Vísir - 05.10.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 05.10.1962, Blaðsíða 6
/ Blómkál matreitt á 7 mismunandi vegu Danir hafa mikinn á- huga á matartilbúningi. Daglega birtast í blöð- um þeirra alls konar mat aruppsícriftir, og er það mjög vinsælt lesefni. Ný lega var grein í Politik- en um blómkál, og þar sem blómkál er nú á boð stólum h;á okkur, skulu hér birtar uppskriftirnar úr Politiken. Uppskriftirnar eru frá mismun- andi héruðum f Danmörku og einnig frá mismunandi löndum. Byrjum því á tveim dönskum blómkálsréttum. Stórt blómkálshöfuð er soðið í 20 mfn. og lagt á fat. Mjólkur sósa er búin til, salt, pipar og söxuð steinselja (úr fjórum búntum skrifa þeir í Politiken) er látið f sósuna og henni hellt yfir bljómkálið. 18—20 þunnar baconsneiðar eru steiktar á pönnu, þar til þær eru stökkar þeim síðan raðað í kringum blómkálið á fatinu. ★ Önnur uppskriftin er frá Fjóni. Þar er hið soðna blóm kálshöfuð látið í eldfast mót. Síðan er þykk sósa búin til úr smjörlíki, hveiti, blómkálssoði og % I rjóma. Salt og svolítið múskat er látið f sósuna og henni hellt yfir blómkálið. Fatið er látið í heitan ofn þar til sós an er ljósgul á litinn. Soðið hænsnakjöt eða annað kjöt er saxað á bretti. Einn laukur er rifinn og hvort tveggja látið krauma í brúnuðu smjöri í potti, og þvf hellt yfir blómkálsrétt- inn rétt áður en hann er borinn á borð. ★ Fylgir nú sænskur blómkáls- réttur. 1 stórt blómkálshöfuð, 1 stór laukur, 1 lítið glas af kapers, l/2 lítri kjötsoð, 2 dl. hvftvín, 50 g smjör og salt. Laukurinn er rifinn og brún- aður í smjörinu. Kjötsoð, hvft- vín, kapers og salt er látið sam an við. Sfðan er blómkálið soð ið í þessari blöndu við vægan hita. Þegar blómkálið er meyrt, er það látið á fat og sósunni f pottinum hellt yfir. Ef sósan er of mikil, er hún látin sjóða nokkrar mínútur í lokuðum potti, en skyldi hun vera of lftil er hægt að bæta meiru kjötsoði og smjöri f pottinn. Fatið er skreytt með fallegum tómat- sneiðum og steiktum dillblöð- um. ★ Þar á eftir fylgja 2 enskar uppskriftir. 1 annarri er eitt blómkáls- höfuð soðið vel meyrt og marið gegnum sigti ásamt V2 kg af soðnum kartöflum. 1 stöppuna eru látnar 3 matskeiðar af smjöri, og svolítið af salti og rjóma. Slík blómkáls-kartöflu- stappa er mjög góð með soðnu saltkjöti, með skinku eða soðn- um pylsum. f hinni ensku uppskriftinni á að sjóða blómkálið en þeir ráð- leggja að bæta safa úr einni sítrónu f suðuvatnið. Með blóm kálinu er borin fram sósa, sem búin er til úr 50 g af smjöri, sem bætt er í pottinn, sfðan er einum dl af þykkum rjóma á- samt salti og pipar blandað saman við. Með blómkálinu er einnig bor ið fram mikið af blæiueggium. (Blæjuegg eru búin til á þann hátt, að vatn er látið í pott á- samt nokkrum matskeiðum af ediki. Þegar sýður er eitt egg brotið og hellt út f pottinn. Hvft an stífnar þá fljótlega, utan um rauðuna sem á að haldast heil og er þá eggið tekið með gata- spaða og látið á fat. En til þess að blæjuegg heppnist vel, verða eggin að vera alveg ný). ★ Þá er hér einnig hollenzk upp- skrift. Blómkálinu er skipt nið- ur í smá bita og soðið í salt- vatni. Það er látið renna vel af bitunum f sigti og síðan eru þeir hitaðir f brúnuðu smjöri og látnir á vel heitt fat. Miklu af rifnum osti er stráð yfir og steikt egg. lögð ofan á blómkáls bitana. Tómatsósa og brauð er borið með þessum rétti. Að lokum er þá frönsk upp- skrift. Er áætlað á rnanh eitt mjög lítið blómkálshöfuð, eða ein grein úr blómkálshöfði ein þykk ostsneið og þykk sneið af soðinni skinku á mann. Rétt urinn er borinn fram á þann hátt að á hvern disk er lögð ein skinkusneið ofan á eina ost- sneið og þar ofan á hið soðna blómkál. Aðbúf getlnnc at- Ákveðið hefir verið, að framkvæmd verði á vegum Sam einuðu þjóðanna athugun á því, hvernig búið er áð óshilgetnum bömum f heimihum, fyrst og fremst með tilliti til þess, að gengið verði úr skugga um, 'ivort þau sé órétti beitt vegna uppruna sfns. Það er Mann- •étt.indanefnd samtrkanna, svo g Efnaliags- og félágsmálaráð 'rrn, sem gangr.sí fyr'r ' ess ri rann~5!:n Ilafa j.elsir aðilar ett á fót same'g’nlega nefn-’ '1 að rannsaka þetta mál. VlSIR . Föstudagur 5. október 1962. Þorbjörn Þórðarson sýnir í Bogasal Nýlega opnaði Þorbjörn Þórðarson sýningu á 21 olíu- málverki í Bogasal Þjóðminja- safnsins. Myndirnar eru allar abstrakt og óskírðar. Þorbjörn Þórðarson er málarameistari að atvinnu, en hefur alllengi fengizt við listmálun, málaði áður landslags- og mannamynd- ir, en fæst nú eingöngu við abstraktlist. Hann hefur numið Uui nokkurt skeið hjá dönskum myndlistarmanni f Kaupmanna- höfn og sömuleiðis dvalizt í París. Þetta er í fyrsta skipti sem Þorbjörn sýnir myndir sín- ar opinberlegá, ,,en. vonandi ekki það síðasta," eins og hann komst að orði. Sýningin er op- in daglega frá kl. 14—22 til sunnudagskvölds. Nýjar bækur frá ÍSAFOLD ísafoldarprentsmiðja h. f. hefur nýlega sent frá sér nokkrar nýjar bækur. Baldur Ingólfsson mennta- skólakennari hefur ritað bókina Þýzka í vasann, sem kemur í flokkn um Málabækur Isafoldar. Er bókin einkum ætluð ferðamönnum, sem lítið sem ekkert kunna fyrir sér í þýzku, og sniðin með það fyrir augum, að þeir geti haft not af henni í sambandi við flest það, sem að ferðalögum lýtur. Helga Sig urðardóttir ritar bókina 93 osta- réttir. Segir höfundur í formála, að tilgangurinn með bókinni sé eink- um sá „að bæta fyrir, að enginn sérstakur kafli er um ost og osta- rétti f bókunum „Matur og drykk- ur“ eða „Lærið að matbúa". — Hvernig fæ ég búi mínu borgið? eftir Orvar Josephsson er þýdd og að nokkru endursamin af Sigríði Haraldsdóttur og Arnljóti Guð- mundssyni. Á frummálinu nefnist bókin „Hur man sköter sin eko- nomi" og í Svíþjóð er hún notuð sem kennslubók í heimilishagfræði í gagnfræðaskólum og ýmsum öðr- um skólum. Ungt fólk, sem ætlar að stofna heimili, getur haft mikið gagn af þessari bók. En hún er einn ig nyl'’nmlee handbók á hverju heimili þar sem hún fjallar um útgiöld fiölskyldunnar. Er f henni að finna fræðslu um skatta, trygg- ingar, íbúðarval, húshitun o. m. fl. Guðni Jónsson hefur tekið sam- an annað hefti í flokk sinn af safni íslenzkra alþýðufræða, sem hann nefnir „Skyggnir“. í þessu hefti Skyggnis eru margvíslegar frásagn- ir til fróðleiks og skemmtunar, m. a. Þáttur af Þorvarði hreppstjóra i Sandvík, Æviágrip Þuríðar for- manns eftir hana sjálfa, Furðuför Bjarna Loftssonar o. fl. Jón Thor- arensen hefur safnað efni f XI. — XII. hefti Rauðskinnu, og verður þetta jafnframt síðasta heftið, sem út kemur. í því eru æviþættir og loks er þar nafnaskrá, sem nær yfir öf tólf heftin. Loks er svo bókin Studia Centenalia, sem gefin er út f tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Benedikts S. Þórarinssonar og hef- ur Benedikt S. Benedikz annazt út- gáfuna, en í bókinni eru 12 þættir, ritaðir af ýmsum þekktum mönn- um, svo sem Sigurði Nordal, Einari Ól. Sveinssyni, Jakobi Benedikts- syni, Birni Sigfússyni o'g Benedikt S. Benedikz. ÁskriftarsíRiiSmi er i m m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.