Vísir - 22.09.1962, Page 6

Vísir - 22.09.1962, Page 6
- Laugardagur 22. september 1962 6 V>SIR HK I BHSL- Ö Séð eftir Hagamelnum, þar sem unnið er að undirbúningi malbikunar. Þær veria malbikinu Það væri hægt að halda að í aðsigi væri meiriháttar skotgrafa- hemaður vestur á Mel- um. Allt svæðið um- hverfis Melaskólann, fyr ir ofan, neðan og fram- an, er sundurgrafið þessa dagana af vega- vinnumönnum og verk- færum þeirra. Menn kippa sér ekki upp við þess konar sjón austur í nýbyggð eða uppi í Hlíðum, þar sem aldrei er heila götu að sjá bróðurpart ársins, þar sem aldrei er hægt að þverfóta fyrir sívinn- andi verkamönnum og eilífðardrullu. En þegar slíkt skeður vestur á Melum, í því vegsamaða hverfi, þá reka jafnvel strang- heiðarlegir íhaldsmenn upp stór augu, skelfdir yfir „nýjustu af- glöpum borgarstjórnarmeirihlut- ans“ og búast til varnar. - Hér eru þó engin afglöp á ferð- inni, lof og dýrð sé Guði fyrir það — hér eru þvert á móti kosn ingaloforðin í fullri framkvæmd, allt samkvæmt áætlun. Skotgrafagröfturinn nær frá Nesvegi upp á Grenimel og jarð raskið er slíkt, að ekki sést með góðu móti milli húsa. Reglu samir strætisvagnar þurfa jafn- vel að leggja lykkju á leið sína til að haida regluseminni uppi. Þetta skapar aftur óþægindi fyr ir farþegana, og þeir verða að hlaupa hornanna á milli tilbúnir að strætisvagnarnir stöðvist á ólíklegustu stöðum. Tíðindalaust er á vígstöðvun- um á Grenimel 1 augnablikinu. Þar hafa verið lagðar gangstétt- ir og gatan búin undir malbikun. í morgun lá Melurinn og beið eftir biksvörtu malbikinu með útbreiddan faðminn og við stóð um hryggir og horfðum á. Það er nefnilega fátt sorglegra f borgarlffinu en sjá gamla og virðulega fótboltavelli verða nú- tímaþægindum — eða gatna- gerðaráætlunum að bráð. Á Furumelnum andspænis barnaskólanum eru skotgrafirn- ar tíu ef ekki fleiri. Þar grafa þeir fyrir niðurföllum í svo stór um stíl að það gæti ruglað hvern meðalgáfaðan mann í því hvað væri niðurfall og hvað væri ekki niðurfall. Þarna voru einir tíu menn við skurðgröftinn og um leið og einn kannaði vígstöðvarnar fræddi hann okk- ur á „þetta væri allt saman graf ið með vélum". Það var ekki ó- sennilegt, þvf enga reku var að sjá á þessum slóðum. Beggja að -veði til að áætlanir borgar- stjórnarmeirihlutans gætu stað- izt! Sunnan við skólann — eða er það kannske vestan, standa him inháir moldarhaugar í augsýn þeirra sem ferðast um nágrenn- ið. Fréttamaður Vísis hefur hins vegar ekki haft tök á að kynna sér hvað um sé að vera þar — aðallega vegna samgönguerfið- leika á Nesveginum. Eftir þessa lýsingu svo og myndunum sem með fylgja er ljóst að það eru meiri en litlar að bráð vegna við hvert niðurfall voru „búkkar" — sjálfsögð varúðar- ráðstöfun og í fullu samræmi við gatnagerðaráætlunina. Norðanmegin við skólann, var verið að malbika Hagamelinn og við enda hans höfðu viðstaddir reist sér búðir, vegavinnuskúra undir áhöld og kaffi — væntan- lega. Það var gleðilegur kraftur í vinnubrögðunum, rétt eins og hver og einn legði heiður sinn framkvæmdir á ferðinni vestur þar. Hlíðarnar hafa þó ekki lát- ið á sér standa frekar en fyrri daginn, hvað verkefni snertir, því í sumar hefur Langahlíðin verið gerð að fórnarlambi mal biksins og gatnagerðaráætlana, og allar líkur eru til þess að því verki Ijúki fyrir haustið. Það er víst áreiðanlega rétt sem Vísir sagði f fyrradag — það er líf í framkvæmdum í Reykjavíkurborg. Vígstöðvamar á Furumelnum, „bukkamir“ og niðurföllin aigieymingi. Krossgótuverðlaunin Fjöldi ráðninga barst og þegar dregið var úr réttum ráðningum Hér birtist ráðning krossgátunnar, sem birtist í Vísi 1. sept. s. I. kom upp nafn Ásdísar Mogensen, Kleppsvegi 52. Er hún beðin um að vitja verðlaunanna 500 króna á ritstjórn Vísis á mánudag. Um 18 þús. gestir komu í Árbæjarsaf n Árbæjarsafni verður lok að á þessú hausti nú um -helgina, að kveldi sunnu- dags. Safnið var opnað 19. júní og hafa gestir, sem greitt hafa aðgangseyri orðið um 12 þús. talsins, en sé reiknað eins og í fyrra með bömum í fylgd með fullorðnum, sem greiða ekki aðgangseyri, verður heildartalan nálægt 18 þús., eða aukning um 70% frá í fyrra, en þá varð tala gesta um 15 þús. HIÐ SÖGUFRÆGA DILLONSHÚS. Á sumrinu hófst kaffisala f Dill onshúsi hvern dag sem opið var, og varð hún þegar í stað vinsæl. í Dillonshúsi hefur verið komið fyrir safnmunum, sem þar eiga heima, í stofunum niðri og gamla „píuballsalnum", en á loftinu eru gamlar kistur klæddar glitofnum ábreiðum 'undir skarsúð. Þar er og minningarherbergi Jónasar Hall grímssonar, sem bjó í húsinu vet- urinn 1'841—42 sem leigjandi mad dömu Siri Ottesens. Þar sem ekki hefur náðst í húsgögn og aðeins fáa muni frá skáldinu sjálfu verð- ur leitazt við að búa herbergið húsbúnaði og minningargripum frá öðrum skáldum. Þar er þegar kominn sófi Matthíasar Jochums- sonar frá Odda, rúm Gríms Thom- sens frá Bessastöðum, náttlampi Jóns Trausta og skrifborð frá Birni ritstjóra Jónssyni, sem var I eigu Tómasar skálds Guðmunds- sonar meðan hann rak Iögfræði- skrifstofu í bænum. Hefur Tómas í samráði við Helgafell tekið að sér að safna prentuðum bókum Jónasar og myndum af skáldinu og hefur þegar nokkru af því ver- ið komið fyrir í minningarherberg- inu. TÚNRÆKT OG BISLAG. Af framkvæmdum í sumar er helzt að geta túnræktar og garð- hleðslna, en lokið er við íbúðar- hús safnvarðar á staðnum. Því starfi gegnir Skúli Helgason. í sambandi við veitingarnar í Dillonshúsi hefur verið gerð út- bygging við húsið, svokallað „bis- Iag“, sem þar var áður, en rifið vegna lagningar Túngötu á sínum tfma. Þangað verður eldhúsið fært og rýmkast þá um veitingarnar inni í húsinu ,en í vor var lokið við snyrtiherbergi í, skúr norðan við húsið. VÆRINGJASKÁLI. Að undanförnu hefur verið unn- ið að endurhleðslu torfveggja ut- an um Væringjaskálann, sem verð- ur færður sem næst skálahugmynd síra Friðriks Friðrikssonar með máleldi, öndvegi, tjölduðum þilj- um og myndskreytingu ofan seta, með litmyndum úr íslendingasög- um, auk þess sem þar verður minjasafn skáta í Reykjavík. Þó að Árbæjarsafni verði lokað nú eftir helgina, mun verða hægt að sýna það þátttakendum á hóp- ferðum, ef tilkynnt er fyrirfram um komuna. Eldfi hluti -sjálfra bæjarhúsanna verður þó ekki til sýnis, þar sem tyrfa þarf húsin að nýju hið bráðasta. Fyrst um sinn ber að tilkynna hópferðir i síma 18000. Lárus Sigurbjömsson.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.