Vísir - 01.10.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 01.10.1962, Blaðsíða 4
4 V í SIR . Mánudagur 1. október 1962. Þegar íslenzkir sjó- menn, sem sigla til sov- ézkra hafna, eru spurðir um álit sitt á þeim, er það undantekningar- laust neikvætt. Einkum er um að ræða tvær hafnir, í Leningrad og í Ventsspils í Lettlandi. Álit þeirra á Ventsspils er að þar sé ástandið fyrir neðan allar hellur. vægast sagt hörmulegt. En þegar talað er um Leningrad er aldrei tek- ið jafndjúpt í árina, þótt greinilega megi heyra á þeim, að þeir láti sér fátt um finnast. Þeir geta þess að þar sé margt að sjá, einkum glæsileg- ar stórbyggingar, frá tímum keisaranna, og söfnin sem þess- ar hallir geyma, Að öðru leyti eru þeir ekki hrifnir. Stjórn- málaskoðanir móta ekki álit sjómanna á éinstökum höfnum, það þykist ég þekkja. Þeir meta þær mikið, ef ekki mest eftir því, hvernig þeim líður og líkar þar lífið, fjarri heimilum sínum, hvernig þeir geta stytt sér stundir í frítímum sínum frá vinnu um borð. „Heldurðu að það sé dómur, maðui\“ Lagarfoss er meðal þeirra Is- lenzku skipa, sem flytur fryst- an fisk á Rússlandsmarkr.ð. Hann hefur verið í þessum sigl- ingum sl. eitt til hálft annað ár. Þar vonast skipverjarnir eftir að hver ferð til Ventsspils verði sú síðasta. „Eitt og hálft ár og sér ekki fyrir endann á því“, sagði einn þeirra. „Heldurðu að það sé dómur, maður“. Óveðrið forðaði frekari töfum. En einmitt til þessara dómadags staða, Leningrad og Ventsspils, var ferð minni og konu minnar heitið snemma í ágúst. Það var áætlað að ferðin tæki 30 — 40 daga. Hvort sem það var til- viljun eða Sovét-skipulaginu að kenna, töfðumst við um 10 daga í þessum höfnum. Skipsmenn á- töldu skipulagið, en sögðu samt að við hefðum sloppið vel. Þeir þekktu lengri tafir, en voru samt ekki á því að gefa skipu- iaginu plús í þetta sinn. Taf- irnar í Leningrad hefðu getað orðið nokkrum dögum meiri, ef aðvífandi óveður hefði ekki neytt Rússana til að binda skip- ið, sögðu þeir. Til skýringar verð ég að geta þess, að fyrst beið skipið við mynni Neva- fljótsins, sem Lgningrad stend- ur við. Síðan vorum við lóðsuð inn á höfnina, þar sem lagzt var við akkeri, en komumst ekki upp að bryggju fyrr en óveðursguðirnir tóku í taumana. Hættan var sú að skipið ræki fyrir veðrinu upp á land eða utan í önnur skip. Farþegarýmið á Lagarfossi, sem tekur 12 manns, hafði ver- ið fullt allt sumarið, en í þetta sinn fóru aðeins sex, þrenn hjón. En þegar komið var til Kaupmannahafnar á útleið, urðu Lánus Ársælsson, útgerð- armaður í Vestmannaeyjum, og kona lrans, að fara í land og snúa heim. Hin hjónin voru Magnús Magnússon, póst- og símstjóri í Vestmannaeyjum, og Marta kona hans. Jafnframt voru með skipinu eiginkonur nokkurra skipverja. Okkur farþegunum varð tíð- rætt um það, sem fyrir hönd- um væri, þegar í land yrði kom ið austantjalds. Svörin, sem við fengum, voru eins og áður er getið. En mér er óhætt að full- yrða, að það sem fyrir augun bar í Ventsspils, var hörmu- legra en við höfðum gert okkur I hugarlund. Það var á köflum óhugnanlegt. Þeim mun ánægju legra var í Leningrad. Ventsspils. Til Ventsspils var komið frá Finnlandi, nánar tiltekið Aabo. Þá var búið að losa í tveimur hálf-sænskum hafnarbæjum í Finnlandi, Vaasa og Jacobstad. Þar kom fátt á óvart. Fólkið var myndarlegt og ósköp venju- lega klætt. Bæirnir voru þrifa- iegir, með mörgum nýjum og stórum byggingum, einkum verzlunarhúsum og fjölbýlishús- um, sem öll báru fram úr skar- andi húsagerðarlist Finna gott vitni. Vaasa og Jacobstad eru báðir fólksfleiri en Ventsspils.. Höfnin í Ventsspils er hins veg- ar nokkuð stærri en þeirra hafn ir, og auk þess mun þýðingar- meiri. . < Afgreiðslan í Finnlandshöfn- unum gekk eins og í sögu. Skip- ið fór tafarlaust inn að bryggju, og vörurnar voru tilbúnar á hafnarbakkanum, ' og hafnar- verkamennirnir unnu betur en flestir aðrir hafnarverkamenn, eins og venjulega, að dómi skip- verja. Skipzt á skilaboðum. Það var heldur ekki verka- mönnunum í Ventsspils að kenna, hvað afgreiðsla skipsins dróst úr hömlu. Þeir unnu á átta tíma vöktum allan sólarhring- inn og drógu ekki af sér á með- an. Hafnarstjórnin í Ventsspils hafði lofað bryggjuplássi strax og við kæmum. En það var sama sagan eins og reyndar allt af þegar þangað kom. Skipið var látið bíða dögum saman. Enginn um borð vissi hvenær farið yrði að bryggju. Það gat orðið í dag, á morgun eða kann ske eftir marga daga. Skip höfðu orðið að bíða í allt að tuttugu og einn sólarhring vegna þriggja daga losunar. Skipstjórinn setti sig þegar í samband við hafnarstjórnina og útskipunarskrifstofuna. Það olli auðvitað erfiðleikum, að hann gat ekki talað við starfsmenn skrifstofanna persónulega. Þeim var bannað að hafa samband sfn á milli nema með skilaboðum, sem fóru gegnum loftskeyta- stöðina. Hún tók við boðum og kom þeim til réttra aðila. Beðið á Iegunni. Honum var sagt að bíða á legunni fyrir utan Ventsspils, , en hringja aftur síðar um dag- ! inn. Þar voru fyrir þrjú skip, sem biðu hafnar. Áður en þaú kæmust inn, hvað þá Lagar- foss, var skollið á hvassviðri, sem lokaði höfninni, svo að ekki var hægt að táka skip inn fyrr Þessi mynd úr Rússlandsbók bandaríska tímaritsins Life og gefin var út af Almenna bóka- j félaginu, gefur góða hugmynd úm þau andlit sem mæta ferða manni á gangi um götur Lenin- grad eða Ventsspils. Greinar- höfundi hafði verið sagt að hann mætti ekki taka myndir í Ventsspils. Hann gerði tilraun til að taka myndir en var þegar en því slotaði. Þetta var á öðr- um degi við Ventsspils. Skip- stjórinn hafði gert ítrekaðar til- raunir til að fá skipið tekið inn, en árangurslaust Stundum svaraði loftskeytastöðin ekki upphringingum, en það var vanalegt, þegar engar upplýs- ingar lágu fyrir í landi. Á þennan dónalega hátt gat hafnarstjórnin komizt hjá þvf að segja nokkuð um það, sem hún vissi raunar ekkert um enn- þá. Þegar veðrið lægði og aftur var hægt að lóðsa inn í höfn- ina, var Ventsspils umsetin 10 skipum. Um þetta leyti bar að rússneskt skip, sem var þegar tekið inn. Næsta skip fór ekki inn fyrr en nokkrum klukku- stundum síðar. Þao er venjan, bæði í Leningrad og Ventsspils, að láta rússnesk skip ganga fyr- ir öðrum skipum, var mér sagt. í stóru landi. En eftir fjóra daga fékk Lag- arfoss bryggjupláss. Þá hefði björninn átt að vera sama sem unninn og skipið búið að losa á sjötta eða sjöunda degi. En nú stóð á frystivögnum. Þeir voru ókomnir. Sjófragt, eins og skrifstofan var kölluð, sem sá um vörumóttökuna, vissi ekki hvenær þeirra var von. En þeir voru á leiðinni, sagði húm. Skrif- stofan var spurð hvar vagnarn- ir væru, en það gat hún heldur ekki upplýst. Einhver skrifstofa í Moskvu sá um að ráðstafa þeim. Þegar fauk í skipstjóra vegna seinagangsins og hann spurði þá hvernig í ósköpunum á þvi stæði að þeir vissu ekkert um vagnana, ypptu ' fulltrúarnir Framh. á bls. 7. ÁSMUNDUR EINARSSON blaðamaður fór fyrir skönimu með Lagarfossi til Sovétríkjanna í boði Eimskipafélags íslands. Mun hann skýra lesend- um Vísis frá því sem fyrir augu bar í ferðinni í nokkrum greinum hér í blaöinu á næstunni. Birtist fyrsta grein Ásmundar um ferðina hér í dag. Segir hann þar frá heimsókn til Ventsspils og bregður upp svipmynduth af viðdvölinni þar. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.