Vísir - 22.09.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 22.09.1962, Blaðsíða 16
VISIR Laugardagur £2. september 1962 Bikarkeppnin 1 dag verður bikarkeppninni haldið áfram. Leika Týr og Fram B á Melavelli kl. 14.00. Er þetta leikur um sæti í aðalkeppninni, en þá koma lið úr 1. deild inn í keppn- ina. z Strax eftir leikinn leika Valur og Þróttur £ Haustmóti 1. fl. Blómasýn- ing Alaska Gróðrarstöðin Alaska opnaði í gær blómasýningu og er þetta f annað sinn, sem slík sýning er haldin þar. Sú fyrri var hald in í fyrra og hlaut mjög góðar undirtektir. Á sýningunni eru sýnd alls kyns pottablóm og eru þau meginuppistaða sýning- arinnar. Sýningin er mjög fjölbreytt og eru á hennl um 1500 blóma- tegundir. Yfirleitt hneigist fólk meira aS grænum plöntum en blómstrandi f seinni tfð, sem stafar meðal annars af breyt- ingum l húsagerð. Sýning þessi mun standa í tvær vikur og er hún opln til klukkan tfu á kvöldin. Á mynd- inni eru tvær stúlkur, sem vinna f Alaska, meS blóm. Heita þær Elísabet Eiríksdðttir og Elsa Þórðardóttlr. Það býr meira í 20. öldinni en náttúranein Þorvaldur Skúlason listmálari opnar mðlverkasýningu í Lista- mannaskáianum kl. 14 í dag. Á sýningunni eru 26 olíumyndir og guachmyndir, allar abstrakt og málaðar á síðustu þrem ár- um, en þá sýndi Þorvaldur hér síðast. Myndirnar á sýningunni hafa aldrei verið til sýnis áður, olíumðlverkin eru öll máluð hér, en guachmyndiraar í París. Eng- in nöfn eru á myndunum. Þor- valdur sagði, að það stafaði af því, að hann hefði ekki getað fundið nein nöfn sem ekki væru þetta fulla þriggja ára vinnu, þó ósönn. Aðspurður kvað hann næturaar væru taldar Iika, þvi listamaðurinn Iosnaði aldrei undan starfi sínu. Hann er sf- fellt rekinn áfram og hann má aidrei vera ánægður með verk sín. Takmark/ hans er eins og Ijós, sem sífellt færist ð undan manni. Þegar fréttamaður spurði hann að því, hvers vegna hann málaði abstraktmyndir, svaraSi hann þvi til, að það væri vegna þess, aS hann trySi á þaS form. ViS erum vitanlega allir undir áhrifum umhverfisins, en þaS býr meira f 20. öldinni en náttúr an ein, sagSi Þorvaldur aS lok- um. Sýningin verður opin í hðlf- an mðnuS kl. 14—22 daglega. I Umferðarslysum hefur fjölgaB ískyggilega Slysum í umferS ð götum Reykja vikur og nðgrennis hefur fjölgað stórlega í ðr frð því sem verið hef- ur og telur umferðarlögreglan að þessi stórfellda slysaaukning sé orðin hið mesta ðhyggjuefni. Vísir átti í gær tal við Borgþór Þórhallsson starfsmann 1 umferð- ardeild rannsóknarlögreglunnar um þessi mðl, og hann tjáði blað- inu að enda þótt hann hefði ekki handbærar tölur í þessu efni, væri þó vitað að umferðarslysum í Reykjavík hafi fjölgað svo stór- lega frá því t. d. í fyrra, að ekki væri fjarri lagi að áætla að hún hafi blátt áfram margfaldazt. Sem dæmi, sagði Borgþór urðu hvorki fleiri né færri en 26 umferðarslys í Reykjavík, eða allt að þvi eitt til jafnaðar á dag. Þar af varð eitt Frh. á 5. slðu. Týndi 5500 krónunt Fyrir hðdegiS f gærmorgun tapaSi kona 5.500 krönum f peningum hér í Reykjavfk. Þegar konan varð þess vfsari að hún hafði týnt þessum fjðr- munum, Ieit.aði hún á fund lög- reglunnar og bað hanaf um að- stoð. Hefur lögreglan beðið Vísi að koma þeim vinsamlegu skilabpðum til finnanda að hann geri henni aðvart um fundinn. Konan segir að peningarnir hafi verið í rauðu veski og hún telur líklegast að hún hafi týnt þvi á Skólavörðustígnum um ellefu leytið fyrir hádegrí gær. mmmmmmmmmcmmammmmmmmmm swerðnr þegnskapar s Umferðarkönnun sú sém efnt var til í síðustu viku tókst með meiri á- gætum en bjartsýnustu menn þorðu að vona. í fyrstu var allt útlit fyrir að könnunin hefði mis- heppnazt og birti Vísir frétt um það í vikunni hversu slæmar heimtur væru á kortum þeim sem dreift hafði verið. En eftir að frétt þessi birtist var eins og menn rönkuðu við sér og streymdu kortin inn, með þeim ágætum að 74% allra kortanna komust til skila. Er af þessu ljóst, hversu þegn- skapur Reykvíkinga er með, miklum ágætum. Hitt er svo annað mál hvort öll þeirra séu rétt færð og komi að gagni við rannsóknirnar. Einar Pálsson form. umferðarnefndar Reykja- víkurborgar álítur þó að kort- in séu yfirleitt vel og vand- virknislega útfyllt. Algengasti gallinn sé að menn hafi annað hvort gleymt eða ekki hirt um að útfylla þann dálk, sem sagði til um í hvaða erindagjörðum menn væru hverju sinni. Umferðarnefnd boðaði frétta menn á sinn fund í gærdag og var þá ætlunin að draga um verðlaunin, sem efnt var til í tilefni könnunarinnar. Af óvið- ráðanlegum ástæðum varð þó ekki úr því, en hins vegar blasti við fréttamönnum stafli sá, sem Framhald \ öls íS Strandaði í þriðja sinn i osmunti i Á flóðinu um hádegi í gær tókst að ná v.b. Pétri Ingjaldssyni á flot í Horna fjarðarósi - en þá hafði hann tekið niðri í þriðja sinn. Það var á mðnudag að skipið tók fyrst niðri úti fyrir Horna- fiarðarósi er vélin bilaði, þegar það var að Ieggja upp í Englands- för. Þð kom lítill vélbátur 'til hjálp- ar og dró skipið af skerinu, en þá rak það inn i ósinn og strand-' aði þar öðru sinni. Gerðar voru ráðstafanir til að, fá lóðsinn frá Vestmannaeyjum til að ná skip inu á flot,- en á miðvikudagsnót! — áður en lóðsinn kom — gerði vb. Ólafur Tryggvason tilraun tii björgunar. Veður var þá hagstætt, svo að unnt var að draga Pétur Framhald á bls. 5. Á myndinni sést staflinn, sem draga átti verðlaunin úr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.