Vísir - 22.09.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 22.09.1962, Blaðsíða 7
Laugardagur 22. september 1962 VISIR ÞJÓÐLEIKHUSIÐ: Hún frænka mín eftir J. Lawrence og R. E. Lee - Leikstjóri: GUNNAR EYJÓLFSSON Tl/I'eð frumsýningu Þjóðleik- hússins á leikritinu „Hún frænka mín" er nýtt leikár geng ið í garð. Fyrstu sýningar haustsins er jafnan beðið með mikilli eftirvæntingu, ekki sízt hér 1 Reykjavík, þar sem leik- húsin gegna mjög veigamiklu hlutverki í menningarlífi borg- arinnar. Þess gætti einnig á frumsýningu í gærkvöldi að menn biðu þess fullir eftirvænt- ingar að tjaldið væri dregið frá. En þrátt fyrir hlátur áhorfenda og kátínu er ég ekki viss um að allir hafi verið jafnánægðir með fyrsta þátt hins nýja leik- árs Þessi tvískinnungur í mót- tökum er þó ekki byggður á þætti leikaranna heldur leikrit- inu' sjálfu. flún frænka mín er kallað gamanleikrit í tveim þátt- um en f rauninni er hvort tveggja næsta hæpin flokkun. Það er nefnflega mjög vafasamt að kalla þetta leikrit. Þetta er skáldsaga sett á svið, lauslegar svipmyndir úr ævisögu, en skort Ir með ðllu þá hnitmiðun forms og atburða sém er einkenni allra dramatfskra verka. Og hvernig er hægt að segja að 26 sýning- aratriði séu tveir þættir? Milli þessara þátta eru engin náttúru- leg skil, hléið hefði allt eins getað verið á einhverjum öðrum stað. Og hér er strax kominn megingalli verksins. Það er í rauninni ekkert leikrit. Höfund- unum sem ætluðu að snúa skáld sögu Patricks Dennis, Auntie Mame, I Ieikritsform hefur mis- tekizt með öllu. Verk þeirra er hvorki fugl né fiskur. Það er í mesta lagi hægt að kalla það útúrsnúning úr skáldsöguformi. T eikurinn fjallar um konu að nafni Mame Dennis sem fær það hlutverk í hendur að ala upp son látins bróðUr síns og fær þá einkunnagjöf að „hún sé góð kona þó hún sé skrítin". Leikurinn byggist að öllu leyti á þessari persónu einni og ævi hennar þó aðrar persónu séu milli 30 og 40 talsins og kemur þar enn fram skortur á hnitmið- un höfundanna. Heil ævisaga er alltof stórt viðfangsefni til þess að hægt sé að gera þvi skil á leiksviði þó hún gefi tilefni til margra spaugilegra atvika. Eru spaugileg atvik nóg til að rétt- læta heilt leikrit? Hjá áhorfand- anum hlýtur að vakna sú spurn- ing til hvers leikritið sé skrifað. Er það skrifað til þess eins að reyna aa vera fyndinn eða birtir það okkur einhverja reynslu mannlegs lífs? Hefur það ein- hvern boðskap? Ef leitað er vandlega kemur 1 Ijós að leik- ritið segir okkur að við eigum að lifa bispurslausu lífi og virð- ist vera tilraun til að rökstyðja þá kenningu. Þessi rökstuðning- ur fer hins vegar út um holt og hæðir vegna þess hve hann er gloppóttur og sundurlaus. Og þá er fyndnin ein eftir. Og það er rétt, Ieikurinn er víða bráð- fyndinn. En það er ekki nægi- legur tilgangur að koma fólki til að hlæja ef ekkert annað býr að baki hlátrinum en tóma- hljóð. Og í framhaldi af því hlýt ur því miður einnig að vakna sú spurning hvort það sé í verka hring Þjóðleikhússins að bera slíkan hlátur á borð fyrir fólk þó hláturinn lengi lífið. Ðjarni Guðmundsson þýddi leikritið á íslenzku og hefur leyst það verk af hendi með mikilli prýði. Mál hans er ein- falt og eðlilegt án þess að verða nokkurn tfma hversdagslegt, það er kryddað glettnislegum skringilegheitum og kátlegum tilbrigðum og þýðingarblær sést hvergi. Það er samofið starf þriggja aðila sem heldur sýning- unni uppi. Það er verk þýðand- ans, leikstjórans og aðalleikand ahs. Ef þessir þrfr aðilar hefðu ekki leyst verkefni sín með jafn miklum ágætum og raun ber vitni hefði orðið lágt ris á þess- ari sýningu. f unnar Eyjólfsson leikstjón hefur fengið mikið og erfitt verkefni til Urlausnar. Eins og áður er getið hér að framan eru f leikritinu 26 sýningaratriði og leikarar milli 30 og 40. Það gef- ur því auga leið að stjórn slíks verks er mjög vandasamt verk. Gunnari hefur tekizt að leysa þetta verkefni mjög vel. Svona margar skiptingar eru að vísu þreytandi fyrir áhorfandann og lengja syninguna töluvert en það er vitanlega ekki sök leik- Árni Tryggvason, Arndís Björnsdóttir, Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir og Sigríður Hagalin í hlutverkum sínum. mjög á óvart en ég fæ ekki bet- ur séð en leikstjðri hafi alltaf rétt fyrir sér. Leikstjórn Gunn- ars einkennist af glöggskyggni, vandvirkni og alúð. Leiktjöld og búningar hafa sömuleiðis tekizt ágætlega. í höndum Lárusar Ingólfssonar. Tjað er einkenni á vinnubrögð- um allra leikaranna, að þeir hafa unnið verk sitt af mikilli mmmmSgr stjórans heldtir verður að skrifa það á kostnað höfundr anna. Leikstjóranum tekst á- gætlega að setja heildarsvip á sýninguna og bætir það veru- lega úr hnitmiðunarleysi höf- undanna. Það vekur og athygli hversu vel er valið í hlutverk en það eitt hlýtur að hafa verið geysilegur vandi þegar svo margar persónur eru í leikrit- inu. Stundum kemur valið all- 1 upphafi leiksins í boði Mame frænku. Mame (Guðbjörg Þorbjarnardóttir) kemur niður til að heilsa gestum sínum. Sitjandi á bekknum lengst til vinstri eru Stcfán Thors og Arndís Björnsdóttir. alúð enda er árangurinn eftir því. Kemur hér enn einu sinni fram hve góður leikur getur unnið úr lélegum efnivið. Aðalhlutverkið, Mame frænku, leikur Guðbjörg Þorbjarnardótt- ir og vinnur enn sigur á listaferli sínum. Allt þetta langa Ieikrit, öll þessi sýningaratriði, allt stendur og fellur með leik einn- ar persónu. Og sú persóna bregst ekki heldur að þéssu sinni. Þetta er hlutverk sem krefst mikillar fjölbreytni, mik- ils þreks og mikillar kunnáttu og allt þetta sýnir Guðbjörg í rík- um rhæli. Það er undravert hvað hún er fjölhæf leikkona. En það er ekki Guðbjörg eins sem heldur uppi heiðri leikara- stéttarinnar í þessu leikriti. Þar koma miklu fleiri við sögu og raunar svo margir að enginn kostur er að geta allra í svo stuttri grein. Það er þó skylt að að nefna nokkra þeirra þó vert • hefði verið að gera þeim betri skil. Stefán Thors fer með mikið og erfitt hlutverk fyrir svo ung- an mann. Þess gætir að vísu að hann er ungur að árum og skort ir reynslu á sviði, en hitt vekur bó meiri athygli hversu mikil íök hann hefur samt á verkefni sínu og þær miklu og góðu við- iökur sem hann hlaut í ieikslok itti hann vissulega skildar. Þó ekki sé skyggt á neinn verður þó að telja að Sigriður íagalín hafi náð lengst allra. '.eikhúsgestir áttu tæplega von ! því að sjá Sigríði í slíku gervi >g ég er ekki frá því að margir hefðu efast um getu hennar til að leika þetta hlutverk ef þeir hefðu þekkt það fyrirfram. Hér sýnir Sigríður Hagalín nýja hlið á list sinni og þetta hlutverk verður til þess að auka mjög hróður hennar sem leikkonu. Herdís Þorvaldsdóttir leikur fræga og drykkfellda leikkonu, beztu vinkonu Mame frænku. Leikur hennar er sterkur og eðli legur, samleikur hennar og Guð bjargar er mjög góður. Þá er að minnast þéirra Arndísar Björns- dóttur og Árna Tryggvasonar sem bæði fara með stór hlut- verk þjónustufólk frænkunnar. Bæði léku þau af tilfinningu og næmi íyrir kímninni I hlutverk- um sínum. Gísli Alfreðsson leik- ur bróðurson frænkunnar fullorð inn, hann ér þegar orðinn kunn- ur hér heima fyrir leikhæfileika sína þó hann hafi ekki starfað hér lengi. Hann er mjög öruggur sviðsmaður og virðist leggja töluverða vinnu í hlutverk sitt því leikur hans er látlaus og lif andi og það tekst sjaldan fyrir hafnarlaust. Tpull ástæða væri til að nefna miklu fleiri leikara og hlut verk þeirra en ég verð, að Iáta nægjaiað nefna einungis fimm til viðbótar. Lárus Pálsson leik- ur tryggan vin frænkunnar af raunsæi og hógværð, hér er kom inn hinn fullkomni sviðsmaður sem lætur leik sinn verða fyrir- hafnarlausan og fullkomlega eðlilegan. Indriði Waage sýnir góðan leik, einkum í síðari hluta verksins. Ævar Kvaran sýnir víða ágætan leik en hins vegar er frá höfundarins hendi nokk- urt ósamræmi i hegðun persón- unnar, þannig ið stundum kem- ur hún fyrir sem heimsmaður en litlu síðar sem heimóttarlegur kjáni. Bryndís Pétursdóttir sýn- ir vel skaphita suðurrfkjastúlk- unnar sem bíður ósigur og Bessi Bjarnason lífgar mjög upp á fyrri hluta leiksins með litlu hlut verki en mjög svo snotrum leik. Leikhúsgestir skemmtu sér vel en þó mátti greina svolitla þreytu er á leið vegna hinna si- felldu sviðsskiptinga, sem draga leikinn mjög á langinn og veikja áhrif hans. Og ekki er hægt að segja annað ^en síðasta atriði leiksins hafi verið algerlega of- aukið. Niðurstaðan verður því þessi: lélegt Ieikrit, góð þýðing, góð leikstjórn, góður leikur. Njörður P. Njarðvík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.