Vísir - 20.09.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 20.09.1962, Blaðsíða 1
52. árg. Fimmtudagur 20. september 1962. — 115. tbl. Hér sést hin stórvirka mulningsvél. SAS ætlar að kæfa Loftleiðir segir BT Leyfir 1ATA lægri fargjöld sem myndu koma íslenzka flugfélaginu illa Danska blaðið BT hef- ur birt frétt, þar sem það segir, að Skandinav iska flugfélagið SAS sé nú að gera ráðstafanir til að reyna að kæfa ís- lenzka flugfélagið Loft- leiðir. Segir blaðið að nú loksins eygi SAS mögu leika á að hefja harðvít- uga samkeppni við hið íslenzka flugfélag á flug leiðinni yfir Atlantshaf- ið, sem geti riðið því að fullu. 20% ÓDÝRARA. Blaðið rekur nokkuð sérstöðu Loftleiða svo sem það að félag- ið sé ekki f IATA og því ekki bundið af ákvörðunum þessa alþjóðafélagsskapar um verð á farmiðum. Loftleiðir hafi selt farið yfir Atlantshafið um 20% ódýrara en SAS, og hafi árang- Framhald á bls. 5. Búið að grafa 200 m. Söng innkeyrslugöng við Búrfell Rannsóknir Raforkumálastjórn- arinnar á orkusvæði Þjórsár við Búrfell hafa gengið með ágætum í sumar, og mælingum fyrir virkj- un og rannsóknprborunum mun verða lokið í næsta mánuði að öllu forfalialausu, að því er Rögn- valdur Þorláksson verkfræðingur hjá Raforkumálastofnuninni tjáði Vísi í morgun. Byrjað var af fullum krafti á þessum mæiingum og rannsóknum í maíbyrjun s.l. vor og þar hafa unnið, ýmist að rannsóknum eða borunum og öðrum framkvæmd- um 40 — 50 manns þegar flest hef- ur verið. Rannsóknirnar í sumar hafa m. a. leitt til þess að fundizt hefur — eftir all víðtæka leit að vísu — góður staður fyrir stöðvarhús inni í berglögum í skálinni eða hvosinni milli Sámstaðamúla og Búrfells. Nú er unnið að því að grafa jarð- göng fyrir aðkeyrslu að fyrirhug- uðu stöðvarhúsi og eru byrjunar- göngin 2ja metra breið og 2.20 metra há. Seinna, þegar flutning- ar á vélum og byggingarefni hefj- ast fyrir alvöru verður að víkka "þessi göng til muna út. Aðkeysrlu- eða innkeyrslugöng þessi verða um 800 metra löng þegar þau eru komin alla leið, og er nú þegar búið; að grafa um fjórðung leiðarinnar eða um 200 metra. . Á vatnsrennslis- eða afrennslis- göngunum sjálfum hefur enn ekki verið byrjað, aðeins verið boraðar Framh. á bls. 5. Pott í tröpp- um og dó í ffcrkvöldi datt maður á húsa- tröppum í Vesturbænum og í nótt lézt hann af völdum heilablæðing- ar, að læknar töidu. ! ;•; i 1 I ■ ' . |:p|| .tiBiaiHIWMÍ* Seta steypt 180 til 200 m. á dag BCeflavíkurvegurinn verður eitt mesta m««nvirki hér á landi Sér vomr um að geta steypt Um klukkan 10 í gær- tnorgun var byrjað að steypa hin nýja Keflavík- urveg, sem án efa verður eitt mesta mannvirki hér iandi. Eru það sem kunn- ugt er, íslenzkir aðalverk- takar, sem hafa þetta stóra verk með höndum. Áætlað var að steypa hæfist nokkru fyrr, en sökum óhagstæðr- j ar veðráttu dróst það nokkuð. Það eru milli 50 og 60 manns sem vinna við verkið og verkstjóri er Björgvin Ólafsson, en hann hefur unnið um tíu ára skeið hjá Aðal- verktökum, en flestir þeir menn . em við verkið vinna eru óvanir þeim fullkomnu vinnutækjum og aðferðum sem notaðar eru, að undanskildum tækjamönnunum sem hlotið hafa flestir hverjir nokkra reynslu í meðferð tækj- anna. MJÖG FULLKOMNAR VÉLAR. Vélar þær sem notaðar eru við ; verkið eru mjög fullkomnar og eru þýzkar. Dvelst hér maður frá verk- smiðjunum, Ocksen að nafni. Aðal i vélina kalla þeir „finisher", gengur | hún á teinum og færir sig eftir því sem vegurinn lengist. Þegar steypt l hefur verið er vegurinn kústaður og síðan borin á hann piastkvoða sem lokar steypunni. Byrjað var að 5 k'm. þangað til í lok októbermán- aðar. Mjög stórvirkar og miklar steypa Éngidalsmegin og mun vinnuvélar eru staðsettar suður á ætlunin að steypa kafla sem liggur j Hvaleyrarholti, m. a. hrærivélin og fyrir ofan Hafnarfjörð, og gera1 Framhald á bls. 5 Þetta var roskinn maður, en ekki var í morgun vitað hvort öll- um aðstandendum hans hafi verið tilkynnt lát hans, svo að nafn hans verður ekki birt í dag. 1 gærkvöldi hafði maður þessi lagt leið sína að Hólatorgi 2 i heimsókn til fólks, sem hann þekkti og bjó í kjallara hússins. Ekki hafði hann þar samt neina viðdvöl, en ætlaði að halda á brott Framhald á bls. 5. Ti lað skýla nýrri steypu eru geysistórum tjöldum rennt á hjólum yfir veginn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.