Vísir - 22.09.1962, Side 10

Vísir - 22.09.1962, Side 10
Laugardagur 22. september 1962 10 VISIR P ^ SELUR q/m^Oa Volvo Stadion ’55 gullfallegur bíll kr. 85 þús útborgað. Vauxhall ’58. Góður bíll kr 100 bús Vauxhall ’49 Mjög góðu standi kr. 35 þús Samkomulag Opel Karavan '55, '56. 57, 59 A.llir i qóðu standi. Opel Capitan '56 einkabíll kr 100 þús. Samkomulag. Volkswagen ’60 kr 95 þús.. All- ar árgerðir Morris ’59 Fallegur bíll. Ford Stadion ’53. Samkomulag Mary '52 Topp standi Sam komulag Moskwitch ’57. Mjög þokkaleg- ur bíll Útborgun 25 þús kr, Morris ’47 Samkomulag. Hillmann ’47. Samkomulag. Vauxhall '47 kr 13 þús Opei Capitan ’55 kr. 70 þús eða skipti á Ford Anglia '55 'Tef kaupendur að rússneskum lendbúnaðarieppum, yfirbyggð um. Skoda Stadion fallegur bíll. Giörið svo vel og komið með bflana Mercides Benz 180 ’57 allur yfirfarinn, selst á góðu verði ef samið er strax. Útborgun Útborgun 75 þús. Samkomu- lag um eftirstöðvar. Opel Caravan ’55, gullfallegur bíll kr. 70 þús. að mestu útbcrgað. Oktavia ’61, keyrð 15 þús. Gott verð, ef samið er strax. BIFREIÐASALAN Borgartúm 1. Slmar 18085 19615. Heima eftir kl 18 20048 Laugavegi 146, slmi 1-10.25 1 dag og næstu daga bjóðum við yður: Allar gerðir og árgerðir af 4ra, 5 og 6 manna bifreiðum. Auk þess 1 fjölbreyttu úrvali: Station, sendi- og vörubifreiðir. Við vekjum athygli yðar á Volks;agen 1962, með sérstak- lega hagstæðum greiðsluskil- málum. þ Vo!ks;agen allar árgerðir frá 1954 Opel Rekord 1955. 1958, 1960, 1961, 1962. Ford Taunus 1959, 1962. Opel Caravan frá 1954 — 1960. Moskwitch allar árgerðir. Skoda fólks- og station-bifreiðir allar árgerðir. Mercedes-Benz 1955, 1957, 1958 og 1960. Opel Kapitan 1955, 1956,1960. Renault, 1956, 6 manna, fæst fyrir 5—10 ára skuldabréf. Höfum kaupendur að vöru- og sendiferðabifreiðum. Komíð og látið okkur skrá og 'selja fyrir yður bílana. Kynnið yður hvort RÖST hefir ekki rétta bílana fyrir yður RÖST leggur áherzlu á lipra oe örugga þjónustu. Röst s.f. Laugavegi 146, st'mi 1-1025 nætur Framhald af bls. 9. niður við höfn upp r sæluvistina 1 í Srðumúla, og stutt getur leið-; in verið frá Röðli niður á Grand Hotel. 18 gestir voru til hvt'ldar lagzt ir, hver 1 sr'nu herbergi, og var staðurinn næstum fullsetinn, og fimm gestir voru þegar I Kjall- aranum í Pósthússtræti, að þvf er vitnaðist þessa nótt. Rétt í þessu er komið með óbreyttan borgara, kófdrukkinn. — Ég skal slást við ykkur, ég er sterkur, segir hann, Maðurinn var búinn að drekka t' sig „hollenzkt hugrekki", sem Bakkus konungur veitir þegnum sínum til að gera sér þá auð- sveipari. Lögreglumennirnir tóku hann ekki alvarlega og byrjuðu að klæða hann úr jakkanum og tína dót hans úr vösunum. — Hvað eruð þið að gera? Vitið þið, hver ég er? — Nú ætlum við að ræna þig, góði, segir ungur lögreglumaðUr með drengilegan svip, virðist hafa efni á öfugmælunum. Þegar þeim drukkna er litið á þann, sem sagði þetta, gerir hann allt með glöðu geði, sem honum er fyrir mælt, og fer til klefa sr'ns í fylgd lögreglu- manna, eins og hann hlakki til svefnfaranna. Hann skilur gam- j anið og jafnframt heiðarleikann hjá lögreglumanni, sern gerir skyldu sfna. Sem sagt, það bráir af honum ofskynjan og ofsókn- aræði, sem oft fylgir ölvun. CNÚIÐ við niður á stöð. Helztu atvik frá því fyrr um kvöldið voru þau, að fimmtán ára unglingur hafði stolið Volvo Amazon með tveim karbúratorum og ekið æðislega um Suðurnes á honum, eins og hann ætti lffið að leysa, og sleg- ið mörg hraðamet, og ekki til hans náðst fyrr en um kvöldið við rauð ljós steinsnar frá lög- reglustöðinni. Dægurlagasöngv- ari hafði verið tekinn um borð í Akraborginni fyrir barsmt'ðar og lfkamsmeiðingar, og sat nú með sprungnar varir á bekk r' forherberginu og leitaðist við að tala amerísku, eitthvert sam- bland af Marló Brandó í kvik- myndinni „Á eyrinni" og nigg- arajass-sproki og sagði oft ókí ... meeen ... ókf. Þjófur grip- inn við innbrot f fatahreinsun. Næsta kall: Hringt úr Tívólí, kært yfir Stationbíl, sem stefndi norður Njarðargötuna, og léki grunur á, að um ölvun við akst- ur væri að ræða. Bt'llinn þekkt- ist af lýsingu. Þar er ungt skóla- fölk „að skemmta sér“ — af svokölluðum góðum heimilum, af fólki í „fínum stöðum". Unga fólkið virðist vita af þessari að- stöðu, þegar lögreglan ræðir við þan í fullri kurteisi. Einn úr hópnum segir formálalaust við annan Iögreglumanninn: — Ég skal láta reka þig úr lögregl- unni. — Viljið þið koma með niður á stöð, krakkar mínir? segir akademiskur lögregluþjónn, ann álaður fyrir mannúð og skilning á vandræðaunglingum. — Við förum ekkert, segir baby-púðraður spjátrungur, sem heldur hann eigi allan heiminn. Enn eru unglingarnir beðnir með góðu, en allt kemur fyrir ekki. — Við ætlum að fá úr því skorið, hvert ykkar ók btlnum, segir annar lögreglumaðurinn. Og enn er þverskallazt og nú gripið til orðtaka úr ákveðnum vikublöðum, sem hafa lögregl- uná á heilanum. Að lokum sjá þeir sig til- 1 neydda þrátt fyrir hótanir góð- borgaranna, að flytja fólkið með valdi á stöðina. Litli menntskælingurinn, sem hafði reynzt einna erfiðastur við ureignar og ókurteisastur, var alvarlega skelfdur, þegar inn í „fatið" kom og skalf nú eins og strá í vindi, og nú var hann hættur að brúka sig. Hitt fólkið var ekki lengur til að bakka hann upp, því það var komið inn í stationbílinn, sem hinn lögreglumaðurinn ók niður á stöðina. Yfirheyrslur og málþóf niðri á stöð. Beibr'-talkúm-andlitið, sem hafði verið að trúlofa sig fyrr um daginn, hafði uppi ljótan munnsöfnuð, meðan félagi hans var inni hjá varðstjóra. Á milli þess sem hann þandi litla brjóst kassann í Gladstone-vestinu og lýsti þvi yfir að hann hefði „öðl- azt lífshamingjuna", þvi að hann hefði „konu á bak við sig“. Heitmær hans reyndi að þagga niður í honum. Vel upp alin stúlka, sem var hvorki fólki né heimili sínu til skammar. Hún fyrirvarð sig hins vegar greinilega fyrir litla unnustann sinn. Bara að litli kúturinn hafi ekki misst „lífshamingjuna" sína fyrir að sýna tilvonandi eig inkonu þessa hlið jafn áþreifan- lega — svona snemma. Litla menntafólkinu var nú i hleypt út af stöðinni, og í haust byrja skólarnir á ný. © MEÐAN beðið var eftir næstu atvikum, sýndi varð- stjóri skáp sinn, þar sem upp- tækt áfengi er geymt og annað, sem lögreglan hefur tekið í sína vörzlu, eins og t. d. skotvopn — þar að auki fór hann með manni niður r' kjallara og sýndi klefann, sem hafður er undir meiri áfengisbirgðir. Þar eru óteljandi tegundir, smygl elleg- ar gert upptækt á dansleikjum, ellegar í leigubílum. Allt er þetta kyrfilega merkt eiganda með heimilisfangi og dagsetn- ingu og staðsetningu. Þegar aftur er komið í her- bergi varðstjóra, komu tveir lögreglumenn með angakút á milli sr'n, rykaðan og ringlaðan af áfengisneyzlu. Hann leit út fyrir að vera þrettán ára, en sagðist vera fimmtán. Þeir höfðu tekið hann á stolnum bíl í Lækjargötu og höfðu fengið pata af honum nokkru áður. Svo kom sagan: — Hann sagðist hafa drukkið þrjá sjússa, þar af tvo stóra, fyrr um nóttina, verið að skemmta sér uppi í Þórscafé, ætti heima í Hafnarfirði og það hefði allt í einu komið yfir sig að stela Iyklunum að bílnum hennar mömmu sinnar, hvað sem tautaði. Það hafði hann líka látið eftir sér. Sagðist aldrei hafa lært að keyra, anganóru- strákurinn, raunar gripið trak- tor í sveitinni og séð, hvernig aðrir hefðu farið að þvt' að aka bíl, kunnað á gírana og vitað, hvar benzínið, kúplingin og bremsan Var og annað ekki, sagði svo, að þetta væri allt saman skrýtið og hann skildi þetta ekki eftir á. — Fannstu ekki til samvizku- bits? spyr blaðamaður. — Samvizkan er ekki góð, það skal ég viðurkenna. — Hvernig verkaði á þig að aka ölvaður? — Það kom ruglingur fyrir augun á mér, og ég vissi ekki, hvar ég var staddur. Yfirheyrslan fór fram eftir settum reglum og í ákveðnu formi, eins og gerist í þess hátt- ar tilfellum. Varðstjóri lét sak- borning ganga að dyrunum og til baka áftur, og þessu næst gerði hann á honum skyndi-alko hólpróf, lét hann blása í plast- belg. Áfengismagn reyndist 0,7 pro mille, eða nánar til tekið þriðja stigs ölvun. Til frekari sönnunar var, pilturinn sendur upp á SlysaVarðstofu og tekin af honum blóðprufa, sem send- ast átti til Rannsóknarstofu Há- skólans, sem gefur nánari úr- skurð um áfengismagnið í blóð- inu. Varðstjóri samdi nú skýrslu um afbrotið, sem hann las síðan yfir unga sakbomingnum. Að því loknu talaði hann fáein orð í fullri vinsemd við unga mann- inn og benti honum á, hvað hann hefði sloppið vel í þetta skipti og hvaða afleiðingar það hefði getað haft í för með sér, ef hann hefði orðið valdur að slysi, tjóni eða dauða. Meðan pilturinn var uppi á Slysavarð- stofu i blóðrannsókn, kom ann- ar Iögreglumaðurinn með skýrslu sina til varðstjóra. Allt var þetta lærdómsríkt fyrir óvita ungling sem álpast út í annað eins athæfi og þama hafði gerzt. Þegar pilturinn kom til baka, fór varðstjóri með hann inn t' setustofu og gaf honum sjóð- andi heitt te. Varðstjóri hafði fengið lögregluna í Hafnarfirði til að annast flutning á unga borgaranum til heimabæjarins. Þegar hafnfirzki lögreglumaður- inn birtist, var svo til mnnið af piltinum. © DYRJAÐ að lýsa af degi. — Þessar fundum við r' bílnum, sem ekið var á húsið, segir lögreglumaður og setur fjórar vt'nflöskur á skrifborð varðstjóra. Maður og kona leidd inn. Frammi spyrjum vér: — Hver ók? — Ástkonan ók. — Hvað gerðist? — Þetta er átta sílindra sjálf- skiptur og hún óvön — missti stjórn á bílnum. * — Voru þau drukkin? — Ekki hún, en hann. — Hvar gerðist þetta? Nefnd gata og númer. Þangað haldið. Bíllinn hafði lent á glugga, karmurinn veitti mót- spyrnu — það var lánið. Svona halda atvikin áfram í skjóli nætur. Lögreglan er kvödd á vettvang. Fólk leitar aðstoðar hennar. Lögreglumað- urinn verður að sinna ólíkleg- ustu verkefnum, verður að horf- ast í augu við erfið augnablil; við ólíklegustu aðstæður. Núm- er eitt: Hann verður að sinna skyldu sinni sem lögreglumað- ur. Númer tvö: Þess ber enn- fremur að geta, að hann er fyrst og fremst venjulegur maður, borgari meðal borgaranna. Fólk krefst margs af lögregl- unni og viðbrögð þess gagnvart vörðum laganna eru margvr'sleg og koma fram í alls konar mynd um eins og annað, sem gerist í mannlegum samskiptum í þjóð félaginu. — Við erum engir englar fremur en aðrir, sagði lögreglu- maður, sem hefur kynnzt ýmsu á löngum starfsferli. — Við erum lr'ka fólk eins og aðrir, bætti hann við. - stgr. Héraðsmót að Breiðabliki Síðast liðinn sunnudag efndu Sjálf stæðismenn f Snæfellsness- og Hnappadalssýslu til héraðsmóts að Breiðabliki í Miklholtshreppi. Var mótið fjölsótt og fór að öllu leyti hið bezta fram. Samkomuna , setti og stjórnaði Árni Árnason, stöðvarstjóri. | Dagskráin hófst með þvi, að I Guðmundur Jónsson, óperusöngv- ari söng einsöng við undirleik Fritz Weisshappel, pfanóleikara. j Þessu næst flutti Gunnar Thor- i oddsen, fjármálaráðherra, ræðu. Síð an söng frú Sigurveig Hjaltested einsöng. Þá flutti Jón Árnason, alþingis- ' maður, ræðu. Fluttur var gamanleikurinn „Heimilisfriður“ eftir George Courteline, og fóru með hlutverk leikararnir Rúrik Haraldsson og Guðrún Ásmundsdóttir. Eftir að leiksýningu lauk, sungu þau Guðmundur Jónsson og frú Sigurveig Hjaltested tvísöng. Undir ! leik annaðist Fritz Weisshappel. j Var ræðumönnum og listafólkinu mjög vel fagnað. Lauk samkomunni I með dansleik. Féiag skólastjóra stofnað Nýlega var stofnað á fundi í Hagaskólanum Félag skóla- stjóra gagnfræðastigsins. í þessu nýstofnaða félagi geta verið skólastjóra héraðs- og gagn- fræðastigsskóla. En tilgangur félagsins er að efla viðgang þess ara skóla og standa vörð um hagsmuni þeirra með fundar- höldum, heimsóknum og sam- vinnu um skólamá og kynn- ingu á þeim og einnig með því að vinna að bættum kjörum og starfsskilyrðum skólastjóra og annarra starfsmanna við þessa skóla. Fundarstjóri var Árni Þórðar- son en fundarritari Ólafur Þ. Kristjánsson. Fræðlumálastjóri kom á fundinn og ræddi við skólastjórana um ýmis vanda- mál svo sem húsnæðismál skól- anna og samræmingu námsefnis og prófs. Fundurinn lagði á- herzlu á nauðsyn þess, að starf kennarastéttarinnar yrði meira metið og stéttinni skipaður hærri sess í þjóðfélaginu en ver- ið hefur. Fundinn sátu 26 skólastjórar en þrír til viðbótar sendu skrif- lega ósk um að gerast félags- menn. Formaður félagsins var kosinn Árni Þórðarson Haga- skóla, en aðrir í stjórn Jón Á. Gissurarson Gagnfræðaskólan- um við Lingarg., Jón R.Hjálmars son Skógaskóla, Magnús Jóns- son Gagnfræðaskóla verknáms og Þórarinn Þórarinsson á Eið- um. Bíla- og búvélasalan S E L U L : Orginal VolUs;agen nrikrobuz árgerð.1960. Sæti fyrir 8 manns. Sem nýr bíll. Mercedes-Bens 220, 55 og 58, góðir bílar. Dodge '58 og 53. ágætir btlar Willis Jeppa ’51 og '55 T.D. 6 ýtuskóflu sem nýja, diselvél Bila- og búvélasalan v/ Mlxlatorg. Sími 2-31-36. I

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.