Vísir - 20.09.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 20.09.1962, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 20. sept, 1962. ------------------------------------ VIS IR--------------------------------------------------------------7 f----:---------------------------------------------------------------------------------------------------------- Fundur rafmagns- ©ftirlitsmanna íslenzkum iðnaði hef- ur anförnum árum, að í Smekkurinn er smitandi Fyrir nokkru var haldinn að Laugarvatni aðalfundur félags eft- irlitsmanna með raforkuvirkjum. Sátu fundinn félagsmenn víðsvegar að. Á fundinum ræddi Guðmund- ur Marteinsson rafmagnseftirlits- stjóri um reglugerðarmál og ÞÖrð- ur Runólfsson öryggismálastjóri um örýggismál. Formaður var endurkjörinn Friðþjófur Hraundal en með hon- um í aðalstjórn Stefán Þorsteins- son úr Hafnarfirði, Gísli Guð- mundsson úr Miðneshreppi, Stefán Karlsson úr Reykjavík og Guð- mundur Jónsson frá rafmagnsveit- um ríkisins. Fyrir áeggjan öryggismálastjóra var stjórn félagsins falið að athuga möguleika á að stofna Iandssam- band þeirra manna sem vinna al- mennt við öryggiseftirlit. Að loknum fundarstörfum á Laugarvatni var haldið að Búrfelli og skoðað þar fyrirhugað virkjun- arsvæði. Á heimleiðinni var staldrað við á Selfossi og notið þar fyrirgreiðslu Rafveitustjórans Hjalta Þorvarðarsonar. flestum greinum hans stöndum við íslendingat erlendri framleiðslu fyll. lega á sporði. Á þe ekki sízt við þær teguiiG ir iðnaðar, sem íslenzki hráefni er notað í. Þann- ig hefur íslenzk gólf- teppaframleiðsla tekið slíkum stakkaskiptum, að íf rásögur er færandi. Þrjár teppaverksmiðjur eru nú starfandi á íslandi, Ax- minster, Teppi og Vefarinn. Axminster var stofnað ár- ið 1953 og var fyrst til húsa í gömlu Mjólkurstöðinni. Var þar þá aðeins einn vefstóll og örfátt fólk. Árið 1958 flutti fyrirtækið staVfsemi sína inn á Grensásveg 8 í stórt og rúmgott húsnæði. Vefstólarnir eru nú tveir og 25 manns vinna að staðaldri við fyrirtækið. Vísir ræddi á dögunum við Hermann Kjartansson, verkstjóra í verksmiðjunni og ræddi við hann um starf- semi Axminster. — Allt frá því við byrjuð- um, sagði Hermann, hefur starfsemin gengið með ágæt- um. Hér er unnið allan sól- arhringinn viðstöðulaust, vef stólarnir alltaf í gangi, en við höfum samt ekki undan. Það er alltaf stöðug eftir- spurn, ekki kannske dag frá degi ,en jafnt yfir állt árið. — Fáið þið aðstoð erlend- is frá? — Við fengum aðstoð er- lends sérfræðings þegar við settum vélarnar upp, og svo fylgjumst við með nýjung- um í gerð munstra og lita erlendum blöðum, en að öðru leyti er ekki um neina að- stoð að ræða utan að. Er nú ekki alltaf mikið vandamál hjá ykkur hvaða munstur eigi að velja í tepp- in? — Við fylgjumst vel með hvernig tízkan er erlendis. en auk þess reynum við bara að gera okkur grein fyr- ir hvað sé söluvara og hvað ekki. Það er mjög algengt að það gangi yfir „tízkutíma- bilK Við erum kannske bún- ir að liggja með ákveðna gerð af teppum í tvo til þrjá mánuði, þegar það skyndi- lega rýkur út, þá jafnvel fjöldinn af sömu gerð á stutt Ultl í teppa- verksmiðjunni Axminster um tíma. Smekkur fólks virðist vera mjö'g smitandi. En er ekki munur á pönt- unum ungs fólks og gamals? — Jú, við verðum varir við það. Ungt fólk sækist eftir einlitu og ýróttu, en eldra fólk vill frekar munstr uð teppi og marglit. — Hvernig hagið þið nú viðskiptunum? — Við erum með tvær búðir I borginni, Laugaveg 45b og Skipholt 21. Þar höf- um við sýnishorn sem fólk getur valið úr og pantað eft- ir. Síðan fáum við mál og stærð.-gólfflatarins sem tepp ið"a;hð'fatá á og göngum frá teppinu ásettu. Öll sala er með afborgunum ef fólk ósk- ar þess. Nú höfum við einn- ig í hyggju að opna búð hér að Grensásvegi 8 og er þá jafnvel meiningin að hafa hana opna á kvöldin. Það er fólki til mikils hagræðis og á eflaust eftir að verða vin- sælt. Við gengum um húsið og Hermann sýndi okkur hvern- ig framleiðslan færi fram. Vefstólarnir eru gríðarlega stórir og hægt er að hafa í þeim allt upp í 70-80 gerð- ir af munstrum. Efnið sem notað er, er jutagarn og bað- mull og ull í slitlagið. Ullina fá þeir víða frá tilbúna á spólum. Þegar teppið hefur verið ofið, eru 3-5 stúlkur sem fara yfir renningana og fylgjast með að engir endar eðá göt séu í þeim. Þær gera þetta með þeim hætti að renning- urinn er dreginn yfir borð sem er með ljósi. Koma þá veilurnar í ljós ef þær eru þá einhverjar. Teppaframleiðsla krefst mikils Iagers og er hann ,á efri hæð hússins, en vefstól- arnir á þeirri neðri. Forstjóri og eigandi Ax- minster er Kjartan Guð- mundsson. Mikill sigur? Kommúnistar reyna að telja sjálfum sér og öðrum trú um að þeir hafi unnið mikinn sig- ur í kosningunni í félagi járn- iðnaðarmanna um helgina. Ekki treysta þeir sér að birta úrslita-! tölur síðustu kosninga því til sönnunar. Menn geta betur átt- að sig á þessum mikla ,,sigri“,' þegar þeir vita, að kommúnistar fengu núna 201 atkvæði og lýð-, ræðissinnar 87, en síðustu töl-] ur voru 214 hjá kommúnistum; og 93 hjá Iýðræðissinnum. Mik-' ill sigur að tarna! Eða hvað finnst mönnum? Kjarasamningur opinberra starísmanna Um síðustu helgi var undir- ritaður fyrst i kjarasamningur, sem gerður hefur verið milli rík isins og bandalags opinberra starfsmanna, en í lögum, sem sett voru s.l. vetur var opin- berum starfsmönnum veittur i fyrsta sinn sainningsréttur um kaup og kjör. Samningurinn var undirritað- ur í fjármálaráðuneytinu og var þessi mynd þá tekin. Á mynd- inni eru talið frá vinstri: Har- aldui Steinþórsson starfsmað- ur kjararáðs, Flosi Hrafn Sig- urðsson, Teitur Þorleifsson, Páll Hafstað, Inga Jóhannesdóttir, Kristján Thorlacius, Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra, Sigtryggur Klemenzson, Gunn- laugur E. Briein, Jón Þorsteins- son og Jón E. Þorláksson, starfs maður samninganefndar ríkis- 'i ins. Vinstra megin við fjármála- ; ráðherra er kjararefnd hirma j opinberu starfsmanna, ea * hægra megin samninganefnci < ríkisins. í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.