Vísir - 01.10.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 01.10.1962, Blaðsíða 7
VÍSIR . Mánudagur 1. október 1962. 7 Ventspils - Framhald af bls. 4. bara öxlum og sögðu á ensku: This is a big cóuntry. Meðan á þessu gekk, fórum við farþegarnir í land og lituð- umst um í bænum. Við áttum á ýmsu von, eftir það sem við sáum á kvöldin úti á legunni, þegar risastórum ljóskösturum var beint út á sjóinn frá strönd- ínni. Með vissu millibili var kveikt á mjög stórum ljóskösturum uppi á ströndinni. Þeim var beint út á sjóinn fyrir utan Ventsspils og náðu mörg hundr- uð metra út. Einnig var öðru hvoru skotið á loft skærum ljós blysum, sem lýstu upp leguna og lengra út. Með þessum ljós- kösturum var hægt að fylgjast með öllum hreyfingum skipa og smábáta við strandlengjuna. Það kom líka á daginn, að þarna voru hermenn að verki, þeir, sem áttu að stöðva sérhverja flóttatilraun frá landinu. Það fór nokkur hrollur um mig, þegar ég stóð úti á þilfari eitt kvöldið í „ljósadýrðinni" og gerði mér í hugarlund bát með fióttamönnum innanborðs á leið frá landi, og óhjákvæmileg örlög þeirra. (Frh.) ' Ásmundur Einarsson. Akrcines — Framhald af bls. 2. hættir þó til áð færast of mikið í fang. Skúli Hákonarson átti og góðan leik svo og Þórður Jónsson meðan hans naut við. KR-liðið lék sinn bezta leik í sumar. Heimir var bezti maður liðsins og bjargaði hinum ótrúleg- ustu skotum. Vörnin og framverð- irnir voru í allt of miklu sálar- stríði gagnvart framherjum Akra- ness til að ná árangri og því urðu mörkin mörg í þessu leik. Garðar var samt góður í þessum leik. Örn Steinsen átti sinn 1 bezta leik í sumar og Ellert og Halldór voru góðir í framlínunni. Gunnar Guð- mannsson fékk tvö tækifæri i leikn um til að komast á blaði með markaskoruripn 1. deildar, en hann tók tvær vítaspyrnur báðar án ár- angurs, sú fyrri í stöng og út fyrir en hin síðari beint í fang mark- varðar. Úrslitin í leiknum eru ekki sann- gjörn. KR hefði átt sigur skilið, 5:4 eða 4:3 hefði verið sanngjarnt eftir gangi leiksins. Magnús Pétursson dæmdi leik- inn allvel. Fffcim — framhald af bls. 2. valdsson v. útherji átti það innan markteigs Fram en lyfti boltanum yfir markslána. Lúmskulegt skot á 40. mín. frá Elíasi framverði Vals var. nær farið í netið fyrir atbeina vindsins, en Geir sló yfir á elleftu stundu. Þannig Iiðu mínúturnar. Áhugamennirnir í stúkunni töldu mínúturnar frosnir í haustnepj- unni og stöðugt hélzt pressan á syðra markið, en alltaf án árang- urs fyrir Valsmenn. Þegar Geir bjargaði svo skoti á síðustu mín- útu leiksins og sparkaði beinustu leið út af vellinum var vitað hver var sigurvegarinn, enda var leikn- um flautað af nokkrum sekúndum síðar. Mjög erfitt var að sýna getu í knattspyrnu í gær í slíku veðri, enda varð sú raunin að fæstir áttu góðan leik. Markverðir liðanna áttu þó góðan leik við þessi ömur- legu skilyrði. Áhorfendur voru heldur fáir í gær. Grétar Norðfjörð dæmdi leikinn og gerði það vel. #i! Sigurganga nor- rænnar samvinnu Bónorð á Konungahellu. Meðal fornra frásagna, er herma frá norrænni samvinnu, er sú, sem nú skal greina: Það var einn vetur, að Ólafur Noregskonungur Tryggvason sendi menn til Sigríðar drottn- ingar í Svíþjóð, er kölluð var hin stórráða, og hóf upp bón- orð sitt við drottningu. Hún tók því vel, og var það mál fest með einkamálum. Um vorið fór Ólafur konung- ur austur til Konungahellu, til stefnu móti Sigríði drottningu. En er þau fundust, þá töluðu þau það mál, er rætt hafði ver- ið um veturinn, að þau mundu gera samgang sinn, og fór það mál allt líklega. Þá mælti Ólafur, að Sigriður skyldi skírn taka og rétta trú. Hún svarar: „Ekki mun ég ganga af trú þeirri, er ég hefi fyrr haft og frændur mínir fyr- ir mér. Mun ég og ekki að því telja, þótt þú trúir á þann guð, er þér Iíkar.“ „Þetta mætti verða vel þinn bani“. En nú tók að síga í biðilinn, sem var maður bráðlyndur, — og stillingin engin. Hann mælti af þjósti: „Hví mun ég viija eiga þig hundheiðna?" og laust í andlit henni með glófa sínum, er hann hélt á. Stóð hann upp síðan og bæði þau. Þá mælti Sigríður: „Þetta mætti verða vel þinn bani.“ Fór konungur norður í Vík- ina, en drottning austur í Svía- veldi. Þessi tilraun til norrænnar samvinnu hlaut þannig heldur kuldaleg og snögg endalok. En orð Sigríðar stórráðu reyndust spámæli og rættust áður en varði. Sveinn tjúgu- skegg Danakonungur fékk henn- ar skömmu síðar, og eggjaði hún nú eiginmann sinn lög- eggjan til orrustu við Ólaf Tryggvason. Konungum Svía og Dana, ásamt norskum keppi- nautum Ólafs konungs tókst með samstilltu norrænu átaki að ráða niðurlögum hans í Svoldarorrustu, árið eitt þús- und, sama ár sem allar þjóðir Norðurlanda höfðu tekið kristna trú og játazt undir boðskapinn um bróðurkærleik og fyrir- Bræður munu berjast. Tæpar tíu aldir eru liðnar í aldanna skaut síðan er hið sögu- lega bónorð átti sér stað á KonungaLelIu. Á þeim öldum hefur á ýmsu gengið með norrænum þjóðum. Hver styrjöldin rak aðra milli þeirra sjáifra. Öld eftir öld sannaðist það á norrænum mönnum, að bræður munu berj- ast og að bönum verðast. Þó lifði jafnan hin norræna' hugsjón um bræðralag, frið og samheldni. Oft sáust bláar vak- ir á dökkum himni. En yfir þyrrndi aftur og aftur. lífsins og allra þjóðfélagsstétta. Fá eru þau félög, stéttafsamtök eða starfshópar, sem hafa ekki samband við hliðstæða hópa annars staðar á Norðurlöndum. Á sviði löggjafar, menningar- og skólamála, félagsmála, — alls staðar gætir þessa norræna samstarfs. í alþjóðlegum sam- tökúm bera Norðurlönd saman ráð sfn og standa oftast sem einn maður. Það veitir þeim meira en fimmfaldan styrk. Orð Hedtofts. „Það er þetta þéttriðna net af þráðum vináttu og samstarfs um öll Norðurlönd, sem ljær norrænni samvinnu styrk, sem er einstakur í sinni röð. í þessu er fólgin ástæðan tii þess, að norrænu þjóðirnar hafa í friði og eindrægni leyst gagnkvæm vandamál, sem á stundum hafa virzt torleyst." Svo mælti einn merkasti frömuður norrænnar samvinnu, Hátíðarræða Gunnars Thoroddsen, formanns Norræna félagsins Gunnar Thoroddsen. drjúgt veganesti, um leið og úrlausn þessa viðkvæma máls leggur lárviðarsveig um höfuð og herðar hinnar dönsku þjóð- ar. Fjölgun félagsmanna. Norræna félagið á Islandi er 40 ára í dag. Systurfélögin i Danmörku, Noregi og Svíþjóð eru 3 árum eldri, norræna fé- lagið í Finnlandi var stofnað 1924 og norræna félagið í Fær- eyjum 1951. Við þökkum þess- um félögum öllum ágæta sám- vinnu. Við bjóðum heiðursgest- ina a' kvöld, Önnu Borg og Poul Reumert, hjartanlega velkomna, og þökkum einnig öðrum skemmtikröftum, sem hér munu koma fram. Og heitstrenging okkar á þess- um degi hlýtur að vera sú, að efla enn sem bezt félag okkar, en jarðvegur er þar vissulega frjósamur, þegar það er haft I huga, að á einum áratug hefur félagsmönnum norræna félags- ins á Islandi fjölgað úr 1000 f 2400 og félagsdeildum úr 4 upp í 22. Andi friðar og einingu. Orð Óskars Svíakonungs. I Fyrir hálfri annarri öld tók að rofa til og birta upp að marki. Síðan 1814 hafa þjóðir Norðurlanda ekki borið vopn hver á aðra. Og árið 1856 er svo komið málum, að Óskar Svíakonungur mælir hin eftir- minnilegu orð: „Héðan í frá er styrjöld milli bræðraþjóðanna á Norðurlönd- um óhugsandi.“ Sigurganga norrænnar samvinnu. Á 19. öld hófst sigurganga norrænnar samvinnu, og sú ganga hefur haldið áfram á 20. öld, enn markvissari og meiri að vöxtum. En fjarri fer því, að það hafi verið óslitin sigurför. Braut. hins norræna samstarfs ér vörðuð vonbrigðum og mis tökum. Oft hafa góð mál strand- að og árekstrar orðið. Og því er það stundum, þegar slíkt kemur fyrir, að hljóð heyrist úr horni hinna efagjörnu: „Þarna sjáið þið norræna samvinnu í verki! Ekkert anna? en orðagjálfur og glasaglaur ur!“ En eitt visnað tré má ekk. skyggja á allan skóginn. Og i t sársauka vonbrigða út af einu og einu máli, mega menn ekki loka augunum fyrir öllu því, sem áunnizt hefur og vel er gjört. Ekki viljum við leysa upp Sameinuðu þjóðirnar, þó að þeim hafi ekki tekizt að friða alla hina herskáu heimsbyggð Nær til allra sviða þjóðlífsins. Hið norræna samstarf er nú orðið svo víðtækt, að það nær svo að segja til allra sviða þjóð- Hans Hedtoft. Það á að vera auðkenni og aðalsmark norrænnar samvinnu, að sá, sem sterkari stöðu kann að hafa hverju sinni, neyti ekki aflsmunar, heldur láti lögmál vinsamlegrar og heiðarlegrar samvinnu og samkeppni ráða úrslitum, hvort sem árekstur verður á láði, legi eða á lofts- ins leiðum. Og í norrænum anda hefur mörgum vandleystum málum verið til lykta ráðið. Handrítamáiið. Afgreiðsla handritamáisins er ávöxtur norrænnar sanivinnu og verður henni aflgjafi®og Nær tíu aldir eru liðnar frá hinni sögulegu bónorðsför til Konungahellu. Bónorðum mun nú almennt háttað nokkuð á annan veg en þá var titt, og af- leiðingar þeirra tæplega eins ör- lagaríkar. Að minnsta kosti væntum við þess, að norrænar þjóðir eigi engar Svoldarorrust- ur yfir höfði sér. Hitt skulum við (vona og þess skulum við biðja, að sá andi friðar og ein- ingar megi jafnan svlfa yfir vötnum Norðurlanda, að á sannist þar þ'au orð Völuspár, að þar skulu dyggvar dróttir byggja og um aldurdaga yndis njóta. iALLETSKOLINN Laugaveg 31 (áður Tjarnargötu 4). — Kennsla hefst í byrjun október. — Barnaflokkar fyrir og eftir hádegi. Eft- irmiðdags- og kvöldtím- ar fyrir konur. Upplýsingar og innritun daglega kl. 3—6 í síma 24934. Oansskóli Elly Þorláksson tekur til starfa í október í Keflavík og Hafnarfirði. — Kennslu- greinar: Ballet- og akrobatik fyrir börn og unglinga. Plastik fyrir konur. Upplýsingar í síma 18952 daglega kl. 12—3.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.