Vísir - 22.09.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 22.09.1962, Blaðsíða 4
'S/ff Laugardagur 22. september 1962 > l^pHgSpHMBRn Nýlega fórst ein af mest not- uðu kennsluflugvélum þessa lands, TF-KAK, sem var af Pip- er Cub gerð, er hún rakst á rafmagnslínu uppi f Mosfells- sveit. Vélin hafði verið í eigu flugskólans Þýts undanfarin 11 ár. Hun er nú talin ónýt. Mað-' urinn, sem keypti þessa vél til landsins, var Jón Pálsson, deild- arstjóri skoðunardeildar hjá Flugfélagi fslands. Við hittum hann að máli til að spyrja hann um vélþessa. — Þetta hefur alla tíð verið mikil happafleyta, sagði Jón. — Eina óhappið, sem kom fyrir hana áður en hún fórst, skeði austur f Fljótshlið. Fyrir nokkr- um árum fórst Grumman flug- vél frá hernum á Eyjaf jallajökli. Fór þá fjöldi flugvéla að leita og var þessi ein þeirra. Flug- maðurinn var að lenda á túni í Fijótshlíðinni til að taka benzín, þegar hún lenti ofan í skurð. Hahn sá ekki skurðinn, enda getur verið nærri ómögulegt að sjá mjóa skurði, ef mikið gras er í þeim. — Þarna brotnuðu undan henni hjólin, en manninn sak- aði ekki. Þakkaði hann það með al annars axlaól, sem var sett í vélina strax og hún kom. Það er einstakt með vél, sem hefur verið I kennsluflugi í sextán ár, að ekki skuli meira hafa komið fyrir. Það er nú búið að fljúga henni tæpa 7000 tíma. Kennslu- vélar verða fyrir alls kyns hnjaski og óhöppum og fara venjulega miklu ifyrr en þetta.. *¦* SJÖ UM KAUPIN. — Hvernig stóð á að þú keyptir þessa vél? — Ég var við nám £ flug- virkjun í Bandaríkjunum árið 1945 og fékk þá hugmynd að stofna hér flugklúbb. Ég skrif- aði Einari bróður mínum og bað hann að athuga hvort ekki væru einhverjir strákar, sem hefðu áhuga á að læra þetta. — Við urðum alls sjö um kaupin. 1 hópnum voru Halldór Magnússon, fulltrúi hjá' Skelj- ungi, Óskar Guðmundsson, sem vinnur á borgarskrifstofunum, Þorleifur Þorleifsson I Ama- tör-verzluninni, Ragnar Kvaran, f lugstjóri hjá Lof tleiðum,' Bjarni Jensson, flugstjóri hjá Flugfé- laginu og svo Einar og ég. —- Þegar það var ráðið að kaupa vélina fór ég frá Buffalo 1 New York, þar sem ég var ¦ , við nám, til Lock Haven í Penn- sylvania, þar sem Piper verk- smiðjurnar eru. Ég bað um að fá að tala við eigandann, Piper, og var það auðsótt. Hann tók mér mjög vel, bauð mér að borða, fór með mig í bílferð um nágrennið og sýndi mér all' ar verksmiðjurnar. — Piper var hressilegur, gam- all karl og hafði mikið orð á sér fyrir dugnað. Verksmiðjurn- ar voru allstðrar, því að þær framleiddu mikið af kennsluvél- um fyrir herinn. Þær voru með sérlega nýtízkulegu fyrirkomu- lagi og fór öll framleiðslan fram á færiböndum. Karlinn var afar hagsýnn með framleiðslu, enda hafa Piper verksmiðjurnar allt- af verið með þeim allra stærstu í smlði smáflugvéla í Banda- ríkjunum. 15 PRÓSENT ~~~~ AFSLÁTTUR. — Hvað köstaði svo vélin? — Hún kostaði tæpa tvö þús- und dollara. Karlinn gaf mér afslátt, þar sem þetta var fyrsta Jón Pálsson hjá vélinni á Vestmannaeyjaflugvelli — Þeir luku allir flughámi. Á meðan við áttum vélina flug- um við henni svo til einir, en árið 1951 seldum við hana til Flugskólans Þyts og nú skipta þeir orðið hundruðum, sem hafa lært að fljúga £ henni. — Fluguð þið ekki viða um land? — Við fórum á henni viða um land. Við bjuggum til lft- inn flugvöll við sumarbústað Halldórs Magnússonar á Þing- völlum og vorum oft með vél- ina þar á sunnudögum. Þá flug- um við um allar sveitir þar fyr- ir austan. — Einu sinni lenti ég á Laug- Halldór Magnússon, Óskar Gíslason ljósmyndari og Jón Pálsson, þegar þeir voru að kvikmynda Reykjavík. vélin frá honum, sem fór til ís- lands. Ég man ekki hvort það voru 10 eða 15 prósent. Hún var sfðan flutt hingað ósaman sett og kom hingað £ marz 1946. — Hver setti hana svo sam- an? — Ég kóm heim um líkt leyti og gerði það. Auðvitað voru strákarnir með mér í þvf. Það var mikill spenningur, þegar henni var flogið fyrst. Ég flaug henni fyrstu ferðina og Anton Axelsson fór með mér. Síðan byrjuðu allir hinir að læra og kenndi Anton þeim. arvatni I litlu moldarflagi. Ég var þar fyrir austan um daginn og fór að skoða staðinn. Ég var satt að segja hissa hvað ég hafði lent á litlum bletti. Það var einmitt það bezta við vélina, að það mátti lenda henni nærri hvar sem var. — Margir muna sjálfsagt eft- ir Reykjavfkurkvikmynd Óskars Gfslasonar. Þar er meðal annars Reykjavfk sýnd úr lofti. Ég flaug með hann þegar hann var að taka þetta og tók þá hliðina úr vélinni. Þetta var lfka fyrsta vélin, sem lenti á flugvellinum f Vestmann'aeyjum. Hann var þá f byggingu og ekki nema litill hiuti sem var sæmilega sléttur. Við lentum þar f þrjú skipti áð- ur en nokkur annar gerði það. Mfl MARGAR GLEÐISTUNDIR. — Hvernig leizt fólki á þetta uppátæki^að kaupa flugvél? — Þetta þótti feiknalegur lúx us, þegar strákapjakkar voru komnir með einkaflugvél. Sann- leikurinn vár sá, að þetta var alls ekki dýrt. Við borguðum 30 krónur á flugtfmann, sem við settum f sjóð fyrir benzin', varahlutum og öðrum kostnaði. — Þar sem þið voruð allir ungir, kom þá ekki fyrir að þið yrðuð fífldjarfir í flugi? — Það var enginn okkar þann ig innstilltur. Okkur þótti vænt um vélina og fórum mjög vel með hana. Við hirtum hana einn ig vel, til dæmis bónuðum við hana oft. — Lentuð þið aldrei í neinu hættulegu? — Aldrei £ neinu, sem var al- varlegt. Það þurfti þ<5 að vara sig svolítið á mótornum, þvf að hann var þannig byggður að gæta varð vel blöndungshit- ans. Ef það var ekki gert, gat 'hann hætt skyndilega. Það var sérlega þörf á að gæta þessa á sumrin. Okkur var vélin aldr- ei til neins annars en gagns og gamans. Hún veitti okkur marg- ar gleðistundir á þessum árum. SKEMMTILEG OG ÖRUGG ÍÞRÓTT. Er flugið hættuleg'fþrótt? — Það álít ég alls ekki vera. Ég álft hins vegar að það sé bæði skemmtileg og örugg f- þrótt, ef menn láta skynsemina ráða. Það hættulegasta, og raun ar það eina hættulega, er að vera niður undir jörð. Allt lágt flug er hættulegt. — Eg hef einu sinni orðið fyrir barðinu á glannafengnum flugmanni. Þetta var fyrir utan bæinn og ég hafði stoppað, til að horfa á hvað maðurinn flaug ffflalega. Þá kom hann fljúg- andi í áttina að bflnum og ég var viss um að hann myndi lenda á honum. Ég kærði mann- inn og voru 811 sðnnunargögn fyrir hendi, en samt var þetta látið niður falla. Það get ég aldrei skilið, þar sem aðrir flug- menn hafa misst réttindi fyrir þetta. — Það kom einnig fyrir einn af flugmönnum okkar, að hann rak vænginn á Piper Cub í hlöðu austur í Ölfusi. Vængur- inn bognaði aftur, þannig að hann var eins og á þrýstilofts- flugvél og þannig komst hann á henni í bæinn.. Það er held- ur ekki langt síðan að einn rak vænginn f loftnet á bíl uppi á Sandskeiði og tók það af. Þeg- ar svo er komið má ekki miklu muna að illa fari. — Fyrir tiu árum sfðan kom það fyrir að tveir Amerfkanar leigðu flugvél hjá Þyt. Þeir flugu upp i Bolaöldur og lentu þar. Fór annar þeirra úr til að taka myndir af hinum. Það end- aði með þvf að hann flaug á símastaur og fórst. — Það getur orðið^ dýrt spauj að tefla á tæpasta vað, eins o| sjá má af þessu. — Voru margir búnir að læra flug á undan þér? — Ég hef flugskirteini núm- er 28. Ég heyrði það einu sinni f útvarpinu, að það er fyrsta einkaflugmannssk£rteini, sem gefið var út á Islandi. — Flýgur þú enn? — Ég er alveg hættur því núna. Ég umgengst flugvélar allan daginn í vinnunni. Það hef ur verið svo mikið 'að gera hjá okkur að undanförnu, að ég vil helzt ekki hugsa um flugvélar utan vinnutímans. • ér skemmtileg • og örugg íþróit

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.