Vísir - 20.09.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 20.09.1962, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 20. sept. 1962. VISIR 15 Friedrich Durrenmatt GRUNURINN \ o Ekki beinlínis vegna þess, aS nú hefði hann meiri tíma til að lesa Moliere og Balzac, sem þó væri ágætt út af fyrir sig, en aðal ástæðan væri sú, að hið borgaralega skipulag væri ekki lengur eins og það ætti að vera. Honum fyndist hann vera utan- gátta við hlutina. Mennirnir væru hinir sömu, hvort sem þeir færu nú í Soffíu-kirkjuna eða dómkirkjuna á sunnudögum. Verstu glæpamennirnir væru látnir ganga lausir, en hinir mein lausu eltir uppi. Yfirleitt moraði allt í afbrotum, sem enginn léti sig neinu skipta, vegna þess að þau virtust í fljótu bragði ekki eins alvarleg og til dæmis morð, sem blásið er upp í dagblöðun- um, enda þótt hvort tveggja stefndi að hinu sama, ef það væri betur rannsakað og eilítið ímyndunarafl notað. ímyndunar aflið, það væri einmitt það. Oft gerðist það t. d., að góður kaupsýslumaður fremdi glæp í sambandi við einhver viðsjál við skipti, af eintómum skorti á hug myndaflugi, og engan svo mik- ið sem grunaði það, og allra sízt sjálfan kaupsýslumanninn, vegna þess að enginn hefði í- myndunarafl til þess að láta sér detta það í hug. Skeytingarleysi gerði heiminn vondan, og hann færi enn versnandi vegna þess. Þessi hætta væri stærri en nokk ur Stalin og yfirleitt allir Jósep- ar samankomnir. Gamll spor- hundur eins og hann gæti ekki lengur þjónað ríkinu. Of mikil áhrezla væri lögð- á sm^muni og snuðr, en villidýrin sem döfn uðu vel og ávöxtuðu sín stolnu pund, og sem ætti að veiða, stærstu óargadýrin, þeim safn- aði ríkið saman á eitt allsherj- ar friðunarsvæði. Dr. Luzius Lutz var undrandi á þessari löngu ræðu og sárnaði að heyra leyniþjónustunni hall- mælt. Eiginlega fannst honum óveiðeigandi að mótmæla ekki svo harðri gagnrýni, enda þótt gamli maðurinn væri að vísu sjúkur, og guði sé lof, kominn á e.llistyrk. En hann bældi niður reiði sína og hafði ekki orð á neinu. Hann kvaðst nú þurfa að fara, þar sem hann þyrfti að mæta á fundi kl. hálf tólf. — Mig langar til að biðja yður að gera mér greiða núna, þar sem ég ligg veikur og til einskis nýtur lengur. — Með mestu ánægju, svar- aði Lutz. — Mig langar að fá smáupp- lýsingar. Ég hef gaman af að velta fyrir mér ýmis konar gát- um, þar sem ég ligg hér í rúm- inu. Gamlir kettir eiga erfitt með að segja skilið við mýsnar. Og svo sá ég einn daginn gam- alt eintak af LIFE, og í því mynd af fangalækni í Stutthof, Nehle að nafni. Gætuð þér kom izt eftir, hvort þessi maður lifir enn í fangelsi, eða hvað hafi annars orðið af honum. Lutz skrifaði þetta hjá sér, undrandi á duttlungum gamía mannsins. Hann kvaðst skyldu spyrjast fyrir um þetta, og síðan kvaddi hann. — Hafið það nú gott og góð- an bata, sagði hann, um leið og hann þrýsti hönd lögreglufull- trúans. — Ég skal gefa yður svar strax í kvöld, og síðan get ið'þér haldið áfram með gáturn ar yðar. Blatter bíður frammi og langar líka til að heilsa upp á yður. Ég bíð fyrir utan í bíln- um. Síðan fór Lutz, en inn gekk hinn holdugi Blatter. — Komdu sæll, Blatter, sagði Bárlach við lögregluþjóninn, sem oft hafði verið bílstjóri hans. — Mikið er gaman að sjá þig- — Það gleður mig einnig að sjá yður. sagði Blatter. — Við söknum yðar, lögreglufulltrúi, svo sannarlega söknum við yð- ar. — Jæja, Blatter, nú tekur Röt hlisberger við minni stöðu og snýr algjörlega við blaðinu, geri ég ráð fyrir, svaraði gamli maðurinn. — Skaði, sagði lögregluþjónn inti,vRöthli!sberger er sjálfsagt ágætur út af fyrir sig, ég skal ekkert um það segja. Bara að þér verðið nú fljótt hress á ný. Bárlach spurði hvort Blatter kannaðist ekki við fornbóka- verzlunina úti á enginu, sem gyðingurinn hvítskeggjaði, Feit Hringduð þér —— ? elbach, ætti. Blatter kinkaði kolli: — Með frímerkin í glugganum?. Einmitt. Viltu koma þar við í dag og biðja Feitelbach um að senda mér „Ferðir Gullivers“ hingað í sjúkrahúsið. Það er seinasta bónin ,sem ég bið þig. — Bókina um risann og put- ana? spurði lögregluþjónninn undrandi. Bárlach hló: — Sjáðu til, Blatter, ég hef einmitt mjög gaman af ævintýrum. Eitthvað í hlátrinum kom lögregluþjóninum kunnuglega fyrir, en hann þorði ekki að spyrja neins. KOFINN. Þegar sama kvöld lét Lutz heyra frá sér. Hungertobel sat einmitt við rúm vinar síns og T A R Z A N Geysistór björg og ísjakar rudd-1 ust fram. Lunya var farin að gjósa I Tígrisdýrið öskraði hátt meðan 1 ú ný. það barðist um og reyndi að bjarga sér og komast upp á barm sprung- unnar. Barnasagan KALLI og græm páfa- gaukur- inn Þegar Krák varpaði akkerum á einni af víkunum við Fjársjóða- eyjuna, fóru hinir vængjuðu íbú ar frumskóga eyjunnar ákaft að reeða um, hver tilgangurinn með þessari heimsókn gæti verið. Þeir hafði haft með sér kaffibolla til að hressa sig á, þar sem hann átti að fara að skera upp sjúkl- ing. Hann naut þess að hafa vin sinn „hjá sér“ á sjúkrahúsinu og nú spjölluðu þeir um daginn og veginn ,þegar síminn hringdi og rauf samtal þeirra. , Bárlach anzaði og hlustaði spenntur. Eftir stunda stund sagði hann: „Það er ágætt, Fav- re, sendið þér mér samt skjöl- in“, og lagði tólið á. „Nehle er dauður“, sagði hann. „Guði sé lof“, hrópaði Hung- ertobel, „við verðum að halda upp á það“, og síðan kveikti hann sér í einni „Rose of Su- matra“. „Systirin kemur ekki alveg strax“. „Hvenær dó Nehle?“ spurði Hungertobel. „10. ágúst 1945. Hann framdi sjálfsmorð á hóteli í Hamborg, með eitri, að því er álitið var“, svaraði lögreglufulltrúinn. „Þarna sérðu“, sagði Hunger- tobel, „þá eru síðustu leifar grunsins hrundar um koll“. Bárlach deplaði augunum framan í reykskýin, sem Hun- gertobel blés út úr sér í alls kyns hringjum. Að lokum svar- aði hann og sagði, að ekkert væri eins erfitt að kæfa og slík- an grun, því að honum gæti svo auðveldlega skotið upp á ný. „Lögreglufulltrúinn er ófor- betranlegur", hló Hungertobel, sem tók þessu eins og hverju öðru spaugi. „Bezta dyggð sakamálamanns ins“, svaraði gamli maðurinn og síðan spurði hann: „Samuel, hef- ur Emmenberger nokkurn tíma verið vinur þinn?“ fylgdust vel með sjómönnunum, sem aftur á móti skiptu sér ekki neitt af fuglunum. Eyjan virtist vera svo friðsæl, að stýrimaður- inn opnaði búr Jakobs og hleypti honum út. Þú flýgur ekki langt, sagði stýrimaðurinn, — líttu bara rétt á ströndina. Nú vita aliir að jafnvel þótt páfagaukar verði gamlir og gráhærðir, verða þeir sjáldan góðir, ekki einu sinni sjó- ræningjapáfagaukar. — Hvers vegna í ósköpunum látið þér Hann fljúga burt, hrópaði Kalli til stýrimannsins. r r ODYRT skólafatnaður skólatöskur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.