Vísir - 04.10.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 04.10.1962, Blaðsíða 8
V í SIR . Fimnjtudagur 4. október 1962. Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifstargjald er 55 krónur á mánuði. 1 lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Trúa ekki staöreyndum Sjaldan eða aldrei hefir það fróma blað Tímtnn verið í meiri varnarstöðu en þessa dagana. í Ijós hefir komið að gjaldeyrisstaða þjóðarinnar hefir stórkostlega batnað, sparifé hefir aldrei verið meira og erlend lán sem nema hundruðum milljóna króna, yfirdráttarlánin, hafa verið greidd upp. Sæmi- lega heiðarlegir menn myndu viðurkenna að hér hefir stórkostlegt framfaraspor verið stigið, — jafnvel þótt þeir hefðu engan þátt átt í því. En framsóknarmenn bera ekki gæfu til þess að láta andstæðinga sína njóta sannmælis. Þess í stað berjast þeir um á hæl og hnakka og reyna að telja fólki trú um að ástandið sé slæmt og tölurnar um árangur viðreisnarinnar falsaðar. Vera má að ritstjórar Tímans séu ekki sérlega glöggir á tölur, frekar en Ey- steinn, en hitt ættu þeir þó að skilja, að það er erfitt að véfengja skýrslur Seðlabankans og Hagstofunnar. Því spáðu bæði framsóknarmenn og kommúnistar 1960 þegar stjórnin tók við völdum að viðreisnarráð- stafanirnar myndu skapa ægilegt atvinnuleysi í land- inu. Hvernig hefir sú spá rætzt? Staðreyndin er að aldrei hefir meiri atvinna verið en einmitt þessi misserin. Og hin röksemdin er að viðreisnin hafi valdið því að fjármunir þjóðfélagsins hafi safnazt á æ færri hendur. Vita ekki blessaðir mennirnir að skattar á þjóð- inni hafa verið stórlækkaðir og jafnvel afnumdir. Ætli tekjur láglauna manna hafi minnkað mikið við þá breytingu? Áfnám prestkosninga Eftir hálfan mánuð mun kirkjuþing koma saman. Höfuðmál þingsins mun væntanlega verða það hvort kjósa skuli presta framvegis, eða afnema beri prest- kosningar. Það er skoðun Vísis að reynslan hafi leitt í ljós, að það fyrirkomulag sem nú er í lögum um kjör presta sé stórgallað. Kjör þeirra af kosningabærum mönnum í sóknunum hefir víða leitt til þess að upp hefir spunn- izt hin hatrammasta kosningabarátta, jafnvel harð- sóttari en í pólitískum kosningum. f þeirri baráttu hafa hinir andsnúnu flokkar oft seilzt til mjög óvand- aðra og jafnvel ærumeiðandi meðala, þótt þeir prestar og guðfræðingar sem í kjöri hafa verið eigi hér engan hlut að máli. Leiðin til farsæls prestskapar liggur ekki í gegn um slíkar eldhríðar. Mun viturlegra er að fela kirkju- yfirvöldunum ákvörðunarvald um starfssetur presta, svo sem tíðkist með mörgum nágrannaþjóðum okk- ar. Lýðræðið er sjálfsagt og heilladrjúgt stjórnarform, en það á ekki alls staðar jafn vel við. Framleiðsla úr trefjaplasti hafin á Blönduósi Nýlega var stofnað á Blöndu ósi fyrirtækið „Trefjaplast h.f.“. Eins og nafn fyrirtækisins ber með sér mun það framleiða ýmsa hluti úr trefjaplasti. Trefjaplast er efni, sem undan- farið hefur rutt sér mjög til rúms víða um heim. Það er mjög sterkt, ryðgar ekki, tærist ekki, er mjög létt og þægilegt í meðförum og kemur því I stað trés og málma í framleiðslu ýmissa hluta. Fyrirtækið „Trefjaplast hf.“ hefur á að skipa hinum full- komnustu vélum sem fáanleg- ar eru til slíkrar framleiðslu, og er einn kostur þeirra sá, að hægt er að framleiða fáa hluti hverrar tegundar á hagstæðu verði, þar sem hlutirnir eru ekki mótaðir í pressu með dýr- um málmmótum. Fyrirtæki ættu að athuga, og notfæra sér, að í mörgum til- feiium er nú hægt að framleiða fyrir þau hluti, sem ekki hefði borgað sig að láta framleiða áðut; vegna þess hve fáir á- ætlaðir framleiðsluhlutir hefðu orðið. „Trefjaplast h.f.“ mun auk pantana framleiða vatnabáta, báta fyrir skip, línuballa, fiski- kassa o.m.fl. Það mun einnig taka að sér að búa að innan skip, skipalestir og fiskhús. Á meðfylgjandi mynd sjást Ágúst Jónsson rafvirkjameistari og Zophanias Zophaniasson for maður stjórnar „Trefjaplasts hf.“ með vatnabát frá „Trefja- plast hf.“ á milli sin. Bátur þessi er 10 fet á lengd og vegur 54 kg. Hann er tvöfaldur og getur þvl ekki sokkið. Verð hans er aðeins kr. 9.900.OO. Bát- uriiin verður til sýnis I anddyri Háskólablós þessa- viku. iöfH fWTf í.%. 9m li 1 S' „. nema í samráði við móðurina “ Það eru engaf ýkjur, að það er alltof lítið af léttri kýmni borlð á borð fyrir íslendinga. Megnið af þvi, sem þeim er gef- ið að eta andlega, er þungt og þyrkingslegt, likast illfæru kargaþýfi. Fáir gera tilraun til að koma mönnum tll að brösa, hvað þá að hlæja, þvi að mönn- um finnst það ekki nægilega virðulegt fyrlr rithöfunda, sem ætla sér að næla í Nóbelsverð- laun innan tlðar eða verðskulda þau að minnsta kosti, þótt þau kunni að fara til óverðugra. Að nokkru er úr þessu bætt á þessu hausti með útgáfu „Vand- inn að vera faðir" eftij danska æringjann Willy Breinholst, og það gerir ekkert til, þótt bókin sé dönsk að uppruna, þvl að „vandaniálið“ er vissulega al- þjóðlegt, og þess vegna ættu allra þjóða menn að geta hlegið, og hlegið dátt, að því, sem Brein holst hefur frá að segja. Til þess að færa mönnum nokkrar sönnur á gaman og glens Breinholsts, er bezt að taka hér upp nokkrar setningar úr fyrsta kafla bókarinnar. Það skal sérstaklega teklð fram, að ekkl er vltnað einvörðungu i fyrsta kaflann, af því að hann sé eitthvað skemmtilegrl en hin- ir, þvl að fjarri fer því. Það má etginlega segja, að Breinholst nái sér betur á strik 1 sumum hinna slðarl, en sá fyrsti er gott sýnishorn þess, sem menn geta að minnsta kosti vænzt við lest- ur bókarinnar. Hér koma nú nokkur korn, sem menn geta fengið sem for- smekk: „... Um vökvaneyzlu hins veröandi föður er rétt að setja þá meginreglu, að hún megi i mesta Iagi tvöfaldast. Það er of- ur skiljanlegt, að verðandi faðir leiti til ýmissa staða, þar sem vökva er hægt að fá fyrir nokkra þóknun, þegar óróleiki 03 kvíði sækir að. Þar geta þeir rætt um þann stórviðburð, sem I vændum er, en þrátt fyrir margvisleg og ágæt heilræði, sem hinn verðandi faðir getur sótt á sllka staði, er honum þó ráðlegra að halda sig sem mest heima, þar sem hann getur náð til konu sinnar, ef svo kynni að fara, að hann fengi taugaáfall og þyrfti á hjálp hennar að halda. Flestum verðandi feðrum ei það hættulaust að halda áfram starfi sinu á þungunartímanum. Má raunar segja, að reglubund ið og ekki allt of þreytandi starf geti bægt frá ýmsum kvillum, sem oft gerast áleitnir við verð- andi feður á meðgöngutímanum. Miklð mas konunnar um prjón- les, bleyjur, buxur og önnui barnaföt á þessu tímabili getut haft þau áhrif, að föðurnum finnist hann settur hjá og verð1 jafnvel afbrýðisamur í garð litla angans, sem spriklar í kvið' Frh. á 10. bls. mb

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.