Vísir - 20.09.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 20.09.1962, Blaðsíða 8
8 Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar Hersteinn Pálcson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjðri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Porsteinn O. Thorarensen. Ritstjðrnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. I lausasölu 3 kr. eint. — Simi 11660 (5 llnur). Prentsmiðja VIsis. — Edda h.t V____________________________________________________ Áróðurinn gegn vörnum Islands Þjóðviljinn hefur fyrr og síðar eytt miklu rúmi til þess að reyna að sannfæra lesendur sína um það, að vamarlið Bandaríkjamanna, sem hér dvelst, sam- kvæmt ósk íslendinga sjálfra, mundi reynast með öllu gagnslaust til varnar, ef til styrjaldar kæmi, og stöðv- ar þess yrðu eyðilagðar á svipstundu. Ávinningur af dvöl varnarliðsins sé því enginn, en menningarlegt tjón þjóðarinnar af dvöl þess hér óumræðilega mikið. Þessi áróður kommúnista gegn vörnum íslands og varnarsamtökum vestrænna þjóða hefur blekkt ýmsa, sem ekki eru kommúnistar og vilja vera einlægir föð- urlandsvinir. Af þeirri ástæðu hafa margir „nytsam- ir sakleysingjar“ gengið í samtök hinna svonefndu „hernámsandstæðinga“. Þau samtök njóta mikils stuðnings frá kommúnistum og er raunverulega stjómað af þeim, þótt „sakleysingjarnir“ trúi að þeir haldi þar sjálfir um stjórnartaumana. Þeir lýðræðis- sinnar, sem hafa látið véla sig inn í þessi samtök, hafa því óafvitandi gengið í þjónustu kommúnista. Verði einhver árangur af starfi þeirra, verður hann sá einn, að greiða rússneskum áhrifum veg hér á íslandi og veikja samstöðu okkar með hinum vestrænu lýðræð- isþjóðum. Alþingi íslendinga ákvað á sínum tíma, í umboði yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar, að kveðja hingað erlent varnarlið og leyfa því afnot vissra staða á land- inu fyrir bækistöðvar. Þetta var hvort tveggja i senn: öryggisráðstöfun fyrir þjóðina sjálfa gegn hugsanleg- um árásum, og framlag til varnarsamtaka vestrænna þjóða í heild gegn heimsyfirráðastefnu kommúnista. Þær ástæður, sem réttlættu þessar ákvarðanir þá, eru enn fyrir hendi, og ekki síður nú, þegar vetnissprengj- ur Rússa ógna Iífi og menningu hins vestræna heims. Blekktir sakleysingjor Það gegnir furðu, að nokkur maður, sem ekki er kommúnisti, skuli láta áróður hinna rússnesku erind- reka blekkja sig til fylgis við þessi samtök. Dettur nokkrum vitibornum manni í hug, að Þjóðviljinn og kommúnistar hér yfirleitt mundu leggja blessun sína yfir slíka áróðursstarfsemi, ef hún væri ekki rekin í þágu Rússa? Og þeir, sem telja að íslenzkri rb * rrn stafi sú ógnar hætta af dvöl varnarliðsins hér sem „sakleysingjarnir nytsömu“ vilja vera láta, ættu að hugleiða það fyrst af öllu, hverjum það er að kenna, að erlent varnarlið hefur verið kvatt hingað. Síðan ættu þeir að beita kröftum sínum til þess að berjast gegn þeim öflum í landinu, sem mundu hvenær sem væri vera þess albúin að svíkja frelsi þess og sjálf- stæði í hendur erlendra yfirdrottnara. íslenzkir lýðræðissinnar mundu einskis fremur óska en að ástand heimsmálanna væri þannig, að hér þyrfti ekkert varnarlið. VISIR Fimmtudagur 20. sept. 1962. iiammjmi !■■■■■! Vestur þýzkir hermenn. Þýzki herinn ógnar ekki Er vestur-þýzki her- inn í dag er orðinn svo sterkur að hann getur staðið á eigin fótum, er frá líður? Er þessi sami her ekki lengur háður lýðræði? Það væri í hæsta máta hlægilegt að neita því, að það séu þessi tvö spursmáí, sem helzt vakna, þegar nýþýzka 'lýðveldið er á dagskrá manna á meðal í Ev- rópu. Hjá andstæðing- um Atlantshafsbanda- lagsins er stöðugt sú hræðsla að hægt sé að svara þessum spurning- um iátandi, og hiá flest- um áhangendum NATO er hreinskilnislega sagt, stöðugur ót.ti fyrir þess- um möguleikum. En meðal Vestur-Þjóðverla sjálfra eru margir sem íhuga þessa möguleika, sem eru agg- andi um þetta sama, en af ann- arri ástæðu: sem sagt að hinn svo kallaði „þýzki neragi“ fái yfirhöndina. Ef við bíðum með að svara seinni spurningunni og snúum okkur að þeirri fyrri, þá getum við með nokkurri vissu svarað henni neitandi Þýzki herinn getur ekki hafið stríð á eigin spýtur. t fyr-sta lagi ei hann ekki nógu öflugur, öðru tagi er hann of háður NATO, og fyrir hið þriðja er mikill áhugi meðal þjóðarinnar að Þýzka- land allt sameinist. en hún veit jafnframt að það er vandamál ! sem Þýzkaland eitt getur ekki 1 leyst, hvorki stjórnmálalega né i hernaðarlega. | Það er vissulega vel hægt að i viðurkenna og taka tillit til þeiri ; ar efasemdar sem gerir vart við sig meðal kommúnista gagnvart vestur-þýzka hernum. En því er hins vegar til að svara, að ekki aðeins NATO byggir upp her sinn til varnar fyrst og fremst heldur líka Vestur-Þjóðverjar. Þeir síðarnefndu eru jafnvel svo „varnarsinnaðir“ að þeir gera ráð fyrir að þurfa að draga sig t'il'‘baka til að byrja með ef -til stríðs kæmi. í Mannheim hefur NATO eitt af aðalaðsetrum sínum. Það heitir á hinu furðulega NATO- máli GENTAG. Það þýðir aðal- bækistöðvar fyrir bandalagsher inn í Þýzkalandi. Yfirmaður stöðvarinnar er bandarískur, undirmaður hans er Bandaríkja maður og tveir næstráðandi eru Frakkar og síðan kemur Þjóð- verji í röðinni. Allur hinn þýzki her í suðurhluta Þýzkalands lýt ur þessari stjórn og getur ein- faldlega ekkert aðhafzt, nema í samráði við yfirmennina og franska og bandaríska heri á sömu slóðum. Þýzki yfirmaðurinn i Mann- heim, Berendsen hershöfðingi er ótrúlega lítið háður hinum gamla þýzka hernaðaranda. Hann hefur í fjölda ára verið þingmaður í flokki Adenauers, og þótt hægt sé að kalla hann hershöfðingja af gamla skólan um, er honum sjálfum fvllilega ljóst að hernum er stjórnað af stjórnmálamönnum, en ekki öf- ugt. Tvær fullyrðingar hefur’ hann Iátið sér um munn fara sem ástjæða er til að hafa eftir honum: „Stríð er alltof stór og brot- hættur hlutur, til að hægt sé að láta hershöfðingjana eina um það.“ „Ef hinn þýzki her hyggst ieggja í eitthvað á eigin spýtur, verður honum komið fyrir katt- arnef innan 24 tíma.“ GENTAG er eins og margar aðrar bækistöðvar NATO merki legur samastaður. Hersveitirnar eru franskar, þýzkar og banda- rískar, en málið er enska. — Franska er einnig töluð, en þýzka má ekki heyrast. Ef Þjóð- verji ætlar að skrifa til ein- hvers landa síns, þá verður hann að skrifa á ensku. í öðr- dírf bækistöðvum á norðlægari slóðum, NORDTAG, þar sem Holland, Belgía og' England leggja fram liðsstyrk ásamt með Þjóðverjunum, er þessu einnig á sama hátt farið. í GENTAG er hrsveitunum blandað saman og til að gera allt sem alþjóðlegast, er borð- aður bandariskur málsverður þriðja hvern dag, franskur þriðja hvern og þýzkur þriðja hvern. Það er rétt að vekja athygli á að vestur-þýzki herinn i dag telur 375.000 menn. Þessi tala er á engan hátt sambærileg við styrkleika Rússa og Austur- Þjóðverja handan landamær- anna, og ættu menn að gera sér grein fyrir því. I sannleika sagt er það nær óhugsandi að Vestur-Þjóðverjar mundu þora að hafast eitthvað að ekki fjölmennari en herinn er í raun og veru. í Heidelberg er þýzkur yfir- maður, Raban von Cannstein. Hann segir: „Menn verða að muna, að vestur-þýzki herinn er ekki að- eins viðurkenndur af banda- mönnum okkar, heldur hafa þeir einnig beðið um hann. En vestur-þýzki herinn einn út af fyrir sig, er þess ekki máttug- ur að berjast einn síns liðs. Hinar 12 vestur-þýzku hersveit- ir eru algjörlega háðar hinum NATO löndunum. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að engum þýzkum foringja detti í hug að okkar her megi sín einhvers sem sjálfstæður her.“ Og hershöfðinginn heldur áfram: „Nútíma stríð krefst mikils umráðasvæðis og at- hafnafrelsis. Þegar litið er á kortið sést að herinn okkar hef- ur ekki yfir slíku frelsi að ráða. Strax út frá landfræðilegu sjónarmiði er þessi möguleiki útilokaður. Þá hefur þýzki her- Framh. á bls. 6. /AVWAW.V.V.V.V.VAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.V.VAV

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.