Vísir - 22.09.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 22.09.1962, Blaðsíða 1
VISIR 52. árg. — Laugardagur 22. september 1962. — 217. tbl. Góð uppskera áís- lenzkum hveitiakri Allgott útlit er fyrir góða korn- uppskeru á Iandinu, að því er Bjöm Sigurbjömsson hjá Atvinnu- deild Háskólans skýrði blaðinu frá í gær. Heldur er þó þroski koms- ins seinni en venjulega, vegna erf- iðrar tíðar, sérstaklega á Austur- landi. Kornskurður er nú i • fúllum gangi fyrir norðan, en ekkert hefur verið skorið fyrir sunnan í þrjá daga, vegna rigningar. Korn það sem mest er ræktað hér, er bygg, og er það eingöngu notað til dýraeldis. Einnig eru I Veðrið I í sumar hafa íarið fram rann sóknir á gróðri og veðurfari á hálendinu, á vegum Atvinnu- deildar Háskólans og Veður- stofu íslands. Em rannsóknir þessar framkvæmdar til að at- huga hvað mikið af hálendingu f rnegi rækta. Þetta er í fyrsta sinn, sem skipulegar veðurat- iiuganir fara fram á hálendinu. Rannsóknir þessar hafa farið j, fram, á Hvítárnesi og Hvera- ræktaðir hér hafrar, sem eru not- hæfir til manneldis, en hafa ekki enn verið notaðir þannig hér á landi, þar sem engin tæki em til að vinna þá. Þá hafa verið framkvæmdar hér tilraunir með ræktun finnsks vor- hveitis og virðast þær ætla að gefa góða raun. Hveitið á nú eftir viku til tíu daga þar til má skera það og virðist uppskera ætla að verða góð. Víðtækar tilraunir fara fram með nýjar tegundir korns og lofa þær góðu, þar sem nokkrar teg- undir hafa fundizt, sem þroskast fyrr en þær sem nú eru f al- mennri notkun. Um 84 bændur á landinu rækta nú korn, ýmist einir sér eða í sam- vinnu. Eru þar af 30 á Fljótsdals- héraði, 14 á Hornafirði og 22 í Þingeyjarsýslu. Er kornræktin nú orðin talsverður liður í búskap Framh. á bls 5 Fnnga&eymsliir völlum. Voru gróðursettar þar | ýmsar grastegundir og smári. $ Allt kom það upp á eðlilegan hátt og svo góður var árangur- inn að spretta var þarna betri en f sams konar tilraunum í Skagafirði. Sturla Friðriksson skýrði í blaðinu svo frá f gær að vonir £ standi til að hægt verði að græða landið allt upp í 6—700 metra hæð. Aukin ræktun á láglendi getur með tímanun leitt til þess að leita verði bei lands annars staðar og geta þv rannsóknir þessar haft ómetar lega þýðingu. Veðurstofan setti þarna u;. veðurathugunartæki og er þettr. í fyrsta sinn sem skipulega veðurathuganir fara fram á hí lendinu. Theresía Guðmundsso: veðurstofustjóri skýrði blaðini. svo frá, að Veðurstofan treyst. sér ekki til að standa straum af kostnaði við fasta veðurat- Framhald á bls. 5. á há- lendinu Reykjavíkurlögreglan tjáði Visi í gærkvöldi að mikill fjörkippur hafi allt í einu komið í drykkju- rúta bæjarins í gær, eftir annars rólega daga að undanförnu. Á sjö og hálfri klukkustund eft- ir hádegið í gær tók lögreglan 15 ölvaða menn á götum bæjarins og flutti í fangageymslu. í gærkvöldi um 9 leytið voru fangageymslurn- ar orðnar fullar og þykir það tíð- indum sæta svo snemma kvölds.. Lögreglan telur að nú sé haust- drykkja síldveiðimannanna að hefj ast, en þeir eru nú að flykkjast sem óðast hingað suður. Myndimar sýna „sæslönguna“ í notkun. Efri myndin sýnir, hvemig þetta sérkennilega flutningatæki er hlaðið. Neðri myndin hvemig það er dregið um sjóinn. Tilraun gerð tíl síldar- flutninga í sæslöngm „Svo getur farið að innan skamms verði síld artunnur óþarfar, skip flytji meiri síld af mið- unum og .milli landa, en þau geti borið, stórkost- legur sparnaður verði á flutningsgjöldum og iag erpláss fyrir síld verði að mestu leyti óþarft, ef tilraunir okkar Gísla Halldórssonar heppn- ast“. Sæslöngur frá London. Eitthvað á þessa leið fórust Vigfúsi Friðjónssyni útgerðar- manni orð í viðtali við Vísi í morgun, en hann og Gísli ætla að verða fyrstir manna til að gera tilraunir með síldarflutn- inga með svonefndum sæslöng- um úr nylon og sérstakri gúmmítegund, sem dregnar eru í sjó jafnvel yfir heimshöfin. Fram að þessu hefir aðeins ver- ið flutt olía og vatn með þess- um hætti en þeir Vigfús og Gísli eru að semja við fyrir- tæki í London um að fá hjá því þess háttar slöngur og ætla að gera tilraunir með síldarflutn- inga f þeim á vetrarvertíðinni hér við land, sem hefst innan skamms. Auðvitað er þetta allt enn á tilraunastigi en takist þær tilraunir mun þeim verða haldið áfram á sumarvertíðinni fyrir norðan næsta ár. En það eru ýmsir efablandnir um að þessar tilraunir takist, því er ekki að leyna, sagði Vig- fús. Og það er ekkert eðlilegra en að menn séu það, jafnmikin byltingu og það hefði í för með sér. En við erum vongóðir og teljum vissulega ómaksins vert að reyna þetta jafnmikinn sparnað og það hefði í för með sér fyrir þjóðfélagið í heild ef vel tekst. Gætu tekið 5000 mál. Hér fer á eftir nánari frásögn Vigfúsar Friðjónssonár af hug- myndum og fyrirætlunum þeirra félaga: Við hugsum okkur í sem stytztu máli að gera tilraunir með síldarflutninga með geysi- stórum slöngum úr nylon og gúmmf, sem framleiddar eru f London, saltsíldarflutninga milli landa sérstaklega og einnig flutninga á fersksíld af miðun- um til bræðslu í verksmiðjum. Tökum fyrst fersksíldarflutn- inga. Hugsum okkur 500 til 600 Framhald á bls. 5. Eff veB gengur hefði þuð hyltingu ð för með sér í síldarflutningum og sðldarsöltun

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.