Vísir - 22.09.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 22.09.1962, Blaðsíða 3
* ) Laugardagur 22. september 1962 VISIR svo að viS gætum tekið af henni mynd, en sú mórauða var ekki á þvf að sitja fyrir. * Það rigndi öðru hvcrju í ölfus inu í gær (fimmtudag), en það virtist ekki skyggja á gott skap manna og barna, enda er réttar dagurinn sá dagur, sem yfir er einn mesti ijómi til sveita. Rétt ardagurinn er eins konar upp- skeruhátíð, og má það til sanns vegar færa, þar eð í réttum kemur í Ijós arðurinn af striti fjárbóndans, við heimtur af fjalli. Fjóldi forvitins fólks var i ölfusréttum, auk bænda og bú- andliðs, en mikinn svip á réttirn ar sctja bðrnin, sem sitja á réttarveggnum og virða fyrir sér fjársafnið. Við hittum m.a. glaðværa litla hnátu, sem benti okkur á mórauða, hyrnda kind, sem hún sagðist eiga. Sú litla ætiaði að reyna að ná henni, Það er skemmtilegt að vera nærstaddur, þegar reklð er inn í rétt, og horfa á, þegar menn verða að hafa sig alla við, til að fá sauðþráa kindina til að fara rétta leið. Menn stappa og hoppa, hóa, klappa og púa, svo að lokum verður sú sauðþráa að gefa sig og fara þangað, sem henni er ætlað. „Ég gæti hugsað mér, að hér væru a.m.k. átta þúsund fjár", sagði þrekvaxinn bóndi. Hann sýndi okkur stóran og stæltan hrút, stórhyrndan mjög. „Stólpa gripur", sagði bóndi. * Við stikum eftir réttarvegg- num og virðum fyrir okkur ann- ríkið, og ræðum við önnum kafna bændur, ef þeir gefa sér örlítinn tima til að doka við. „Jú, ég er ekki frá því, að það sé meira um mislitt fé í réttum í ár. Það eru svo margir sem leggja áherzlu á grátt. Það er sko hærra verð á gráu gærun- um". Annar bóndi nærstaddur segir okkur að af f immtíu lömb- um, sem hánn var búinn að leggja inn til slátrunar hafi tíu verið mislit. RÉnARDAGUR í ÖLFUSINU „Manni, taktu mynd af þess- um", hrópuðu strákar tveir, sem gættu lambhrúts í vagni. „Þetta er heimalngur. Hann hcitir Gabbi". Gabbi er gæfur og vill fá brauðbita, en hann er smá- vaxinn, eins og títt cr um heim- anlinga. Hann vantar reisn og stolt fjallakindarinnar. Fé er ekið burt á bílum og vögnum, en nokkrir reka f é sltt i heimahaga, sem ekki eiga heiina of lángt f burtu. : sF' Veitingatjaldið virðist hafa mikið aðdráttarafl, sérstaklega fyrir yngri kynslóðina, en þar var hægt að fá gosdrykki og sælgæti, auk okkar ágæta og þjóðlega kaffis. Að lokinni kaffidrykkju er haldið heim á leið. Það er tilvinnandi að fara i réttir, þó hann tigni, jafnvel þó að enga eigi maður kimlina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.