Vísir - 22.09.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 22.09.1962, Blaðsíða 8
8 ViSIR Laugardagur 22. september 1962 Utgetandi: 6laöaut|jatarj \/lSlK Ritstjórar Hersteinn Paicson Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjón: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Porsteinn 0 Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er <t5 krói.ur á-mánuði I lausasölu 3 kr. eint — Simi U660 (5 linur). Prentsmiðja VIsís. — Edda h.f. SmásíldveiBin er háskaleg Tveir þeirra manna, sem eru í hóp mestu afla- klónna í íslenzka vélbátaílotanum, hafa látið hafa það eftir sér í blöðum ,að þeir telji það meira en vafasaman hagnað, að smásíld skuli veidd hér við land í stórum stíl, stundum inni á f jörðum. Þeir eru sammála um það, að hér sé um alvörumál að ræða, og annar þeirra segir, að menn geri þetta aðeins af því, að þeir viti, að geri þeir það ekki sjálfir, muni aðrir gera það. Eggert Gíslason skipstjóri á Víði II hefir tekið svo djúpt í árinni, að hér sé um glæpastarfsemi að ræða, og er rétt að benda á þessi orð hans og undirstrika þau mjög ákveðið. Vísir tekur sérstaklega undir þetta, af því hann hefir hvað eftir annað bent á það á undan- förnum árum, að hér eru á ferðinni veiðar, sem eru stórhættulegar og eyðileggja aflamöguleika á komandi árum. Vísir vill skora á stjórnarvöld landsins að taka þetta mál til alvarlegrar yfirvegunar og gera nauðsyn- legar ráðstafanir til þess að rányrkju af þessu tagi. verði hætt, og viðurlög verði þung, ef út af er brugðið. Það tjón, sem unnið er með smásíldarveiðum, getur hæglega orðið ómetanlegt, þegar tækin til að finna síldina eru orðin eins fullkomin og raun ber vitni. Þess vegna þolir þetta mál alls enga bið. Nýtt hljób í Tímanum Tíminn birti um það stóra frétt á þriðjudaginn, að fjölda manns vanti í vinnu austur í Þorlákshöfn. Þar er verið að hefja miklar hafnarframkvæmdir, og til þeirra þarf að sjálfsögðu mikinn fjölda manna. Tím- anum fannst rétt að benda á, að þarna væri mikil vinnufólksekla. Þessi frásögn Tímans stingur mjög í stúf við öll skrif blaðsins undanfarin 2—3 ár um stefnu núverandi stjórnar. Blaðið hefir fullyrt, að til landauðnar horfði vegna aðgerðar stjórnarinnar, menn væru hindraðir í að framkvæma eins mikið og þeir vildu og þar fram eftir götunum. Skýringuna birti Tíminn svo óafvitandi á þriðju- daginn. Allar hendur hafa nóg að gera í landinu, svo að menn sjá ekki fram úr verkefnunum. Þess vegna er það hlægileg firra, að hægt sé að framleiða meira. Framleiðslan takmarkast af því, hvað vinnuaflið er lítið, og ekkert annað kemur þar til greina. Það er merg urinn málsins. Þetta munu flestir menn skilja, þótt Tíminn lemji hausnum við steininn dag eftir dag. AðalbækistöSvar reykvísku lögreglunnar í Pósthússtræti aS kvöldi f vikulok: Nætur- vaktin tók við af dagvaktinni kl. 20:00. Nú eru verSir lag- anna, um þrjátiu og fimm tals- ins, komnir hver á sinn póst til aS gæta hagsmuna almennings og vernda þegnana og sjá um, aS landslögum sé hlýtt og röS og regla sé á öllu, í skjóli næt- ur, sem f hönd fer. TTM ellefu-leytið er litið inn á stöðina, gengið inn í portið Ur Hafnarstræti, þessu gamla athafnasvæði lögreglunnar, kenndu við róna og „svaðið". Andrúmsloftið frá bUlunum, sem voru þar á stríðs- og fyrstu eftirstríðsárunum, er sennilega ekki lengur í Hafnarstræti nema að litlu leyti, þar sem iðu- lega kom fyrir, að „strætið log- aði allt í slagsmálum" eins og haft var eftir óeirðarsegg í gamalli Iögregluskýrslu. Tveir patrólbílar af nokkrum eru „inni", bíða þarna í göt- unni við portdyrnar, reiðubúnir í næsta útkall, sem getur kom- ið á hverri mínútu. — Skyldu þeir vera í kaffi- hléi? Lfklega mun ekki af veita fyrir argaþvarg og snúninga, sem eru fram undan. Forherbergið, þar sem sak- borningum og „gestum" og ráp- urum er oft boðið að tylla sér, áður en yfirheyrsla eða af- greiðsla fer fram, er sterklega upplýst eins og kennslustofa eða rannsóknarstofa: Það orkar þegar sálfræðilega alla vegana á náungann. Borðið fyrir fram- an. „stöðvarmanninn" og að- stoðarmann hans er hátt og bogadregið, og innan við grind- ur nr. 55, snöggklæddur. — Nóg að gera 1 kvöld? — Það hefur allt verið vit- laust, þar til núna, en nú er soldið hlé, sem stendur. Varðstjóri er í herbergi sínu — með stjörnu sitt á hvorum axlarborða — einarðlegur mað- ur. Þó leynir sér ekki, að hann hefur auga fyrir broslegum hliðum, ef svo ber undir. — Komdu í Jakobs-kaffið — það er frægt, segir hann. Jakob er gamall í hettunni í liðinu, kominn nalægt sjötugu, Lögreglan skrifar skýrslur gegndarlaust. ættaður norðan úr Aðaldal í Þingeyjarsýslu, og sem kunn- ugt er allra manna mestur að burðum, en eins og margir af- taka sterkir menn, ef óáreittir, prúðmenni og seinþreyttir til vandræða. suéii NÆTUIt Ungæðingunum í lögreglulið- inu þykir vænt um hann eins og afa sinn eða föður- og móð- urbróður, en leyfa sér kannski stundum að bregða á leik við hann og gantast við hann eins Upptækt góss í „varðstjóraskápnum" og jafnaldra til að skerpa kær- leikann. Jakob tekur þessu eins og hverjum öðrum hvolpalátum og brosir við......... © CETUSTOFAN er hinum meg- in og gengið inn um snyrti- herbergi lögreglunnar. Við tek- ur salur með bekkjum og borð- um, skápum, hirzlum og raf- magnsklukku, sem telur langar óþreyjufullar vaktir. Inn af er „skýrsluherbergi" með 3 — 4 ritvélum — þar skrifa lög- reglumenn skýrslur sínar yfir það, sem gerist í starfi. Jakob er í hvítum slopp, sem franski kokkurinn I Glaum- bæ Maitre Pierre átti. Þótt Jakob beri höfuð og herðar yfir Fransmanninn, eru þeir svipaðir að gildleika. í kaffi- gerð er hins vegar enginn Jakobi fremri. — Hana .... fáðu þér nú stóra könnu, segir Jakob og rétti manni hnall, sem gæti rotað meðalstórt naut, og nú sést brugðið á loft hrammi, sem heldur um stærstu kaffikönnu í heimi, og út úr henni bunar elixírinn eins og Sjálfandafljót, efíþað væri litað svart. — Þetta er sko ekkert nær- buxnavatn, karl minn, eins og þið drekkið á Mokka, segir skondinn ungur lögreglumaður að norðan, hvatsköytlegur. • — Jakob minn kann að laga kaffið, segir nr. 12 — Lárus Salómonsson í persónu. Það leynir sér ekki af sam- bandinu, sem er milli þessara tveggja rosknu lögreglumanna, að þeir hafa oft snúið bökum saman, þegar harðna tók á dalnum og við ofurefli var að etja í kröppum leik hér áður á löngu liðnum árum. Kaffisamkvæmið fór fram eins og 'á sveitabæ — menn slöppuðu af. — Þeir eru að fara í höfnina núna. Við björguðum einum í gærkvöldi og öðrum björguð- um við nýverið hér eina nótt- ina, segir einn. — Sýndu honum björgunar- tækin, segir annar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.