Vísir - 24.09.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 24.09.1962, Blaðsíða 8
8 VISIR - Mánudagur 24. september 1962. Otgeíandi: Blaöaútgáfan VlSIR. Ritstjörar Hersteinn Pálcson, Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinsson. Fréttastjóri: Porsteinn 0. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. I lausasölu 3 kr. eint. — Sími 11660 (5 tinur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Nátttröll Tímans Hin linnulausu skrif Tímans um samdrátt og kjaraskerðingu stangast illilega á við þær staðreyndir, sem alls staðar blasa við í þjóðlífinu. Hvert sem litið er má sjá iðandi athafnalíf og framkvæmdir af ýmsu tagi. Frá kaupstöðum og sjávarþorpum víðs vegar um Iandið berast þær fregnir, að það sem einkum hái fram- kvæmdum þar, sé skortur á vinnuafli. Allir hafa nóg að gera og meira en það. Fregnir dagblaðanna staðfesta þetta líka, og Tím- inn er þar engin undantekning. Hann kemst ekki hjá að birta þær, hversu ónotalega sem þær kunna stund- um að rekast á við forustugreinar blaðsins. Er oft engu líkara en ritstjórinn sé lokaður inni í búri, slitinn úr öllum tengslum við umhverfið, eða hann hafi misst minni á það sem daglega er að gerast og lifi nokkur ár aftur í tímanum. Lýsingar hans á ástandinu nú eiga miklu betur við valdaár vinstristjórnarinnar en þá tíma, sem vér nú lifum á. Slík nátttröll geta menn orðið á því að tyggja upp sömu ósannindaþvæluna ár eftir ár. Er t. d. hægt að fá öllu betri lýsingu á ferli vinstri stjórnarinnar en þessi orð Tímans s. 1. laugardag? „Þannig hefur ríkisstjórnin og flokkar hennar efnt loforðin, sem þeir gáfu kjósendum fyrir þingkosning- arnar 1959, (hér ætti að standa 1956 — Vísir.) um stöðvun dýrtíðar ög verðbólgu. Þeir hafa tvöfaldað dýrtíðina og með því skapað slíka ringulreið í fjár- málum þjóðarinnar, að slíks hafa ekki verið fyrr dæmi“. Þetta má sannarlega kalla, að lifa í fortíðinni. Hér er verið að lýsa ástandinu eins og það var orðið 1958, þegar vinstri stjórnin var að missa tökin á öllu og verðbólgualda Hermanns Jónassonar að „skella yfir þjóðina“, eins og hann komst sjálfur að orði. En sá sem reynir að heimfæra þetta upp á ástandið í efna- hagsmálum þjóðarinnar nú, hlýtur að vera nátttröll, sem orðið hefur að steini í dögun þeirrar viðreisnar- og uppbyggingarstefnu, sem nú er ráðandi í þjóðlífinu. Nú vill Framsókn kauphækkanir Myndin er tekin“timt20ym.'íiini í göngunum og em verkamennimir að moka grjótinu eftir síðustu sprengingu á vagn. í ráði er að beizla orku stærsta fallvatns þessa lands, Þjórsár. Hafa í sumar staðið yfir um- fangsmiklar rannsóknir á orkusvæðinu við Búr- fell. Rannsóknimar, sem áætlað er að kosti um 13 milljónir króna, mið- ast við að kanna jarð- lög, berg o. fl., svo hægt verði að ráða af hag- kvæmustu byggingarað- ferð- á Iangstærsta raf- orkuveri landsins, sem áætlað er að kosti 1171 milljónir kr. og muni framleiða 156 þúsund kílóvött, en til saman- burðar má geta þess, að allt Sogið framleiðir tæp 100 þúsund kflóvött. Þessar víðtaku rannsóknlr framkvæmir raforkumálastjórn- in, en við það nýtur hún tækni- legrar aðstoðar þekkts banda- rísks verkfræðifyrirtækis að nafni Harza Engineering Co. International. Dvelst þar eystra starfsmaður fyrirtækisins — Svante Hjertberg, verkfræðing- Svante, hinn sænski verkfræðingur, sýnir okkur á Ijósmynd af svæðinu hvemig virkjunarframkvæmdimar eru fyrir- hugaðar. Jafnframt því sem Tíminn er að óskapast út af því, að allt sé að fara á vonarvöl, mælir hann með kaup hækkunum. Það hefði einhvern tíma þótt fyrirsögn, að Framsókn færi að berjast fyrir kauphækkunum. Þegar Framsóknarmenn eru í ríkisstjórn mega þeir ekki heyra kjarabætur nefndar, hvað þá kauphæklcan- ir, sem raunverulega eru engar kjarabætur, en stuðla aðeins að aukinni verðbólgu. Þá heita slíkar kaup- hækkanir glæpur gegn þjóðfélaginu og efnahagslífinu. Nú hvetur Tíminn liðsmenn sína í verkalýðsfélög- unum til þess að styðja kommúnista í kosningunum til Alþýðusambandsþings. Er ekki Framsókn gamla alltaf söm við sig? ur, sænskur að ætt og lærður þar í landi. Fréttamenn Vísis skruppu austur fyrir skömmu til að for- vitnast um hvernig rannsókn- unum miðaði áfram að þessu stóra mannvirki. — Það var rigningar-suddi þegar okkur bar að garði f hýbýlum starfs- mannanna, sem eru staðsett vestan við Sámsstaðaklif. Þegar við stigum út úr bifreiðinni og vorum að vandreeðast yfir veðr- áttunni, sáum við bregða fyrir brosi á skeggjuðum andlitum tveggja starfsmanna og annar sagði svolítið háðskur: „Þið ættuð að vera hérna f roki og þurrviðri", og við skildum strax hvað þeir meintu, þegar við lit- um yfir víðáttumikið yikur- og sandflæmið. r © Aætlalíur • kostiraður @ vii • Búrfells- ® virkjun « 1171 % milljön /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.