Vísir - 05.10.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 05.10.1962, Blaðsíða 7
VISIR . Föstudagur 5. október 1962. 7 Fulltrúar sambandslögreglunnar fylgja svertingjanum James Meredith til skrifstofu háskól- ans í Oxford, þar sem hann var innritaður í skólann. Hann gengur í miðjum hópnum. Síðasta virki fei/ur ☆ Háskólabærinn Oxford í Englandi er frægur staður, háborg enskrar menningar. En síðustu daga hefur annar bær með sama heiti komið tíðum fyrir í erlendum fréttum. Hann er líka háskóla- bær og hlaut það heiti til að gefa til kynna, að þar skyldi önnur menn- ingarmiðstöð rísa upp. Þessi Oxford, sem hefur verið rætt um upp á síðkastið stendur i fylkinu Mississippi syðst í Banda ríkjunum og fregnirnar þaðan hafa síður en svo borið vitni um hátt menningarstig þeirra sem þar komu við sögu. Það hafa verið fregnir af trylltum múg, höldnum takmarkalausu kynþátta hatri, fregnir af róstum og mann- drápum, sem lauk með því að kalla varð ríkisherlið til að stilla til friðar. Nú skyldi enginn ætla að há- skólinn i Mississippi sé léleg menntastofnun. Menntun þar er á háu stigi og skólinn auðug stofn- un, sem getur varið miklu fé til alls kyns rannsókna. Og ekki alls fyrir löngu gerðist sá atburður í Oxford, að einn frægasti rit- höfundur heims William Faulk- ner varð jarðsettur í faðmi há- skólans. Kjami Suðurríkjanna. En fylkið Mississippi er kjarni þess landssvæðis eða hugtaks sem hefur verið kallað Suður- ríkin. 1 því settu Suðurríkjamenn upp bækistöðvar sínar og höfuð- borg. Hvergi er fyrirlitningin og hatrið á svertingjum- rótgrónara en þar. Hvergi öflugri mótspyrna gegn þeirri stefnu jafnréttis milli kynþáttanna sem breiðzt hefur út um Bandaríkin að undanförnu. Hinum megin við Mississippi-fljót ið er annað Suður-fylki Arkansas sem mjög kom við sögu fyrir fimm árum. Þá gerðist það árið 1957 að níu svertingjabörn sóttu um inn- göngu í miðskólann í bænum Little Rock í Arkansas. Þeim var í fyrstu neitað um inngöngu og ríkisstjórinn Orval Faubus hót- aði að beita fylkislögreglunni til að hindra að þau kæmust í skól- ann. Þá brá Eisenhower forseti ' snöggt við og sendi fallhlífasveit ir til að halda uppi rétti sver^- ingjabarnanna. Þá svöruðu yfir- völdin í Little Rock með því að loka skólanum og stóð hann lok- aður til ársins 1959, þegar hann var aftur opnaður. Síðan hafa hvít og svört börn gengið í Little Rock skólann og ber ekki á öðru en að allt gangi stórátakalaust. Samblöndun sígur á. Það er fjarri því að samblönd un kynþáttanna í skólum lands- ins hafi síðan gengið hratt, en hún hefur sigið . Þegar svertingja börnin sóttu n inngöngu í skól- ann á sínum tíma vakti þessi „dæmalausa frekja“ þeirra al- menna hneykslun og skelfingu meðal svertingjahataranna í Suð- urríkjunum. Það má segja að það hafi verið fyrsta brimaldan sem skall á hinum rammeflda múr kynþáttamismunarins í Bandaríkj unum. En siðan hafa viðhorfin gerbreytzt þar í landi. Nú þykir það engum stórtíðindum sabta þó svertingjar krefjist réttar síns. Fyrir nokkrum árum vakti það talsverða athygli, þegar svert- ingjar unnu stríð sitt um jafnrétti við hvíta menn til að sitja á veit- ingahúsum með þeim og enn nokkru síðar gaf barátta þeirra fyrir að fá inngöngu í félög og klúbba í Washington góðan ár- angur. Svertingjarnir hafa sótt æ meira á, þeir hafa myndað öflug samtök, sem ieita á hvar sem múrinn mætir þeim hæstur. — Námsfólk það sem leitar inn- göngu í skóla gerir það oft í sam- ráði og fyrir hvatningu frá þess- um samtökum. Þetta unga fólk leggur sig í beina lífshættu, en það forðast hana ekki, þvf að ein hver verður að ryðja brautina. Ákvæði stjórnarskrár. Bak við þetta býr sú staðreynd, að ekki eru lengur bornar brigð- ur á það, að lýðræðisleg stjórn- arskrá Bandaríkjanna veitir öllum borgurum sama rétt alveg án til- lits til litarháttar eða trúar. Þetta hefur staðið í stjórnarskránni frá upphafi, en það er ekki fyrr en á síðustu árum, sem þessi ákvæði eru að fá raunhæft gildi, eftir því sem svertingjunum tekst að rfsa upp úr niðurlægingunni. í verki kemur þetta fram með skýrri og ákveðinni stefnu Hæstaréttar Bandaríkjanna. Hinir hvítu svertingjahatarar reyna enn með öllum ráðum að smeygja sér undan þessari skyldu Iýðræðisþjóðfélagsins. Þeir reyna að stofna einkaskóla pg skipta skólahverfum þannig að blöndun kynþáttanna verði sem minnst, en þó þeir geti dregið málið þannig á langinn berjast þeir vonlausri baráttu og verða að hörfa úr hverri varnarstöðinni á fætur ann arri. Og hér í Oxford voru þeir ein- mitt að tapa einni orrustunni enn í þessari baráttu. Síðasta virkið. Þó svertingjar hafi fengið rétti sínum framgengt í flestum Suður- ríkjunum höfðu þeir ekki fyrr ' knúið dvra í höfuðvirki hvítu mannanna í Mississippi. Það var litið á háskólann eins og síðasta virki hinna hvítu kynþáttahatara. Og þegar fyrsti svertinginn knúði dyra hjá háskólunum of- bauð hinum hvftú. Þeim fannst að ef svertingjarnir kæmust einn- ig inn í þetta höfuðvirki, þá væri orrustunni tapað til fulls og því snerust þeir harðar til varnar en nokkru sinni fyrr í örvæntingu sinni og reiði. 29 ára svertingi. Svertinginn James Meredith varð fyrstur til að leggja fram umsókn sfna um skólavist. Hann er myndarlegur 29 ára gamall maður. Bóndasonur úr Mississippi einn af tíu systkinum. Hann gegndi herþjónustu í flughernum og reyndist vera greindur og gegn flugmaður, hækkaði í tign unz hann var orðirin yfirforingi „staff sergeant". Meðan hann starfaði í flughernum notaði hann það tæki færi sem hermönnum er gefið til að mennta sig með bréfaskólum og náði þannig stúdentsprófi. Síð- an var það eðlilegt að hann æskti skólavistar í háskóla heimaríkis síns. En bá mætti hann alls staðar mötspymu, fyrst frá stjórn skól- ans og síðan frá fylkisstjórninni. Fylkisstjóri Mississippi, Ross Barnett, kom mikið við sögu í þessum átökum. Hann skipaði fylkislögreglunni að hindra inn- göngu svertingjans í skólann og þegar Barnett var stefnt fyrir sambandsdómstól til að svara til saka vegna þessa lagabrots, neit- aði hann að mæta fyrir rétti. Og loks þegar sambandslög- regla kom á vettvang til að að- stoða svertingjann við inngöngu í skólann, skipaði Barnett fylkis- stjóri lögreglumönnum sínum að hverfa á braut, svo að æsingalýð- ur gat vaðið uppi við skólann og leiddi það loks til þess að þrír menn létu lífið í átökum og byssu skotum á skólalóðinni. Barnett rfkisstjóri ber því þunga ábyrgð í þessu máli. 4 Walker handtekinn. Um tíma virtist þó sem ástand- ið ætlaði að verða enn alvar- legra. Öfgafullur hershöfðingi að nafni Walker gaf út áskorun til hvítra manna að flykkjast til Ox- ford og standa vörð um síðasta virkið. Og Barnett rikisstjóri Iét Framhald á bls. 13. EFTIR ÞORSTEIN THORARENSBN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.