Vísir - 24.09.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 24.09.1962, Blaðsíða 3
I Mánudagur 24. september 1962. VISIR ______________________________________________ i 3 Það er mikill viðburður í lista lífi Reykjavíkurborgar, þegar einhver af fremstu listamönnum okkar opnar sýningu. Slíkur at- burður gerðist á laugardaginn, þegar ÞorvaJdúr Skúlason opn- aði sýningu í Listamannaskál- anum á 36 abstraktmyndum, sem hvergi hafa verið til sýnis áður. Þess gætti einnig við opn- unina, að mlkil eftirvænting ríkti meðal sýningargesta, þegar þeir voru að tínast inn í salinn, en listamaðurinn stóð við dym- ar, hógvær og alúðlegur og bauð gestl sína velkomna. Það varð fjölmer.nt á sýning- unni, áður en varði, og þar ríkti hið sérkennilega andrúmsloft, sem svo oft ríkir við opnun myndiistarsýninga. Menn koma ckki aðeins til þess að skoða myndir, heldur einnig til að ræða saman, skiptast á skoðun- um og lýsa isínum hugmyndum hver fyrir öðrum. Myndsjáin í dag getur að vísu ekki birt þann leyndardóm, sem birtist í huga fólks, sem horfir á fallega mynd, því sá leyndardómur festist tæpast á mynd, nema ef vera skyldi á litlu myndinni neðst til hægri, þar sem Mai Zetterling Ieik- kona horfir hugfangin á eina af myndum Þorvalds. Myndsjáin f dag bregður þess vegna aðeins upp svipmynd af því fólki, sem sýninguna sótti. Efsta myndin sýnir listamann- inn, Þorvald Skúlason, í áköfum samræðum við próf. Steingrím J. Þorsteinsson. Þeir stóðu lengi saman fyrir framan eina mynd- iná, sem sést á'milli þeirra og ræddr. saman lágum rómi. Það heyrði enginn, hvað þeim fór á milli, en hitt fór ekki heldur á milli mála, að þeir höfðu margt að segja hvor öðrum. Stóra myndin neðst til vinstri sýnir tvo myndlistarmenn, þá Gunnlaug Scheving og Jón Engilberts. Þeir skoðuðu mynd- irnar fagmannsaugum og voru báðir hrifnir. Þá er það litla myndin til hægri, á henni má sjá próf. Einar Ól. Sveinsson og konu hans ræða við Selmu Jónsdött- ur listfræðing.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.