Vísir - 02.10.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 02.10.1962, Blaðsíða 8
V1SIR . Þriðjudagur 2. október 1962. Otgetandi: Blaðaútgátan VISIR Ritstíórar Hersteinn Pálcson. Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Porsteinn 0 fhorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 45 króuur á mánuði. t lausasölu 3 kr. eint. — Slmi 11660 (5 linur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f Smyglarar grátt leiknir Mönnum er það í fersku minni að í fyrra lækkaði ríkisstjórnin tolla á mörgum nauðsynjavörum almenn- ings. Meðal þeirra voru nylonsokkar og margs konar annar kvenfatnaður, ljósmyndavörur, íþróttaáhöld og fleira. Þessi tollalækkun vakti mikla athygli vegna þess að fram að þessu hafði hver ríkisstjórn á fætur annarri hækkað tollana, en ekki lækkað þá. Hrakspárnar í stjórnarandstöðublöðunum vantaði heldur ekki. Talið var víst að þetta myndi leiða til stórtekjutaps fyrir ríkissjóð, sem síðan yrði að bæta upp með nýjum sköttum á almenning. En ólukkufuglarnir höfðu á röngu að standa. Vísir hefir aflað sér þeirra upplýsinga að fyrra misseri þessa árs voru tollatekjur ríkissjóðs af þeim vörum sem toll- urinn var lækkaður á 17,5 millj. krónum meiri en á sattia misseri 1962. Hér hefir því tvennt áunnizt. Almenningur hefir fengið mun verðlægri vörur en tekjur ríkissjóðs hafa jafnframt aukizt. Þeir einu, sem töpuðu á þessari tolla- lækkun voru smylgararnir. Þannig á að stjórna. Þannig á að vinna að bættum hag almennings. Engin óþörf útgjöld Það er mikið talað um nauðsynina á að spara. Og við orðin tóm er ekki látið sitja. Stórkostleg aukning hefir á síðustu misserum orðið á sparif járeign landsmanna. Þjóðin hefir aftur öðlazt traust á krón- unni. Það traust lýsir sér í því að síðan núverandi ríkis- stjóm tók við er spariféð komið á annan milljarð króna í lánastofnunum landsins. Hér er fengin undirstaðan undir heilbrigða fjár- festingu, sem ekki leiðir af sér verðbólguþróun. Það er þýðingarlaust að skipa þjóðbankanum að prenta seðla, ef engin raunveruleg verðmæti standa að baki þeim. Slík útgáfustarfsemi býður verðbólgunni heim. Því verður mikilvægi sparif jársöfnunar seint ofmetið. En það er ekki aðeins almenningur í landinu, sem hefir lagt fé á vöxtu eftir að efnahag þjóðarinnar var komið á réttan kjöl. Ríkið hefir einnig framkvæmt sparnað í rekstri sínum. Á þriðju milljón. króna voru sparaðar með sameiningu Tóbaks- og Áfengisverzl- unarinnar. Og hin sameiginlega gjaldheimta sparar um 6 millj. króna á ári. Þannig dregur ríkið úr útgjöldun- um án þess að dregið sé úr þjónustunni við þegnana. Hér hefir ríkið farið inn á rétta braut. En ekki má hér láta staðar numið. Halda þarf áfram ítrustu hagsýni í opinberum rekstri og niðurskurði óþarfa útgjalda. Kennedy og dóttir hans í forsetaskrifstofunni í Hvíta húsmu. Kennedy var ekki kvongaður áður Nokkuðhefir verið um það rætt og ritað að und anförnu vestan hafs, að Kennedy Bandaríkjafor- seti muni hafa verið kvæntur áður en hann gekk að eiga Jacqueline konu sína, en það hefir verið borið til baka af ýmsum blöðum. Sú fregn hefur gengið í meira en ár, að John F. Kennedy for- seti hafi gengið að eiga konu að nafni Durie Malcolm árið 1947, en fengið skilnað skömmu síðar eða hjúskapurinn verið 6- giltur. Dune þessj hafði verið gift og skilin tvívegis, áður en hún átti að sögn að ganga f hjónaband með núverandi for- seta Bandaríkjanna. Hann gekk hins vegar að eiga Jacqueline Bouvier 12. september 1953. Staðfesting fæst hvergi. Á því tímabili, sem liðið er frá þvf að flugufregnin komst á kreik, hafa blöð og fréttastof- ur rannsakað málið og reynt að komast að hinij sanna. Niður- stöður allra hafa verið hinar sömu — hvergi hefur fengizt staðfesting á sögunni um hjú- skap forsetans og Durie Mal- colm. Ýmis blöð æsingafélaga og sorprit hafa hent sögu þessa á Iofti, en ekkert stórblaða landsins sinnt henni fyrr en í byrjun þessa mánaðar. Þá birti Parade, sunnudagsblað, sem dreift er með fjölda dagblaða um land allt, bréf frá lesanda, sem spurði, hvað hæft væri í sögunni um hjúskap Kennedys árið 1947. Barade svaraði að um slíkan hjúskap hefði aldrei verið að ræða. Síðan hafa bæði Newsweek og Washington Post — sömu eigendur — borið það til baka, að nokkuð sé hæft í þessari sögu, og Pierre Salinger, blaða- fulltrúi forsetans, hefur hvað eftir annað svarað fyrirspurn- um um þetta á sömu leið: „For- setinn hefur aðeins gengið í hjónaband einu sinni — með konu sinni, Jacqueline". Vildi ekki mótmæla. Forsetinn hafði lengi hugleitt, hvort hann ætti að gefa út op- inber mótmæli vegna jflugu- fregnarinnar, en ætíð talið,' að slík yfirlýsing mundi aðeins vekja athygli á slúðursögu, sem mundi fá hægt andlát af sjálfu sér að öðrum kosti. Það vekur annars athygli, að Durie Malcolm, eða Durie Shev- lin, eins og hún heitir nú, því að hún hefur gifzt í þriðja sinn, Thomas Shevlin — vígslan fór ' raúnar fram árið 1947, sama árið og hún átti að hafa gifzt Kennedy — hefur ekki fengizt til að láta hafa neitt eftir sér um þetta mál. Hún vili hvorki neita né viðurkenna þetta, og forðast meira að segja blaðá- menn með því að láta taka síma sinn úr sambandi og fara huldu höfði. Upphafið í ættartölu. Annars er nú upp komið, hvar saga þessi á upptök sín. Það er í ættartölu Blauvelt-ætt- arinnar, en hún var samin 1957 af Louis nokkrum Blauvelt, sem bjó í New Jersey-fylki. Á ættar- talan að vera „tæmandi upp- talning á afkomendum Gerts Hendricksen (Blauvelt, 1620 — 1687), sem fluttist til Banda- ríkjanna 1638“. Durie Malcolm, sem komin er af manni þessum í ellefta lið, kvenlegg, er sögð fyrst hafa gifzt Firmin nokkrum Desloges Qg síðan John Berbach, en skil- ið við báða. Síðan er sagt, að hún hafi gifzt John F. Kennedy, syni Joseph Kennedys, er var sendiherra í London, en þau ýmsar villur, m. a. ruglað röð fyrsta og annars eiginmanns konunnar, og ekki nefnt, að þeg ar þessi þáttur ættartölunnar var ritaður, 1956, var Durie gift Thomas Shevlin og hafði verið síðan 11. júlí 1947. Kennedy-arnir þekktu hana. En alls ekki er borið á móti því, að John F. Kennedy þekki konu þessa. Kennedyarnir þekkja hana raunar allir frá því að þau voru grannar á Palm Beach á Floridaskaga árið 1947. Þau voru andbýlingar þar um skeið, en Kennedy hefur sagt frá því sjálfur, að hann hafi nokkrum sinnum farið út að skemmta sér með henni þetta ár, og hann segist líka hafa þekkt móður hennar og stjúpa. En meiri voru kynnin ekki. Einn af starfsmönnum Kenne dys forseta hefur haft tækifæri til að kynna sér þau gögn, sem Louis Blauvelt notaði við samn- ingu ættartölunnar, og segir hann, að í umslagi því, sem hafði „fylgiskjölin" inni að halda varðandi Durie Malcolm, hafi aðeins fundizt ein blaða- úrklippa, þar sem sagt var, að Kennedy og Durie hefðu sézt saman á skemmtistað. . Eftir því að dæma virðist mý- fluga hafa verið blásin upp í úlfalda í huga Blauvelts. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.