Vísir - 22.09.1962, Side 5

Vísir - 22.09.1962, Side 5
Laugardagur 22. september 1962 VÍSIR SAS ætti fremur að læra af Loftieiðum en veitast að þeim Vinsamleg forastugrein i dönsku bluði Að uudanförnu hafa dönsk blöð verið að birta fréttir um að skand- inaviska flugfélagið SAS hyggi á einhverjar aðgerðir til að stöðva samkeppnina frá Loftleiðum. En ekki eru allir í Danmörku hrifnir af því að þessi volduga flugsam- steypa, sem hefur að vissu Ieyti einokunaraðstöðu beiti afli til að útiloka litla keppinauta. Þetta kem ur t. d. greinilega fram í forustu- grein, sem blaðið Jyllandsposten SæsSisnga — Framhald af bls. 1. lesta veiðiskip, sem fyllir sig af síld og hefir að auki nylon- eða gúmmislöngu í togi til lands fyllta með síld, e. t. v. allt að 50000 málum. Það þarf ekki að fjölyrða um það hvílíkan sparn- að flutningaskipa og björgun verðmæta slíkt hefði 1 för með sér þegar mikil veiði er. Síldin er eðlisléttari en salttur sjórinn og þarf engin flotholt til þess að halda slöngunum á floti þótt þær séu fullar af síld. Síldartpnnur óþarfar? Þá komum við að saltsíldinni og í sambandi við hana höfum við ennþá byltingakenndari hugmyndir. Við ætlum ekki að eins að gera tilraunir með að flytja saltsfld milli landa með sama lagi og fersksíld af mið- unum og þeim sparnaði á fragt, sem slíkt hefði í för með sér, heldur beinlínis að hafa þessar slöngui söltunarstöð og salta beint í þær og yrðu síldartunn- ur í núverandi mynd óþarfar, ef sú tilraun tækist að svo miklu leyti sem farið væri út á þessa braut. Við hugsum okkur þá að síldin væri hausskorin og slógdregin eins og venjulega og síðan færi hún í „hítina", það er að segja stóru slönguna og væri pækluð þar nákvæmlega eftir sömu forskrift og hún er pækluð f tunnu. Slangan lægi auðvitað við bryggju og geymslupláss sparaðist í landi. Þarna yrði síldin síðan geymd unz hún yrði flutt út. I útland- inu yrði slöngunum síðan lagt við bryggju, eða festar, og þar myndi einnig sparast mikið f é, vegna minni geymslu- og, lager- kostnaðar. Viðurkenndar af Lloyds. Vigfúa sagði að unnið væri að því að finna sem hagkvæm- asta lausn á ýmsum tæknileg- um atriðum, sem kæmu til greina þegar farið væri að hugsa til síldarflutninga með þessum nýju flutningaslöngum, sem Lloyd tryggingastofnunin í London hefir þegar viðurkennt sem flutningatæki. M. a. er unnið að því að gera opið á slöngunun: sem aðgengilegast til að renna síld í það og finna hagkvæmustu aðferðir til tæm- ingar. Þá þarf og að tryggja með einhverjum hætti að síldin slái sig ekki þegar hún er flutt í sjó langa ieið milli landa. Þeir Vigfús og Gísli hugsa sér að festa kaup á belgjum þeim eða slbngum, sem um er ræða, og leigja sfðan út ýmsum aðilum til síldarflutninga ef til- raunir þeim ganga að óskum Væri óskandi að vel tækist því að hér er sýnilega á ferðinni mikið hagsmunamál fyrir alla. birtir, en það er eitt áhrifamesta blað f Danmörku utan höfuðborg- arinnar. í forustugrein þessari er fyrst vikið að hinum sífelldu breytingum og óróa, sem hefur verið í SAS. Þar eru stöðug mannaskipti, fram- kvæmdastjórar koma og fara og ríkisstjórnir hinna þriggja landa, sem að félaginu standa þurfa við og við að lyfta lokinu af peninga- kassa sínum. Þrátt fyrir allar breyt ingar og endurskipulagninu á félag ið erfitt með að „láta endana mæt- ast“. Þá minnir blaðið á þær fréttir, sem hafa verið að birtast að undan förnu og koma frá höfuðstöðvum SAS í Stokkhólmi um að SAS vilji nú fara að stöðva Loftleiðir. En til efnið er sagt það að Loftleiðir hafi náð í farþegaflutning frá Norður- landamarkaðnum fyrir margar milljónir króna. En SAS telur, að nú verði að stöðva þetta og helzt leysa .málið á einhverjum sameigin iegum vettvangi. Þetta telur Jyllandsposten ekki1 hljóða skemmtilega. Hið hálfopin- bera fyrirtæki, sem hefur einokun- arréttindi ætli að Iáta til skarar skríða gegn minna einkafyrirtæki, sem leyfi sér að taka farþega frá hinum norraena stórabróður. Að Iokum segir Jyllandsposten: „Nútíma flugsamgöngur eru orðnar spil á æðri stöðum um lendingar- leyfi o. fl. en norrænu löndin ættu að fara gætilega og hugsa sig tvisv ar um, áður en þau leggja SAS lið í að ýta íslendingunum út úr samgöngum, en með þjónustu sinni hafa Loftleiðir eignazt marga stuðningsmenn bæði í Danmörku, Noregi og Svíþjój. Það væri kannske nær fyrir SAS að reyna að læra eitthvað af hinu norræna bróðurfélagi, sem flýgur e. t. v. svolítið hægar en í staðinn ekki svo lítið ódýrara og eftir því sem bezt er vitað gerir sömu miklu öryggiskröfurnar. Sfrandaði — Fiamhaid af 16. síðu: Ingjaldsson á flot, en þá tók ekki betra við, því að straumur var þá svo mikill, að skipið sveiflað- ist yfir álinn, sem það var dreg- ið út á, og strandaði hinum megin við hann, þar sem Ólafur Tryggva son gat ekki rótað því. Þar sat það svo, þegar lóðsinn kom á vettvang í fyrradag og gerði hann fyrstu tilraun •& flóðinu í fyrrakvöld, en hún bar ekki árang- ur. Aftur var reynt á hádegi í gær og tókst þá betur, því að lóðs- inum tókst að ná skipinu á flot með nokkrum rykkjum. Pétur Ingjaldsson verður nú dreginn til Esju, en óvíst er, hvað verður um farminn, sem þolir vit- anlega ekki að liggja í skipinu. Froskmaður hefir skoðað skipið og er hællinn brotinn eða beyglaður, svo og eitt skrúfublaðið. Veðurafiiuganir — Framhald af bls. 1. hugunarstöð í hálendinu, þó að slík stöð væri mjög þýðingar- mikil fyrir veðurspár. Kvað hún helztu möguleika á föstum veðurathugunum þar bundna við það, að raforku- málastjórn hefði þar menn í sambandi við virkjanir. Hefur raforkumálastjórn áður haft samvinnu við veðurstofuna um þessi mál. iveifi Framhald af bls. 1. þessara bænda og er íslenzka kornið vel samkeppnisfært við það erlenda hyað verð snertir, þar sem aðstæður eru góðar. Þar sem aðstæður eru góðar, kostar um þrjár krónur að fram- leiða kílóið af korni,, þegar reiknað hefur verið með afskriftum á vél- um, vinnu bóndans og öðrum kostnaði. Erlenda kornið kostar hins vegar nálægt fimm krónum kílóið. Hjálpið fötluðum ti! oð hjálpa sét sjálfum Á morgun er fjáröflunardagur Sjálfsbjargar, landssambands fatl- aðra og þá er það einlæg ósk okk- ar, að sem flestir leggi eitthvað af mörkum, okkur til styrktar. Við vildum að fólk gerði sér ljóst. að með bví að hjálpa fötluðum til sjálfsbiargar. gera beim kleift að bjarga sér á feigin spýtur, fær þjóð félagið nýja starfskrafta sem skapa svo aftur meiri verðmæti fyrir þjóðina". Þannig fórust Theodóri Jónssym formanni sambandsins orð, þegar Landssamband fatlaðra k-vaddi ,fréttamenn á sinn fund. Forystu- menn fatlaðra skýrðu fréttamönn um frá starfsemi Siálfsbiargar fyrirætlunum og kiaramálum Af beim upplýsingum er Ijóst að starfsemin er nú begar orðin rll- mikil um land allt, og í samband- inu eru nú 10 deildir. Teknar hafa verið í notkun áð tilhlutun sam- bandsins vinnustofur, bæði á Isa- firði og Siglufirði og á næsta ári taka til starfa vinnustofur í Reykja j vík, Akureyri og Sauðárkróki. Þá hefur Sjálfsbjörg forgöngu , að flytja inn vmis hjálpartæki fyrir fatlaða. Voru fréttamönnum sýnd nokkur þeirra og voru tækin bæði hentug og einföld á allan hátt Tímarit er gefið út. Sjálfsbjörg" i og landssambandið befur opna skrifstofu alla daga. Hins vegar eru mikil og stór verkefni, sem fyrir liggja og bíða úrlausnar. Stærst þeirra er bygg- ing öryrkjaheimilis, en ekkert slíkt heimili er til eins og er. Þurfa fatl- aðir að dvelia á ellibeimilum of* | við ,ii-:afnar «a«tæ/5ur innan um ; fólk á aldrinum 70— 100 ára Slíkt fer að s'álfsöpðu ekki saman. Er nú þess að, vænta að fólk bregðist vel og drengilega við.'þeg- ar merki Sjálfsbjargar verða seld á götunum á morgun. I Hinn frægi La Salle kvartett leikur hér La Salle kvartettinn. I honum eru talið frá vinstn á myndmm Walter Levin, Henry Meyer, Jack Kirstein og Peter Kammitzer. Eftir helgina er væntanlegur hingað til lands á vegum Tónlistar- félagsins og Kammermúsikklúbbs- ins einn af þekktustu strengjakvart ettum Bandaríkjanna, La Salle- krartettinn. Heldur hann alls þrjá tónleika hér, tvo fyrir styrktar- meðlimi Tónlistarfélagsins, á þriðjudags. og miðvikudagskvöld. Verða þeir tónleikar haldnir í Aust urbæjarbíói og hefjast kl. 7 e.h. Þriðju tónleikana heldur kvartett- inn fyrir meðlimi Kammermúsik- klúbbsins í samkomusal Melaskól- ans á fimmtudagskvöld og hefjast þeir kl. 9 síðdegis. Það má tvímælalaust telja heim- sókn þessa fræga strengjakvartetts til viðburðar í tónlistarlífinu hér, því hann er í flokki með fremstu strengjakvartettum Bandaríkjanna og hefur fyrir Iöngu öðlazt mikið álit á sviði kammertónlistar. Þegar La Salle kvartettinn kem- ur hingað til lands er hann að ljúka einni af mörgum tónlistar- ferðum sínum til Evrópu. iCönnunin — Framh at 16. síðu. draga átti úr. Af 12059 voru þar samtals 9250 kort og má þó búast við að enn berist allmörg kort til viðbótar. Árangur þessi er mjög góður sagði Einar Páls son og mun betri en venja er erlendis“. Er þetta vissulega gleðilegur vottur um afstöðu almennings til þeirra verka nins opinbera, sem til bóta horfa. Auk þessarar umferðarkönn- unar fóru fram aðrar tvenns konar talningar. Talið var í strætisvögnum borgarinnar í tvo daga á 24 leiðum og er enn með öllu ó- unnið úr þeirri talningu. Þá var og talin umferðin á fjölmörgum gatnamótum í Reykjavík og ,,er það von okkar,“ sagði Ein- ar Pálsson, „að af því fáist mikill og góður árangur." . Umferðarnefnd hefur þegar hafizt handa að vínna úr taln- ingum þessum, reyndar strax og kort fóru að berast. Fer sú vinna fram í Hagaskóla. Þar eru rúmlega 10 manns í þeirri vinnu og upp um alla veggi getur ið líta Reykjavíkurkort með íiiðurstrikuðum tölumerktum væðum. Er hér greinilega um mikla vinnu og vandasama að ræða A tónleikum Tónlistarfélagsins leikúr La-Salle kvartettinn kvart- etta eftir Mozart, Gunther Schull- er (bandarískt nútímatónskáld) og Brahms. Á efnisskrá tónleikanna hjá Kammermúsikklúbbnum verða verk eftir Haydn, van Webern, Stravinsky og Ravel. Umferðarslys - Framh. at 16. síðu: banaslys, en sum önnur slysin einnig alvarlegs eðlis. Þá gat Borgþór þess einnig að stórkostleg aukning hafi orðið í árekstrum bifreiða I Reykjavík og nágrenni frá því í fyrra. Það sem af er þessu ári til 20. sept. var á- rekstrafjöldinn orðinn 1685 í stað 1376 árekstra á sama tíma í fyrra. Þetta eru þó aðeins þeir árekstrar sem bókaðir eru hjá lögreglunni, en mikill fjöldi árekstra kemur þar aldrei til bókunar heldur fer beint til tryggingarfélaganna. Vísir átti einnig í gær tal við einn fulltrúa tryggingarfélags, en það var Runólfur Þorbergsson hjá Sjóvátryggingarfélagi Islands. Hann sagði að hjá þvl eina félagi hafi bótagreiðslur og skuldbinding- ar vegna bótagreiðsla á bifreiðum numið rúmlega 12 millj. þr. árið sem leið ,og væri það um 1 millj. k hærri fjárhæð en félagið hafi orðið að greiða eða skuldbundið sig til að greiða árið áður. Um yfirstandandi ár kvaðst Run- ólafur ekki hafa neinar heildartölur enn sem komið væri, en ljóst væri þó að þenslan 1 þessum efnum væri mikil frá því sem ^erið hefði, enda sýndi árekstra-aukningin það hvað bezt. Eins og að iíkum lætur er tjón mjög misjafnt í hverju einstöku árekstratilfelli. Stundum skiptir það jafnvel ekki nema nokkur handruð krónum, en í öðrum til- fellum þúsundum og jafnvel tug- þúsundum króna. Runólfur kvað þess .nokkur dæmi að bifreiðatjón hafi orðið að bæta yfir 100 þús. kr í einstökum tilfellum og með per- sónutryggingum hafi bótatjónið jafnvel komizt yfir y2 millj. kr. Á þessu ári kvaðst Runólfur þó ekki vita til að Sjóvátryggingarfélagið hafi greitt hærri upphæð en 80 þús. kr. í bótatjón á eina bifreið. Ilitt er e. t. v. verra að farartækin verða oft og einatt ekki þaij sörhu eftir árekstur, eins og þau voru áður. NÝTT SJÓNVARPSi.^Ki (MOTOROLA) TIL SÖLU. UPPL. í SÍMA 38225 MILLI IÍL. 4—6 í DAG.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.