Vísir - 03.10.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 03.10.1962, Blaðsíða 5
V^SIR . Miðvikudagur 3. október 1962. A heillastund kennaraskólans Nemendur í 4. bekk og stúdenta- deild mættu í fyrsta skipti í hinu nýja húsi Kennaraskólans við Skaftahlíð kl. 10 í gær. Bygg- ingin er enn skammt á veg komin og ýmislegt, sem á vantar til þess að þar geti hafizt fullt skólastarf nú þegar, en engu að síður var sérkennilegur blær yfir þeirri ein- földu athöfn, sem fram fór í einni skólástofunni, er hinn nýskipaði skóíastjóri, dr. Broddi Jóhannes- son, bauð nemendur velkomna í hið nýja hús. Þrengslavegur — Framhald af bls. < 1. Við fórum fyrst austur yfir Hell- isheiði og lögðum á nýja veginn þeim megin.' Það var þríbreiður Þrengslavegur, sem blasti við okk- ur, hár og myndarlegur. Þegar heiðarbrúninni var' rétt sleppt, komum við að þeim staðnum, sem vegagerðarmennirnir höfðust að. Þar höfðu þeir tengt veginn og voru að leggja síðustu hönd £ verk ið. „Vegurinn er þó engan veginn fullgerður, því við eigum víða eftir að leggja þriggjá metra lag ofan á, hækka hann allan upp," sagði einn.þeirra. „Sjáðu t. d. þarna. Á 700 metra spöl f óru 50.000 tenings- metrar af gjalli." Það er rétt hægt að ímynda sér öll þau hlöss, sem í veginn hafa farið. Um þessar mundir eru aðeins tveir bílar, sem aka £ hann, enda stutt að fara. „Gjallið er hins veg- ar að verða búið hérna, og ég held þeir standi uppi alveg ráðalausir hvort eigi að fara næst." Og ein þeirra sýndi okkur ofaníburðinn, hversu moldarkenndur hann væri. „Þetta er náttúrlega hvergi nógu gott." Við ympruðum á þv£ hversu fá- ir þeir væru, aðeins örfáir menn £ viðamikilli vegagerð. Þarna var ein vélskófla, tvær ýtur og tveir 8 tonna vörubílar. Með verkstjóran- um taldi flokkurinn 6 menn. Enginn páll, engin reka - það fannst jafnvel okkur skrít- ið, ungum mönnunum. Enn eru þó kaffiskúrarnir og vegavinnutjöldin fyrir hendi. Og ráðskona, guði sé lof. Nýi Þrengslavegurinn mun vera um 4 km. langur. Það hefur veHð unnið við hann á fjórða sumar, lítið eitt það fyrsta, en af fullum krafti hin þrjú. „Það má búast við þvf, að við hættum hvað úr hverju, það fer allt eftir veðrinu," sagði I annar bilstjóranna. Við ráfuðum um , nágrennið, drukkum kaffi f skúrnum og fylgd- umst með vinnubrögðunum dágóða stund. Það er víðar líf en f stórborg- inni Reykjavík. Þarna lengst uppi á heiði blómstraði það líka. Vega- yinnuvélarnar drundu og ruddu upp náttúruskapnaðinum. Á næsta leiti sat fólk á þúfnakollum og tíndi ber," Uppi í hæðardrögunum örlaði í leitarmenn úr Ölfusinu og þegar við renndum burt, mættum við þrem karlrriönnum, sém hugðust í steinaleit í 1800 metra löngum helli, Raufarhólshelli. í hellinn þann er tveggja mínútna gangur frá nýja Þrengslaveginum. Hann hóf mál sitt á þessa leið: „Ég býð ykkur öll velkomin og vona, að þið komið hér á heilla- stundu skólans ¦ og í lifi ykkar sjálfra. Hér vantar margt, til þess að skólahúsið sé fullbúið, en andi húss er andi þess fólks, sem þar starfar, og þar veltur meira á fólk- inu sjálfu en fullkomleik eða ó- fullkomleik þess húss, sem starfið fer fram f." Síðan gerði hann nemendunum grein fyrir starfinu fyrst um sinn, en ætlunin er, að nemendur 4. bekkjar og stúdentadeildar hefji starf samkvæmt bráðabirgðastunda skrá á fimmtudaginn. Verður þá fyrst og fremst lögð áherzla á æf- ingakennslu, t. d. er gert ráð fyrir, að þeir fylgist að einhverju leyti með kennslu í barnaskólum bæjar- ins fyrst um sinn. Er dr. Broddi hafði lokið máli sinu tók til máls Helgi Elíasson fræðslumálastjóri. Kvað hann lang- þráðan draum nú Ioks hafa rætzt* upphaflega hefði verið ráð fyrir því gert, að unnt yrði að flytja skólastarfið í hið nýja húsnæði síð- astliðið haust, en ekki getað af orðið, mest vegna tafa, sem stöf- uðu frá verkföllum. En nú erum við hingað. komin, mælti hann síð- an, og ég vona að alvaldur blessi starf okkar hér og svo árna ég ykkur heilla, bæði kennurum og nemendum. Dr. Broddi Jóhannesson þakkaði fræðslumálastjóra hlý orð, og þar með lauk þessari sögulegu stund í starfi Kennaraskóla íslands. Sogsorka — Framhald af bls. 1. það um miðjan mánuðinn eða ekki síðar en 20. þessa mánaðar. Raforkan verður leidd til Eyja með 30.000 volta spennu, sem er breytt í 6000 volt þar, en lágspenn- an þar er 220 volt, eins og annars staðar á Iandinu. Vetrardagskrá undirbúin Vetrardagskrá Ríkisutvarpsins er nú í undirbúningi og hefir út- varpsráð, og dagskrárstjóri Andrés Björnsson, unnið mjög að samn- ingu hennar að undanförnu. Mun verða tilkynnt síðar f mánuðinum um það hvernig hún verður. Að vanda munu ýmsir nýir þættir hefja göngu sína og eftir því sem blaðið hefir fregnað kennir þar nokkuð nýstárlegra grasa. Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarps- stjóri hefir dvalizt f Svíþjóð að undanförnu en mun nú f þann veg- inn að koma aftur heim. '¦:¦¦::¦! ¦¦¦:..:: : : ' ^ ^V : íslenzk stúlka í hinni fallegu sýningardeild fslands á kaup- stefnunni í Frankfurt Vel heppnuð íslenzk sýning í Frankfurt í síðasta mánuði tóku íslenzk fyrirtæki- þátt-í -hinni risastöru haustkáup'stéfriu í Frankfurt am Main í Þýzkalandi. Hafði Is- land sérstaka deild á sýning- unni og voru þar sýndar vörur frá 10 aðiljum, einkum ullarvör- ur alls konar, keramik, skart- gripir, húsgögn, fatnaður og minjagripir. Sýningin bar góð- an árahgur og hefur Vísir m. a. frétt, að mikil eftirspurn hafi verið eftir keramikmunum frá Gliti h.f., sem sýndi þarna. Auk þessara fyrirtækja höfðu Flugfélag íslands, Loftleiðir og Ferðaskrifstofa ríkisins sameig- inlegal Iandkynningardeild í sýn- ingarskálanum, þar sem gefriar voru upplýsingar um ferðamál auk ' almennra upplýsinga, en það var Ferðaskrifstof an, • sem beitti sér fyrir þátttöku I'slands í sýningunni. Sýningardeild íslands hlaut lofsamlega dóma í blöðum, út- varpi og sjórivarpi. Þeir, sem stóðu að sýningunni, munu síð- ar skýra nánar frá henni. Bílslys -- Fiamhald at 16. síðu: Ekki hefur reynzt unnt að yfir- heyra ökumann Volkswagen-bif- reiðarinnar. Hann var fluttur á slysavarðstofuna stuttu eftir að áreksturinn varð, en síðar um kvöldið á Landakotsspítalann. Var þá komið f ljós að hann hafði hlot- ið nokkuð höfuðhögg. Gerði hann sér engan veginn ljóst hvað gerzt hafði. Skyggni var slæmt, myrkur og rigning. Báðir bílarnir eru stór- skemmdir, einkum Volkswagen- bíllinn. Eins og á stóð bar ökumanni jeppans að nema staðar við gatna- mótin. Bústaðavegurinn er ekki að- albraut, en hefur aðalbrautarrétt við Stóragerði og Grensásveg. Hins vegar er þessi réttur ekki fyrir hendi þarna. Þetta hefur ruglað margan bflstjórann f ríminu. Það hefur ekki komið fram í yfirheyrsl- um að þetta hafi skipt máli í þetta sinn. En lögreglan telur þetta mis- ræmi í aðalbrautarréttinum ákaf- lega hættulegt, sagði einn af mönn- um hennar í morgun. Tryggingarskólinn settur Hér sést Þrengslavegur þar sem hann liggur af heiðinni niður i Tryggingarskólinn var settur s.l. mánudag í Iönskólanum. Skólinn er alveg nýr af nálinni, stofnaður af Sambandi islenzkra tryggingarfé- laga, en í þvi eru öll tryggingar- félög landsins, ríkisfélögin meðtal- in. Um 60 nemendur verða í skói- anum í vetur. Skólastjóri verður Þórir Bergsson tryggingarfræðing- ur. Við skólasetninguna flutti Stefán G. Björnsson forstjóri Sjóvátrygg- ingarfélags íslands, og form. Sam- bands tryggingarfélaganna, ræðu, þar sem hann skýrði frá fyrirkomu lagi skólans og hann ræddi nokkuð um starfsemi SÍT. Skólinn er fyrir starfsfólk trygg- ingarfélaganna og er ætlaður til að kenna þeim allt ,sem verða má til að bæta þjónustu félaganna. Mikill áhugi hefur sýnt sig meðal starfs- fólksins. Verður að skipta nemend- um í tvo hópa jafnstóra, og verður annar fyrir áramót í skólanum, en hinn eftir áramót. Kennslan fer 'fram mánudaga og fimmtudaga. Fluttir verða fyrirlestrar af völd- um kennurum. Eftir ræðu Stefáns G. Björnsson- ar hélt Þórir Bergsson fyrirlestur um tryggingar til forna. Samband íslenzkra tryggingarfé- laga var stofnað í marz 1961. „Tilgangur sambandsins er að gæta hagsmuna hinna fslenzku tryggingarfélaga milli þeirra inn- byrðis, gagnvart hinu opinbera og öðrum aðilum, og koma fram fyrir beirra hönd f þeim málum, sem varða tryggingarfélögin í heild. Þá skal sambandið eftir þvi sem við verður komið. stuðla að því, að tryggingarstarfsemin sé rekin á heilbrigðum grundvelli, þannig að hið þjóðfélagslega hlutverk hennar sé innt af hendi." Síldín — Framhald af bls. 1. inu jan.—marz í vetur. Verði inn- flutningur á austur-þýzkum vörum til íslands, á tímabilinu 15. sept. til ársloka, minni en andvirði sfld- arinnar nemur, hafa Austur-Þjóð- verjar rétt til þess að minnka samningsmagnið hlutfallslega. Síðasta ár keyptu Austur-Þjöð- verjar héðan 9 þús. tunnur af salt- síld. Samningagerðir þessar annaðist Gunnar Flóvenz, framkvæmda- stjóri Síldarútvegsnefndar. Áður hafði verið gerður samn- ingur við Vestur-Þjóðverja um sölu á 25 þús. tunnum af sérverk- aðri flattri Suðurlandssíld. Lagos Framh. at 16. síðu: skreið. Þá verður önnur íslenzk framleiðsla kynnt, þó það sé aðeins til að kanna möguleika á sölu hennar. M. a. verður kynntur salt- fiskur, niðursuðuvörur og sýndar umbúðir af frystum fiski. Nokkrir íslendingar muriu fara til Nigeriu til þess að vera við- staddir sýninguna og veit Vísir um þessa: Elín Pálmadóttir, blaða- kjna verður starfsmaður í sýning- ardeildinni. Þá mun Bragi Eiríks- son frá Skreiðarsamlaginu, Einar Farestveidt frá G. Helgason og Melsted og Birgir Halldórsson frá SÍS verða á sýningunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.