Vísir


Vísir - 03.10.1962, Qupperneq 7

Vísir - 03.10.1962, Qupperneq 7
VlSIR . Miðvikudagur 3. október 1962. 7 Það var eitt sinn gert að lögrcglumáli í Ventspils, þegar sjó- maður nokkur tók ljósmynd af hermönnum á verði. Þessi mynd er tekin í Leningrad, en gæti eins hafa verið tekin í Ventspils. Fyrsti maðurinn, sem við mætum þegar gengið er í land er hermaðurinn við landganginn. Að sjá hann verkar eins og stað- festing á því sem altalað er og viðurkennt um Sovétríkin: Að þau séu hermannaríki. En í raun- inni gegnir hermaðurinn þarna hlutverki, sem í mörgum öðrum löndum er í höndum lögreglu- manna eða tollgæzlu. Hann á að fylgjast með því að enginn komi um borð eða fari frá borði, annar en sá sem hefur hin réttu vegabréf. Og þó er eins og honum sé ætlað eitthvað meira en toll- gæzlumanninum. Hann er í húningi Sovéther- manna með skammbyssu í belti og þrautþjálfaður í hermennsku. Það er meira en hægt er að segja um tollgæzlumennina eða flesta lögregluþjóna. Nákvæm vegabréfa- skoðun. Hermaðurinn fór yfir vegabréf- in af stakri nákvæmni. Fyrst skoðaði hann hið sérstaka vega- bréf, sem gefið hafði verið út af einhverri skrifstofunni í landi. Siðan bar hann það saman við okkar heimafengna vegabréf, skoðaði stimpla og bar okkur gaumgæfilega saman við mynd- irnar í vegabréfinu. Þetta endur- tók sig með sömu nákvæmm þegar við komum urn borð aftur, jafnvel þótt ekki iiði nema ein klukkustund frá því að við fór- um frá borði og þar til við kom- um aftur. Varð-hermennirnir voru kurteisir á sinn ópersónu- lega hátt, en neituðu að þiggja sígarettu, sem þeim var boðin. Þeir létu sér nægja þær rúss- nesku, sem ekki voru allar jafn- slæmar á bragðið, meðan þeir hímdu undir útskipunarkrönun- um eða skýldu sér bak við vöru- staflana. Það var verulega kalt fyrstu nóttina i höfn, og var ekki hægt annað en vorkenna þessum mönnum að verða að standa úti alla nóttina án þess að hafa sæmilegt skjól. En eftirlitið varð að vera svo nákvæmt að ekkert dugði minna en hermaðurinn væri fast við landganginn og settist aldrei nið- ur. Handahófskennd vinnubrögð. Hann hefði getað tyllt sér í vörustaflana, sem stóðu svo til alveg við landganginn. Mér var sagt að þeir væru búnir að liggja þarna mánuðum saman vegna misskilnings, vörurnar hefðu ekki átt að fara á þennan stað. Á nokkrum stöðum hafði verið byrjað á smá viðgerðum á bakk- anum, en það var alltaf verið að taka verkamennina, sem unnu við þær eitthvað annað, svo að allt að einn dagur gat liðið án þess að við verkinu væri hreyft. Það virtist þó ekki umfangsmeira en svo að því hefði mátt ljúka á rúmlega einum degi. Allan tím- ann sem við vorum í höfninni, var verið að klóra í það. Eins og eftir loftárás. Eftir endilöngum hafnarbakkan um voru há og lág vöruhús, sem sum virtust ekki lengur í notk- un. Var ekki annað sjáanlegt en þau væru látin molna niður. Eitt húsið var að minnsta kosti þrjár hæðir. Út úr véggjum þess við gluggana höfðu brotnað stór skörð. Allt í kringum það var fullt af rusli, járni, spýtum og vírum. Allt var sótfallið, og koI-\ svart undir vegg hússins, þar sem lítið sem ekkert var farið um. í fáum orðum sagt leit hafn- arbakkinn út eins og eftir minni- háttar loftárás. Hin frægu áróðursspjöld. Leiðin upp í bæinn lá upp götu 20—30 metrum fyrir ofan hafnar- bakkann, um hafnarhliðið. Þar fór fram önnur vegabréfsskoð- un, en hún var nánast formsat- riði. Á þessari leið gat að líta hin frægu áróðursspjöld Kommú- , nistaflokksins. Enda þótt við skildum ekki orð, af því sem á spjöldunum stóð gaf ýmislegt til kynna hvað um var að ræða. Tölurnar og myndirnar bentu til þess að verið væri að skýra frá áætlaðri framleiðsluaukningu í viðkomandi grein. Þá var og að sjá tilvitnanir í Lenin og nokkr- ar auglýsingar um geimferðir Rússa. Eini útiáróöurinn sem við sáum á ensku var þeim mun til- komumeiri.. Eftir endilöngum vegg á um 100 metra Iangri skemmu stóð málað stórum stöf- um: Kommúnistaflokkurinn til- kynnir: Núverandi kynslóð Soviet borgara mun lifa við kommú- nisma, (The Comniunist Party announces: The present gener- ation of the Soviet people will ilive in Communism). Eftir öllu í Ventspils að dæma verða sumir bæir að bíða lengur. Nýjar götur eins og gamlar. Við gengum eftir nýlögðum götum. Þær voru malbikaðar, án ræsa eða gangstétta. Eins og allar götur í Ventspils voru þær mjög illa gerðar en það lýsti sér í ó- jöfnum, sem koma ekki á góðar götur fyrr en eftir nokkurra ára notkun. Við malbikunina unnu bæði karlar og konur. Það vakti undrun mína að þær gáfu karl- mönnunum lítið eftir í dugnaði og afköstum. En það væri ein- hvers staðar talin þrælkun, t.d hér í Reykjavík, að láta 25 — 40 ára gamlar konur vinna að slíkri erfiðisvinnu. Skiljanlegra var að sjá þær stjórna útskipunarkrön- um eða telja í lestina. Ein krana- stýran var áreiðanlega yfir fimm- tugt, hress og kjaftfor. Léleg kjör fólksins. Allur þorri fólksins í Vents- pils er óbreytt verkafólk, sem ef það er ekki meðlimir í Kommú nistaflokknum eða framúrskar- andi afkastafólk, býr við hrak- Ieg kjör. Launin eru frá 70— 100 rúblur. Ef reikn- að er með 50 íslenzkum krónum fyrir rúbluna verða hæstu Iaunin 5000 krónur. En þegar það er haft í huga að verðlag á nauð- synlegustu matvörum og fatnaði er 4-12 sinnum hærra en hér heima, þá geta allir skilið að lif þess er engin sæld. Það mátti líka sjá á kteða- burði fólksins og útliti. Allur þorrinn gekk í gömlum fatnaði, konur yfir fertugt voru hættar að hugsa um útlit sitt, karlmenn notuðu ekki hálsbindi, og gengu á þrömmurum. Það tilheyrði tveimur eða þremur undantekn- ingum að sjá mann eða konu í hreinum og heillegum fötum. Ein þessara undantekninga var feit- lagin stuttvaxin kona um fimm- tugt í þröngri aðskorinni dragt úr brúnu, teinóttu efni, sömu gerð- ar og hér var notað í karlmanna föt fyrir 15 árum síðan. Á fót- um bar konan lakkskó, með hálf háum hælum, sem voru í gildara lagi. Mér vitanlega hafa slíkir skór aldrei verið í tízku. Þetta var eina upplitsdjarfa manneskj- an sem ég sá i Ventspils. Sársauki fólksins. Klæðnaður barnanna og útlit stakk í stúf við allt. Þau voru vel klædd og hreinleg og frjáls- leg. Almennt var fólkið dapur- legt á svipinn, eins og maður, sem lengi hefur þjáðst af óstöðv andi sársauka, en er fyrir löngu farinn að venjast honum. Sárs- auki þessa fólks gæti verið sá að muna frelsi þjóðarinnar og tímana betri. Það þarf að leggju hart að sér til að hafa ofan í ru, og á. Auk venjulegra verka- mannavinnu í átta tima daglega. verður hver og einn að leggja nokkurra tíma vinnu að mörk- Framhald á bls 10 Þessi mynd af konum við malbikunarvinnu var tekin í Leningrad. Svipaða sjón var að sjá í Ventspils. ÁSMUNDUR EINARSSON blaðamaður fór fyrir skömmu með Lagarfossi til Sovétríkjanna í boði Eimskipafélags íslands. Mun hann skýra lesend- um Vísis frá því sem fyrir augu bar í ferðinni í nokkrum greinum hér í blaðinu á næstunni. Birtist fyrsta grein Ásmundar um ferðina hér í dag. Segir hann þar frá heifnsókn til Ventspils og bregður upp svipmyndum af viðdvölinni þar.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.