upplýsingar f skrifstofu Jónasar B. Jónssonar að starfandi barnaskólar í vetur yrðu 11 talsins og er það sami fjöldi og var sl. vetur. Einn nýr skóli verður tekinn í notk- un um miðjan september, er það Árbæjarskóli. Verða í hon- um þrjár kennslustofur. Við Langholtsskóla hefur ver morgun ið unnið að byggingu. gagn- f.iæðadeildar við skólann og standa góðar vonir til að hægt verði að taka í notkun um miðj an vetur þrjár kennslustofur í kjallara. Breiðagerðisskóli er nú senn að verða fullgerður og verða nú teknar í notkun tvær síðustu kennslustofurnar í haust og unnið að fullgera sundlaug í skólanum. Við Réttarholtsskóla verður þriðji áfangi skólans tgkinn í notkun. I honum verða tvær kennslustofur og herbergi fyrir skólastjórn. í Hagaskóla verður efri hæð þriðja áfanga tekin í notkun, verða þar tvær Framhald á bls. 5. V^^VW^WW^W^^VWWW^^OV^W^^WWVWrVW^VWWVW^O^^^WWWWWWWWWW ÍGJALDHEIMTAN OPNARl Öll innheimta opinberra gjalda í Reykjavík hefur nú verið sameinuð í einni stofnun, sem nefnist Gjaldheimtan í Reykjavík. Verður stofnunin til húsa í húsi Sjúkrasamlags Reykjavíkur í Tryggvagötu 28 og opnar hún til afgreiðslu á morgun, 1. sept. Mun stofnun- in sjá um innheimtu tekju- skatts, eignaskatts, námsbóka- gjalds, kirkjugjalds, kirkjugarðs gjalds, almenns tryggingarsjóðs gjalds, Iífeyris- og tryggingar sjóðsgjalds atvinnurekenda, at- vinnuleysistryggingagjalds, út- svara, aðstöðugjalds og sjúkra- samlagsgjalda. Stofnun þessi er skipulögð af nefnd, skipaðri fulltrúum ríkis- sjóðs, borgarsjóðs og sjúkra- sanilagsins, og hefur hún haft sér til ráðuneytis Jakob Harvej, frá norska fyrirtækinu Indu- strikonsulent A.S. Á myndinni eru Guðmundur Vignir Jósefsson, gjaldheimtu- stjóri, til vinstri, og Jakob Har- vej. Fyrir aftan þá sjást af- greiðslustúlkur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.