Vísir - 24.09.1962, Blaðsíða 13

Vísir - 24.09.1962, Blaðsíða 13
ivxánudagur 24. september 1962. 13 Búrfeii — Framhald af bls. 9. er Guðmundur Sigurðsson. — Framkvæmdar hafa verið leka- prófanir, þ. e. a. s. athuguð vatnsheldni jarðvegsins. Brátt fer að líða að því, að borunum ljúki í sumar, og er sett lok yfir holurnar og þær vel merktar. Rannsóknir hafa farið fram á byggingarefni í ná- grenni við virkjunarstaðinn og sagði Páll að útlit sé fyrir að vænta megi góðs árangurs af þeim.1 í sumar hefur verið unnið að því að kortleggja stór svæði í grennd við virkjunina. Ofangreint sýnir, hversu rann- sóknirnar eru víðtækar. Veltur á miklu, að sem mest sé varidað til þeirra, enda þarf að vera hægt að byggja útboð á þeim. 800 m. löng jarðgöng. Einn stærsti liðurinn í þess- um miklu athugunum er enn ó- talinn,’ en það eru hin. gríðar- miklu jarðgöng, sem unnið er við að bora í gegnum Sám- staðamúla. Göngin eiga að ná inn að hinu fyrirhugaða stöðv- arhúsi, og er ætlunin að nota þau sem aðkeyrslugöng fyrir stöðvarhúsið. Göngin eru 1,80 á breidd og um 2 m. á háeð, en verða breikkuð og hækkuð, ef þau verða notuð sem aðkeyrslu- göng fyrir stöðvarhúsið. Þessar miklu framkvæmdir hefur Al- menna byggingarfélagið með höndum, og verkstjóri með verkinu er Guðmundur Her- mannsson. Okkur finnst varla vera hægt að kynnast þessum rannsóknum án þesscað sjá sjálf göngin, og þeir ^Guðmundtir og Páll veita ökkur góðfúslega leyfi til að fara inn — og með hjálm á höfði höldum við inn ásamt þeim. Sæmilega bjart er inni og loftið ágætt. Stuttu eftir að við erum komnir inn fyrir, heyrum við ámokstursskóflu skella á flutningavagni, og innan skamms mætum við lítilli eim- reið með tvo vagna í eftirdragi. Inn eftir göngunum öllum liggja teinar, sem eimreiðin og vagn- arnir ganga eftir. Eftir gólfinu liggja tvær leiðslur og með veggjunum aðrar tvær. Flytja þær ferskt loft, vatn, þrýstiloft og rafmagn. Botninn er allur þakinn vatnsleðju. Innst inni hamast tveir menri við að moka með loftknúinni skóflu í vagn. Eftir að hafa smellt af nokkrum myndum, er haldið út aftur, og Guðmundur fræðir okkur á því að göngin séu orðin 215 m. löng. Það er eins fyrir utan og innan, allt iðar af starfi og striti, það dynur í loftpressunni, hamars- höggin falla á járnbrautarspor, sem verið er að byggja. Alls vinna um fimmtán menn við göngin, og það á ekki að hætta, þó að vetri, heldur vinna af full- um krafti þar til verki lýkur. Fjölmennar kúluvarpskeppnir.' Næst spyrjumst við fyrir um, hvað starfsfólkið geri í þeim fáu hvíldarstundum, sem það hafi. Fyrst er okkur bent á vegginn í matsalnum. Þar sjáum við letr- að stórum stöfum: Úrslit í kúlu- varpi. Fram hafa farið ein fimm íþróttamót, og næstum eingöngu keppt 1 kúluvarpi. Þátttaka hef- ' ur verið mjög góð, og á einu blaðinu, sem hengt er upp, sjá- um við skráðan árangur helm- ings allra skálabúa. Metið á einn af borurunum, Ólafur Ólafsson, 13,25. Einu sinni hefur farið fram langstökkskeppni, og þar ^igraði Sveinn Ingólfsson, stökk 4,47 m. Stundum er gripið í 'ÍSIR spil, annars fer mesti hluti frí- tímans I að hvíla'sig. Áður en við kveðjum þetta dugmikla fólk og þökkum fyrir góðar veitingar, spyrjum við hinn sænska verkfræðing um dvöl hans hér. — Mér líkar hér vel og ég er hrifinn af fegurð landsins. — Telurðu mikla möguleika á því að þetta mikla mannvirki komist hér upp? — Flestar þjóðir þurfa að kosta mikiu meiru til hvað beizl un raforkunnar snertir. Náttúr- an hjálpar ykkur svo mikið og möguleikarnir eru margir. Það er ekki hægt að segja annað en allt hafi gengið hér mjög vel, og ég get sagt, að náðst hafi góður árangur af rannsóknum okkar hérna. Eins og málin standa í dag, er allt, sem bendir til þess, að hér geti risið ykkar stærsta raforkuver. Helský — Framhald af bls. 4. tímaheimildir til um það, þótt þess sé getið I annálum. En hvað sem þvl líður, þarf ég austur að Heklu einhvern tíma fyrir haust- ið til að ganga úr skugga um það, hvort þetta gos hafi nokk- urn tíma átt sér stað eða ekki. Fyrr en að því loknu get ég ekki gengið frá handriti mínu til prentunar. — Eru nokkur fleiri öskulög, sem þú ætlar að kanna I ár? — Já, öskulög á Brúaröræf- um. Gott fólk hefur lofað að taka mig þangað í bíl á næst- unni, og fyrir það er ég mjög þakklátur. Alltaf gott að eiga góða að. Helský yfir Þörsmörk. — Er viðfangsefnum þínum. I suroar þar með lokið? — Það má heita svo. Samt má geta þess, að ég skrapp ný- lega austur I Þórsmörk til að sækja sýnishom af ljósu jarð- lagi, sem virðist liggja undir Þórsmörk allri, en kemur hvað beriegast I ljós I Merkurranan- um, • Álfakirkjunni og víðar. Ég fór austur I Þórsmörk I fyrrasumar til að slæpast og hvíla mig. Ætlaði mér að gera ekki neitt, en þá rakst ég á þetta undarlega berglag, og eftir það fór mestur tíminn I að elt- ast við það. — Hvað er merkilegt við þetta berglag? — Það er nú einmitt ráðgát- an, sem mig langar til að leysa. Ég býst við að dr. Guðmundur Sigvaldason taki að sér að rann- saka þetta með mér og komast til botns^í því, hvernig á þessu berglagi stendur. í augnablikinu tel ég líklegast að það sé mynd- að úr svokölluðu helskýi eða logaskýi I sams konar eldgosi og eyddi borginni St. Pierre á Martinque árið 1902 og drap þá alla íbúa borgarinnar, 30 þúsund að tölu, á fáeinum sekúndum. Smágos af þessú tagi, en miklu yngra, hefur átt sér stað I Landmannalaugum. Það sjást minjar af því milli laga I Náms- hrauni svokölluðu, og það er ekki ólíklegt að það hafi átt sér stað um það leyti sem ísland byggðist, enda þótt erfitt sé að ákveða aidur þess með nokkurri nákvæmni. En gosið I Þórsmörk er miklu eldra og ekki síðar en á síðasta hlýviðrisskeiði ísaldar. Ekki veit ég hvaða dýra- og jurtalíf hefur verið á þessum slóðum þegar þetta gos hófst, en víst er, að gosið hefur ekki skilið neitt líf eftir á þvl svæði, sem helskýið æddi yfir. Þá hef- ur ekki verið fagurt I Þórsmörk- ‘”%rnojf iJms Nýkomnir amerískir vatteraðir úrval af hollenzkum greiðslu- sloppum, sérstaklega vönduðum. Marieinn Einapsson & Co. Fata- & gardínudeild Laugavegi 31 - Sími 12816 I fjí> V£T?,J£éérf &o7r éF TéT KtfPF/JÍ / tC0A////J//F I- Prentnemi Unglingur getur komist að sem nemi í prent- 'iðn. Nafn og heimilisfang sendist Vísi merkt: „Prentnemi 123‘. ! v ' - Verkfæri! Rennibekkur, rafsuðuvél og punktsuðuvél óskast til kaups. — Uppl. í síma 34691 e. h. AUGLÝSING um skoðun reiðhjóla með hjálparvél í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Aðalskoðun reiðhjóla með hjálparvél fer fram í bifreiðaeftirliti ríkisins, Borgartúni 7, sem hér segir: Mánudaginn 24. sept. R-1 til R-100 Þriðjudaginn 25. — R-101 — R-200 Miðvikudaginn 26. — R-201 — R-300 Fimmtudaginn 27. — R-301 — R-400 Föstudaginn 28. — R-401 — R-500 Mánudaginn 1. okt. R-501 — R-600 Mánudaginn 1. okt. R-501 — R-600 Þriðjudaginn 2. — R-601 — R-700 Miðvikudaginn 3. — R-701 — R-800 Fimmtudaginn 4. — R-801 — R-920 Skoðun reiðhjóla með hjálparvél, sem eru í notkun hér í bænum, en skrásett annars staðar, fer fram 3. og 4. október. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hvert reiðhjól sé í gildi. Athygli skal vakin á því, að vátryggingariðgjald ökumanna ber að greiða við skoðun. Vanræki einhver að koma reiðhjóli sínu til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum sam- kvæmt umferðarlögum og reiðhjólið tekið úr umferð, hvar sem til þess næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 21. september 1962. Vikuyfirlit fyrir kaup- endur byggingarefnis FRAMLEIÐUM: Másteina í alla útveggi. Málsteinninn úr Seyðishólarauðamölinni er vinsælasti, bezti og mest seldi hleðslusteinninn á markaðnum. Framleiddur eftir verkfræðilegum fyrirsögnum og útreikningum. Hefur mjög gott burðar- og brotþol, er einangrandi og jafn- framt ódýrasti hleðslusteinninn miðað við efnismagn í hverjum stein. Mátsteinninn hefur 3 lítil holrúm er lok- ast að neðan þannig að líming er ávallt lögð á sléttan flöt og jafnframt myndar hver steinn lokaða sellu í veggnum er tryggir betri einangrun, minna rakaflökt og jafnframt gefur veggnum meiri styrkleika. Athugið að mátsteinn í ca. 100 m2 íbúðarhús kostar aðeins ca. kr. 15.000,00 og i venjulegan bílskúr ca. kr. 4.000,00 Greiðsluskilmálar. Milliveggjaplötur 5 og 7 og 10 cm þykkar úr Seyðis- hólarauðamöl eru ódýrustu og jafnframt beztu plötur sinnar tegundar á markaðnum. Forðist eftirlíkingar. Milliveggja- og einangrunai-plötur úr Snæfellsvikri eru dýrari en jafnframt bezta og mest notaða framleiðsla sinnar tegundar Loftsteinar og milliveggjaholsteinar fyrirliggjandi. Gang- stéttarsteinar úr steypu og rauðamöl ca. 20x40x9 cm á 9,50. FYRIRLIGGJANDI: Rauðamöl úr Seyðishólum möluð og ómöluð, vikurmöl, vikursandur, sement, sements- litir, harðviður, húsgagnaplötur, teakspónn, álmspónn, askspónn, mahoganyspónn, sænskur þakpappi í stað járns (EVERS), danskar EXPANKO korngólfflfsar, amerískar CELOTEX hljóðeinangrunarplötur og lím og fl. byggingavörur. JÓN LOFTSSON H.F. Hringbraut 121 — Sími 10600.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.