Vísir - 24.09.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 24.09.1962, Blaðsíða 4
VISIR Mánudagur 24. september 1962. A Dri Sigurður A Þórarinsson A jurðfræðingur A segir fró A viðfnngs- A efnunt ffró A yfirstundundi A sumri — Það er í mörgu að snúast, sagði dr. Sigurð- ur Þórarinsson jarðfræð ingur, þegar fréttamað- ur Vísis innti hann eftir viðfangsefnum og rann- sóknum frá yfirstand- andi sumri. - Og þó ligg ur ekkert eftir mann, sumarið fer að mestu í snatt. — Hvers konar snatt? — Er mikið um það að þeir ferðist til íslands? — Já, og er alltaf að auk- ast. Aldrei meir en í sumar. Það er orðinn draumur margra jarðfræðinga hvar sem þeir eru á jarðkringlunni að komast einhvern tíma til íslands. Eftir að fíugsamgöngur auðvelduðu ferðir til íslands, hafa margir getað látið þennan draum sinn rætast. I þeim hóp eru margir ágætir fræðimenn, jafnvel heimskunnir vísindamenn, sem dvalizt hafa hér lengur eðá skemur. Meðal jarðfræðinga sem heimsóttu ísland í sumar eru Danir, Frakkar, Banda- rikjamenn, Bretar, Norðmenn, Svíar, Hollendingar og Þjóð- verjar, en við höfum einnig fengið heimsóknir jarðfræðinga í sumar, frá jafnfjarlægum löndum sem Perú, Japan og Ástralíu. Leiðbeiningastarf. — Verður þú að annast mót- töku þessara útlendu jarðfræð- inga, sem gista vilja ísland? — Ekki veit ég hvort ég er beinlínis skyldur til að gera þetta, en eðlilega lendir þetta að allmiklu leyti á mér sem þeim, leggja á ráðin með ferða- lög og aðstoða þá við að kom- ast þangað sem þeir ætla og vilja. Fyrir utan þefta berast ó- teljandi fyrirspumir, ýmist til okkar sjálfra, eða sem vísað er til okkar hér á safninu, þar sem beðið er um margs konar upp- lýsingar varðandi jarðfræði ís- Iands, beðið um greinar í jarð- fræðirit eða alfræðibækur, jarð- fræðikort, myndir, sýnishorn af íslenzkum steinum, bækur og fleira. Allt er þetta tímafrekt, en gæti verið mikilvægt f ýms- um tilfellum ef maður hefði nógan tíma til að sinna því. Náttúrugripasafnið gæti þannig komið sér upp merkilegu steina safni vfðs vegar að úr heimin- um með því að skiptast á steinum við steinasafnara eða jarðfræðinga í fjarlægum Iönd- um. Skipzt á steinum og bókum. — Höfum við nokkuð upp á að bjóða í slíkum skiptum? — Já, og ekki svo lítið. Steingerfingarnir frá Brjáns- læk og geislasteinamir frá Teigarhorni eru nokkuð sem hvert náttúrugripasafn á jörð- forstöðumanni Jarðfræðideildarinni getur verið stolt af að eiga Náttúrugripasafnsins. Margir þessara útlendu jarðfræðinga skrifa hingað heim áður en þeir koma, sumir skrifa mér persónu lega, aðrir skrifa ráðuneytunum eða opinberum stofnunum og biðja um hvers konar upplýs- ingar og ráð. Mörg þessara og sýna. En það er nú einhvern veginn þannig, að við höfum alltof lítinn tíma til að sinna þessu og svo er heldur ekkert pláss fyrir steinasafn í húsa- kynnum Náttúrugripasafnsins eins og sakir standa, þótt við fegnir vildum koma því upp.. Dr. Sigurður Þórarinsson. vfir ÞÖRSMORK — Allt mögulegt, stundum líka ómögulegt. Sumrin fara, að miklu leyti í skriftir, skrifa bréf — svara bréfum, og svo f að sýsla með útlenda jarð- fræðinga sem hingað koma. bréfa eru mér fengin í hendur til fyrirgreiðslu og svars. Þetta krefst allt tíma og vinnu. En svo þegar þessir ágætu menn koma til landsins verður ekki hjá því komizt að taka á móti Meiri árangur hafa skipti á jarðfræði- og náttúrufræðiritum borið. Við höfum eignazt mik- ið af erlendum vísindaritum og jarðfræði tímaritum í þvílíkum skiptum, en þau eru líka rúm- frek. Allt þetta krefst bréfaskrifta víðs vegar um heim. Hérna er t .d. bréf sem ég fékk nýlega sunnan frá Addis Abeba. Um- slagið var með sorgarrönd og bréfið sjálft með enn breiðari sorgarrönd. Hvers konar sorg- arboðskap er verið að flytja mér, hugsaði ég. En bréfið reyndist vera frá venjulegri jarðfræðistofnun sem vildi skipta á tfmaritum. Sorgarrönd- in mun hafa verið vegna dauða keisaradrottningarinnar. Kerfisbundnar rann- sóknir á Vatnajökli. — Þú hefur verið eitthvað á ferðalögum um landið f sumar, þrátt fyrir annríki hér í Reykja vík? — Skömmu eftir að alþjóða- móti náttúrufræðinga lauk hér í sumar fór ég í 13 daga ferð með sænskum jarðfræðingum og einkum þýzkum norður Sprengisand og suður Kjöl. Áður hafði ég ásamt Magn- úsi Jóhannssyni haft stjórn jöklaleiðangurs til Grímsvatna á hendi. Við gerðum þar nauð- synlegar mælingar og athugan- ir, en þær þyrfti nauðsynlega að auka til muna og koma upp kerfisbundnum mælingum á vestanverðum Vatnajökli, með væntanlegar virkjunarfram- kvæmdir f huga. Ég hef góða von um að raforkumálastjómin muni beita sér fyrir þeim í framtíðinni. Askja. — Eitthvað hefurðu líka sinnt Öskju í sumar? — Jú, ég er búinn að fara þangað þrisvar frá því í vor. Nú síðast var ég þar í eina viku við yfirlitsathuganir í sambandi við öskjugosið frá þvf í fyrra. — Þú ert að vinna að bók um Öskju? — Já, ég hef verið beðinrr að taka að mér útgáfu á alþýð- legri bók um Öskju fyrir Al- menna bókafélagið, sem jafn- framt verður myndabók, eink- um af gosinu í fyrra. — Það á með öðrum orðum, ekki að verða vísindarit? — Nei. Sennilegt er reyndar að seinna verði gefið út jarð- fræðilegt vísindarit um Dyngju- fjallasvæðið í heild, en það verð ekki ég, sem skrifa það nema þá að litlu leyti. Það verður dr. Guðmundur Sig- valdason jarðefna- og berg- fræðingur, sem um þessar mundir leggjur mikla áherzlu á að rannsaka allt Dyngjufjalla- svæðið. Hann hefur haldið sig að verulegu leyti austur þar i sumar og unnið að marghátt- uðum rannsóknum. Svæðið er líka stórt, verkefnin mikil og jarðfræði Dyngjufjallasvæðisins allflókin. Vonandi fær dr. Guð- mundur aðstöðu til að halda þessum rannsóknum áfram næsta sumar, því hann er bráð- efnilegur vísindamaður og má mikils af honum vænta. Heklurannsóknir og Heklurit. — Geturðu ekki frætt mig eitthvað um útgáfu á Heklugos- bókinni, sem þið jarðfræðingar og náttúrufræðingar eruð að vinna að? Það þykir sumum vera nokkur seinagangur á út- gáfunni. — Hún hefur dregizt úr hömlu, satt er það. En núna er ég með hefti í smíðum, sem fjallar um Heklugos með tilliti til öskulaga. Ég hef skýrt frá því áður — einmitt í Vísi — að ég hafi fengizt mikið við rannsóknir á öskulögum í jarð- vegi víðs vegar um land undan- farin ár. Um Heklugosin er það að segja, að ég hef fundið þau öll sem sögur herma frá £ ösku- lögum, nema gosið um 1430, sem annálar segja að lagt hafi bæi í Landsveit í auðn. Ég taldi mig hafa fundið þetta öskulag í fyrra, en er nú kominn á þá skoðun, að ég hafi e. t. v. farið villur vegar og tel líklegast að þetta gos hafi aldrei átt sér stað. Það eru ekki heldur neinar sam- Frh. á bls. 13. Ljóst jarðlag virðist iiggja undir Þórsmörk allri, sennilega orðið til af völdum heiskýs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.