Vísir - 02.10.1962, Side 1

Vísir - 02.10.1962, Side 1
 Menntaskókinn vnntnr húsnæði fyrir næstn nr , Ómögulegt að bíða lengur,1 mál,“ hélt rektor áfram, „en það er einlæg von þessara sömu aðila, að viðunandi lausn verði komin á málið fyrir næsta haust, enda ómögulegt að bíða lengur.“ NEMENDAFJÖLGUN UM 100. Nemendum fjölgaði um hundr að frá því í fyrra og verða þeir í vetur 850 í stað 750. Bekkjar- deildir verða 37 en voru 32 í fyrra. Mun fleiri sóttu um setu í þriðja bekk en gert hafði ver- ið ráð fyrir. Rektor sagði, að það hefði verið „örþrifabráðabirgðaráð" að taka á leigu næsta skólaár húsið Þrúðvang, þar sem Tón- listarskólinn var áður til húsa. Frh. á 5. síðu sngði rektor við skóln- setningu Menntaskólinn í Reykjavík var settur í 117. sinn i gær af rektor Kristni Ármannssyni. í upphafi ræðu sinnar lýsti rektor vonbrigðum sínum og velunn- ara skólans vegna þess „áð fyr- irhugaðar og nauðsynlegar við- byggingar við skólann komu ekki upp fyrir þetta haust. Ég mun ekki fara nánar út í það Á SAL I Myndina hér fyrir ofan tók ljós- myndari Vísis við skólasetningu Menntaskólans f gær. Kristinn Ármannsson rektor er i ræðu- stól. Hann lagði áherzlu á það i ræðu sinni, að leysa yrði hið bráðasta húsnæðisvandræði Menntaskólans, en yfir 800 nemendur eru nú í skólanum. YFIRDÝRALÆKNIR HINDRAR FRAM KVÆMD LAGA UM HOLDANAUT Á síðasta Alþingi voru, að frumkvæði Ingólfs Jóns sonar landbúnaðarráð- Um 17 þús. á skólabekk Flestir starfandi skólar Reykja- víkur hófu kennslu í morgun. Mátti sjá i morgun hvarvetna á götum úti, börn og unglinga með skóla- töskur undir hendinni. Er eins og færist nýr svipur yfir borgarlifið, enda ekki um svo lítil stakka- skipti að ræða — um 16.500 böm og unglingar setjast á skólabekk þessa dagana. Við þessa tölu er þó það að athuga, að Háskólastúdentar og nemendur í Iðnskólanum og Sjó- mannaskólanum eru taldir með, en um má deila hvort hægt sé að flokka þá nemendur undir ung- linga. í 11 barnaskólum borgarinnar eru 8400 börn og í 12 gagnfræða- skólum eru 4800 nemendur. I gagn- fræðaskólunum hefur orðið nokk- ur aukning, en hins vegar stendur fjöldi barnaskólanemenda í stað. Kennarar við barnaskólana eru 240, en við gagnfræðaskólana 160. VÍSIR ÓDÝR- ASTA BLAÐID í morgun tilkynntu öll morgunblöðin hækkanir á áskriftargjaldi og verði í lausasölu. Frá og méð deginum í dag hækkar verð Vísis einnig, en hann er áfram ódýrasta áskrifendablaðið. Mun Vísir nú kosta kr. 55 á mánuði til áskrif- enda hvar sem er á landinu, en í lausasölu fjór- ar krónur. v herra, sett lög um aukna holdanautarækt hér á landi með það fyrir augum að efla íslenzkan landbúnað með nýrri búfjárgrein og sjá neytendum fyrir betra nautakjöti en hingað til hefir verið hér á markað- inum. En nú hefir það gerzt að einn maður, Páll A. Pálsson yfirdýralæknir, hefir hindrað framkvæmd þessara laga, en þau voru háð samþykki hans sem yfirdýralæknis og forstöðu manns Tilraunastöðvar landbúnaðarins í meina- fræði að Keldum. Á síðasta þingi beitti landbún- aðarráðherra sér fyrir fjárveitingu til sóttvarnastöðvar í því skyni að kynbæta þann holdanautastofn, sem er fyrir i landinu. Stöð þessi átti að hafa með höndum innflutn- ing á djúpfrystu sæði holdanauta. Samþykkt voru lög um að setja þessa stöð upp. Páll A. Pálsson yfirdýralæknir, Pétur Gunnarsson tilraunastjóri og Ólafur Stefánsson Framh. á bls. 5. ísfirzkir ritstjórar í heimsókn í siðastliðinni viku voru á ferð í Reykjavík ritstjórar ísafjarðarblaðanna. Voru þeir í boði Flugfélags is- lands að kynna sér starfsemi félagsins. Á myndinni eru (frá vínstri); Kristján Jónsson frá Garðsstöðum, ritstjóri isfirðings, Jón H. Guðmundsson, ritstjóri Skutuls, Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugfélagsins, Guðfinnur Magnússon, ritstjóri Vesturlands, og Halldór Ólafsson, ritstjóri Vestfirðings.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.