Tölvumál - 01.11.1993, Blaðsíða 23

Tölvumál - 01.11.1993, Blaðsíða 23
Nóvember 1993 Ég er á móti kommum Helgi Þórsson tölfræöingur Reiknistofnun Háskólans Ég er á móti kommum, sérstaklega inni í töl,um. Sá fortíðardraugur hefur slæðst inn í tölvubúnað Islendinga (og fleiri Evrópubúa, ef marka rná handbækur með sumurn for- ritum) að greina aukastafi STUNDUM frá heilu tölunni með kommu. Þetta er ekki í samræmi við það sem gert er vestanhafs og þar með er þetta ekki í samræmi við venjulegan tölvubúnað. Fyrir þessu kunna að hafa verið bærileg rök þegar Oli Dan var að skrifa stærðfræðikennslubæk- urnar (árið 1916), en þetta er sennilega bara 19. aldar fordild, ég minnist þess ekki að hafa séð kommu inni í tölu í Njálu, og ég hef ekki heyrt að Snorri Sturluson hafi skrifað tölur svona heldur. Hvað íslenska menningu varðar erþessi kommuskratti því óþarfur. Komman ertil algjörra vandræða þegar hún stingur sér niður eins og lús í töflureiknum. Aðgerðir senr breyta texta í tölu og virka ágætlega á einum stað (þar senr þrír pelar eru 0.75 lítrar) hætta auðvitað að virka á tölvu sem heldurað 2001 þriggja pela flaska innihaldi 1.500,75 lítra. Nú halda kannski einhverjir að það væri allt í lagi að skrifa 1.500,75 ef töflureiknirinn væri alls staðar eins settur upp. Þá væri hægt að hafa eins sérvisku- lega uppsetningu og einhverjum sýnist. En þá þyrfti BARA að eiga forrit sem tekur tölur úr venjulegum gamaldags hugbún- aði og gerir á þeirn nauðsynlegar breytingar. Það skapar að vísu vinnu handa einhverjum góðum tölvumönn- um að skrifa svona handlangara, en hæfileikar þeirra nýttust miklu betur í annað. Þetta hefur keðjuverkandi áhrif. Ef komman er notuð inni í tölu verður að nota annað tákn til þess að aðgreina tölur í lista. SUM(2,3) hættir að vera 5 og verður 2,3 og SUM( 1,2,3) hættir allt í einu að vera 6 og verður "! Error in formula. OK Help". Einnig þarf að athuga hvaða tákn er notað til þess að skipta löngum tölum (t.d. háurn fjárhæðum) í þriggja tölustafa hópa til þess að auðvelda lestur. Fyrr á öldinni, sennilega þó í reikningsbókum Jóns Gissurarsonar eða Elíasar Bjarnasonar var kennt að skrifa 1 ’500,75 þannig að punkturinn á litla hefð sem merki til þess að kaflaskipta tölum, en þar nota Vestur Islendingarnir kommu. Ein rök kommusinna eru að við segjum að þrír pelar séu núll KOMMA sjötíu og fimm lítrar. Því er til að svara, að tugabrots- kommuna skuli bara lesa en ekki skrifa, rétt eins og kommuna yfir fremsta stafnum í úngur. Til þess að vita hvort kommu- sinnar væru yfir í leiknum hringdi ég í Þorvarð Kára Olafsson, sem unnið hefur við stöðlun í upp- lýsingatækni hjá Iðntæknistofn- un. Hann segir að komrnan sé hefð en ekki staðall. Varðandi hefðina má hins vegar benda á nokkra áratugi af reikni- vélurn sem nota (yfirleitt) punkt inni í tölum. Þeir sem vilja endilega vera að troða kommum inn í tölur ættu frekar að reyna að finna íslenskt lýsingarorð fyrir "counter- productive", því það er það sem þetta kommurugl er. Aths. Sagnfræðin í þessurn pistli er eingöngu skrifuð eftir minni, en það af henni sem varðar meginatriðið er áreiðanlega rétt efnislega. Nokkur óvissa er á ártölum og því hvað er haft eftir hvaða reikningsbókahöfundum. Helgi Þórsson er töl- frœðingur hjá Trygginga- eftirlitinu. 23 - Tölvumái

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.