Vísir - 20.09.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 20.09.1962, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 20. sept. 1962. VISIR Samtal við Kristin Armannsson rektor endur í Menntaskólanum í vetur? — Það er nú erfitt að segja um það nákvæmlega, en ég býst við, að þeir verði um 800 talsins — Og hvað var skólahúsið upphaflega ætlað fyrir marga nemendur? — Upphaflega hafa átt að vera 100-150 nemendur í skól- anum, en þá var einnig í hús- inu heimavist fyrir 40 nemend- ur. er mjög óheppilegt fyrirkomu- lag frá sjónarmiði skólanna. — Það er þvf miður ekki hægt að segja, að nein endan- leg lausn sé fyrir hendi. Ætlun in var að leysa þennan vanda um stundarsakir með byggingu á baklóð skólans, en skólinn hefur fest kaup á olíuportinu svokallaða aftan við skólahús- ið. Upphaflega átti að vera hægt að taka það húsnæði í endur í Reykjavík orðnir um þúsund talsins. Þar við bætist einnig, að menntaskólarnir á Akureyri og Laugarvatni eru fullskipaðir og verða e.t.v. að Menntaskólinn í Reykjavík, sem upphaflega átti að sjá 100—150 nemendum fyrir kennslu Nú er sama skóla 116 árum síðar ætlað að mennta 800 hundruð nemendur þrátt fyrir aliar þær auknu kröfur, sem síðan hafa verið gerðar til kennsluhúsnæðis. nemendur úr Mið- og Vesturbæ, en hinn nýi fyrir Austur- og Suðurbæ. — Hvað er að segja um ís- lenzku menntaskólana í saman- burði við slíka skóla erlendis? — Islenzkir menntaskólar standa erlendum skólum sama menntunarstigs hvergi að baki. Þeir veita nemendum sízt lakari menntun. Hins vegar er skólatíminn hér styttri en þar, og vinna nemendanna verður þess vegna meiri. Hins vegar tel ég ekki æskilegt að lengja skólatímann ár hvert. Það hefur ákveðna kosti, að nemendur hafi nokkurn tíma ár hvert til að vinna fyrir sér og komast f snertingu við hinar vinnandi stéttir í landinu. En það hefir komið til tals að reyna að lengja kennslutímann, en stytta þann tíma, sem fer í hin árlegu próf. — Hvaðh skoðun hafið þér á prófum f skólum? — Ég tel alveg nauðsynlegt að hafa próf. Hins vegar má um það deila, að hve miklu leyti þau eiga að vera munnleg eða skrifleg. En vorprófin eru ó- hjákvæmileg. Sumir segja ill nauðsyn, en nauðsyn engu að síður. ★ — Þér hafið ugglaust heyrt því haldið- fram, að nemendur séu felldir upp úr 3. bekk vegna húsnæðisvandræða skól- ans. — Þetta er alger misskilning- ur. Húsnæðisvandamál skólans hafa engin áhrif á próf nem- enda. En það getur verið þægi- leg afsökun fyrir nemendur að segja foreldrum sínum slfkt eft- ir slaka frammistöðu, og kann- ski fá einhverjir foreldra sína til að trúa þessu, en það er al- gerlega úr lausu lofti gripið. — Nú er því ekki að neita, að það falla talsvert margir upp úr 3. bekk. Er það ef til vill vegna þess, að Landsprófið sé of létt? — Ég hef alltaf verið hlynnt- ur þvf, að framhaldseinkunn á Landsprófi sé 6,50 í stað 6,00, enda hefur reynslan sýnt, að það eru fyrst og fremst nem- endur með einkunn þar á milli sem falla á þriðjabekkjarprófi. Þá er og til sú skýring á hinni háu falltölu, að nemendur átti sig ekki á því í tíma, hvað 3. bekkur er þungur, telji sig sloppna úr hreinsunareldi eftir Landspróf og slái þvf slöku við námið. ★ — Hefur orðið breyting á aðsókn nemenda í stærðfræði- deild upp á síðkastið? Framh. á bls. 6. ÍOO manna skóla 800 nemendur í Mennta- skólons Þó að erfitt sé að gera einu menntunarstigi hærra undir höfði en öðru er það álit margra að menntaskólastigið sé eitt þýðingarmesta þrepið f mennt- unarstiganum, vegna þess að það brúar bilið á miili almennr ar menntunar og sérmenntunar háskólanna. Þeir hinir sömu menn halda því einnig fram, að f menntaskólunum fái þjóð- in hina raunverulegu menntun sína, í víðustu merkingu þess orðs. Nú er vitað mál, að ís- Ienzku menntaskólarnir búa við erfiðar aðstæður á ýmsan hátt, þeir eru allir þrír yfirfullir, -— Og hvernig er þá hægt að hafa 800 nemendur? — í rauninni er það alls ekki hægt. En við eigum einskis ann- ars úrkosta. Vitanlega er þetta mjög erfitt fyrir allt skólahaldið bæði fyrir nemendur og kenn- ara. í skólahúsinu sjálfu eru 13 kennslustofur, þar af ein lítil. Utan skólahússins verða væntanlega í notkun 8 kennslu stofur í vetur, eða meir en nokkru sinni fyrr. Eins og þér vitið höfum við fengið Þrúð- vang, gamla tónlistarskólahúsið til afnota í vetur, en f því verða 5 kennslustofur. Tvær kennslu- stofur eru í „fjósinu“ svokall- aða, sem er bakhús aftan við sjálft skólahúsið, og svo standa vonir til, að ein kennslustofa fáist leigð í húsi K.F.U.M. Svo er reynt að leysa vandann með tvísetningu í allar kennslustof- urskólans, og er Menntaskólinn í Reykjavík eini menntaskólinn Hér átti að rísa annar menntaskóli í Reykjavík. Byrjað var að grafa grunninn, en þá voru framkvæmdir stöðvaðar 1955—56, og síðan hefur ekkert verið að gert. Á þessum sjö ár- um má ætla, að menntaskólanemendum í Reykjavík hafi fjölgað um allt að 400. Kristinn Ármannsson, rektor. vísa nemendum frá vegna þrengsla. — Teljið þér betra að hafa fremur tvo menntaskóla í Reykjavík en einn stóran skóla? — Já, ég er eindregið þeirrar skoðunar, að betra sé að hafa tvo skóla hér. Að vísu er ekki hentugt að hafa skólana of litla vegna þess hve þeir eru dýrir í rekstri, en ég álít að heppi- 'egasta stærð menntaskóla sé 1-500 manna skóli, svo að það er nú þegar grundvöllur fyrir þrjá menntaskóla hér. — Voru ekki einu sinni hafnar framkvæmdir við byggingu nýs íkólahúss hér? — Jú, það var fengin lóð undir nýjan menntaskóla á Jskjuhlíð, og grafinn þar grunn ur. Allar teikningar voru fyrir liggjandi að skólabyggingunni, en framkvæmdir voru stöðvað ar árið 1955-56, og sfðan hefur ekkert verið unnið við þessa byggingu. þetta er hentugur staður fyrir nýjan skóla, þá hefði gamli skólinn verið fyrir tveir þeirra eru í mjög gömlu og ófulinægjandi húsnæði, og þannig er nú komið, að nem- endur eru bókstaflega búnir að sprengja utan af sér elzta skóia landsins, Menntaskólann í Reykjavík. Auk þess er allveru- Iegur skortur á hæfum mennta- skólakennurum, einkum í stærð- fræði og eðlisfræði. Sökum þess hefur Vísir sitúið sér til rektors Menntaskólans í Reykjavík, Kristins Ármannssonar og beðið hann að skýra frá viðhorfum sínum í sambandi við vandamál skólans og menntaskólanna al- mennt. — Hvað verða margir nem- notkun í haust, en framkvæmd ir strönduðu á skipulagi bæjar ins, Þess vegna var gripið til þess ráðs að fá Þrúðvang til afnota, en hann fæst aðeins í eitt ár, svo að framkvæmdir á baklóð skólans eru orðnar mjög aðkallandi. Stefnan, sem mörk- uð hefur verið í lausn húsnæðis vandamála skólans byggist á tveim atriðum, að bæta hús- næði þessa skóla og hefja byggingu nýs skóla, þannig að tveir menntaskólar verði í Reykjavík. Árlega fjölgar nem- endum Menntaskólans í Reykja- vík um 50 — 75, svo að eftir 2 til 3 ár verða menntaskólanem- í veröldinni, sem verður að tví- setja í kennslustofur sínar. — ★ — — Hvernig taka kennarar og nemendur þessu? - — Þetta er vitanlega mjög óvinsælt bæði af kennurum og nemendum. Þótt óánægja sé með útlegð í öðrum húsum, er þó óánægjan langmest með tví- setninguna. Allur 3. bekkur er eftir hádegi og nokkur hluti 4. bekkjar. Þetta hefur í för með sér að 3. bekkur slitnar að miklu leyti úr tengslum við skólann, kennaramir þar eru flestir stundakennarar, sem

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.