Vísir - 02.10.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 02.10.1962, Blaðsíða 9
V í SIR . Þriðjudagur 2. október 1962. 9 Lifandi manna land Þorsteinn frá Hamri: LIF- ANDI MANNA LAND. - Ljóð, 62 bls. - Heims- kringla 1962. TTngt skáld hefur nýlega sent frá sér þriðju ljóðabók sfna. Þorsteinn frá Hamri hef- ur áður gefið út bækurnar „í svörtum kufli“, „Tannfé handa nýjum heimi“ og nýja bókin heitir „Lifandi manna land“. Ég veit ekki hvort þessir titlar hafa táknræna merkingu en ef svo er verður að skilja það sem vax- andi bjartsýni höfundar. Það er líka meiri hlýja f ljóðum hans en oft áður og meiri mýkt, einkum í síðari hluta bókarinn- ar. Hins vegar efast ég um að Þorsteinn frá Hamri sé enn bú- inn að ná fullri mótun í Ijóðlist sinni enda væri það með ólík- indum hjá svo ungum manni. Hitt skiptir meira máli að hann lítur skáldskap sinn miklu alvarlegri og raunsærri augum en ungum skáldum íslenzkum er tamt og það bendir til þess að vegur hans verði að sama skapi lengri í bókmenntum okkar. Tjetta kemur fram í mörgu og þó fyrst og fremst í tveim atriðum. Hann hefur ekki talið sjálfan sig yfir það hafinn að leggja sitt járn á afl fomra og nýrra skálda og hamra það í eldi þeirra og hann hefur ekki heldur álitið það fyrir neðan virðingu sfna að ganga í smiðju íslenzkrar tungu til að hvessa málfar sitt og tungutak. Það er þetta sem yfirleitt stendur ungu skáldunum fyrir þrifum en er styrkur Þorsteins frá Hamri. Tungutak hans er lif- andi og fagurt þótt það sé ekki alltaf • eins meitlað og æskilegt væri þegar tillit er tekið til þess forms sem hann hefur valið sér. Hann skilur að minnsta kosti að tungan er hljóðfæri skáldsins og á það verður að læra eins og hvert annað hljóð- færi ef það á að geta borið fram þá óma sem skáldið heyrir hið innra með sér. Þannig hefur Þorsteinn frá Hamri gengið til verks af alvöru og vill greini- lega læra sitt „fag“ eins og bezt verður á kosið. Lifandi manna land er í þrem hlutum, nefnast þeir Vegferð, Að bfða eftir fregn og Birta. Fyrsti hlutinn hefur að geyma 7 ijóð nokkuð misjöfn að gæð- um. Bezt eru Staðlaus hugur í nóttinni, Jól mannsins og Leit. . í þeim kemur fram sá hæfileiki Þorsteins að láta orðin segja meira en merkingu sína. Formið er knappt og snöggt, stíllinn er stuttur og expressjónistískur. Staðlaus hugur í nóttinni er svona: A nnar hluti bókarinnar er einnig 7 ljóð og miklu sund urlausari en fyrsti og síðasti hluti bókarinnar. Manni skilst —r-'ps'- Brian Holt að öll fjalli ljóðin um dauðann en missa sum hvér marks vegna þess hve þau eru laus í reipun- um og sannfæringarlaus eins og t. d. ljóðið um Lúmúmba. Beztu kvæðin f þessum hluta eru tvö hin síðustu Við eldana og Val- týr á grænni treyju. Seinasti hlutinn er ljóðasam- stæða 8 Ijóða, en form þeirra er svo ólíkt að samstæðan fer að nokkru úr skorðum af þeim sökum. Hér skiptast á stutt, hnitmiðuð ljóð og prósakaflar sem þarf að yrkja upp á nýtt til þess að þeir verði að ljóðum eins og t. d. VI (Þú ert úti í kulinu). En nafnið á kaflanum er rétt: Það er birta yfir þess- um ljóðum öllum og viðfelld- inn notalegur blær. Minn smekkur velur aftur tvö síðustu ljóðin Kemur regn, kemur sól, Ein hin merkasta er- lenda menntastofnun, sem hér á landi starfar, er British Council. Brit- ish Council er sjálfstæð stofnun með aðsetri í Lundúnum. — Hlutverk hennar er að kynna brezka menningu erlend is og vinnur stofnunin að því á mjög margvís- legan hátt. Veittir eru námsstyrkir til margra landa og þekkjum við íslendingar þann þátt starfsins bezt. Þá býður stofnunin einnig fulltrúum erlendra þjóða í kynnisfarir til Bretlandseyja og eru þá iðulega fulltrúar ein- hverrar listgreina f förinni. Einnig gengst stofnunin fyrir umfangsmikilli enskukennsiu í mörgum ríkjum, stofnun Menningarstarf Nótt og hugurinn reikar er mér ofvaxið þetta fallvalta líf? máninn slagar milli regnskýja hugurinn reikar, spyr er vatnið þorrið lækurinn horfinn til hafs fjallið hrunið? nótt ég hef ekkert að dylja hugurinn reikar staðlaus um lífvana gresjur er mér ofvaxinn þessi hverfuii hugur. kemur sá hýri morgunn og hið mjúk. Skáldið er undir nokkr- næst síðasta hljóðar svo: um áhrifum íslenzkra skálda Svona fer — hversu erfið sem er þín leit að byrginu sem þinu orði eirir: þú klýfur storminn storkandi grýttum reit og staldrar þegar þú heyrir þann saung er veit: hvers sigur að höndum fer þótt sviðinn sé staður fyrst og eyddur og tvísýnt einatt hver kostur þínum og þér og mínum og mér er reiddur. Cé litið á bókina í heild sakn- ar maður átaka. Ljóðin eru oft of mild, einkum þau sem eiga að bera í sér brodd ádeil- unnar. Hins vegar nýtur þessi mildi lýríski blær sín vfða á- gætlega. Þessi ljóð Þorsteins frá Hamri eru ekki stórmann- leg en mjög viðfelldin og klið- eins og t. d. Steins Steinars og Snorra Hjartarsonar en það verður að teljast eðlilegt og ekki um að sakast. Lifandi manna land sýnir framför og bendir til þess að hér sé um að ræða áfanga á leið til heil- steyptari listar. Njörður P. Njarðvík. Ófeigur J. Ófeigsson British Council enskra bókasafna, kynningu á brezkri list, myndlist, tónlist og leiklist og svo mætti lengi upp telja. Eins og í upphafi var sagt er British Council sjálfstæð stofft- un með sjálfstæðan fjárhag. Fé sitt hefir hún aftur á móti að mestu frá brezka ríkinu, en þess ber að gæta að ríkisstjórn- in getur ekki sagt British Council fyrir verkum. Hún er sjálfstæð menningarstofnun sem ekki skiptir sér af stjórn- málum. Dr. D. Brander. íslenzkir menntamenn hafa haft löng og góð kynni af British Council. Undanfarin ár hefir dvalizt hérsá landi kennari í ensku á vegum stofnunarinn- ar Mr. Donald Brander að nafni. Hefir hann kennt ensku bæði við Háskóla íslands og í einkaflokkum og hefir haft fjölda nemenda. Ótaldir eru hinir mörgu og veglegu námsstyrkir, sem Brit- ish Council hefir veitt Islend- ingum á liðnum árum. Þessir styrkir eru veittir fyrst og fremst til framhaldsnáms við brezka háskóla og vísinda- stofnanir og hafa jafnan verið mjög eftirsóttir, enda mun fá- gætt að jafn góðir námsstyrkir séu í boði. Hafa m. a. margir íslenzkir læknar stundað fram- haldsnám í fræðum sínum á vegum British Council á liðnum árum. Flestir styrkþegarnir snúa aftur heim til íslands að námi loknu eftir góð kynni af Framhald á bls. 10. Framlag Glasgow-háskóla til Ófeigs J. Ófeigssonar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.