Vísir - 05.10.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 05.10.1962, Blaðsíða 16
Myndin sýnir einn slökkviliðs manna Anton Eyvindsson vinna við slökkvistörf á Laugavegin- um. Var slökkvistarfið mjög erfitt. Börnin björguðust naumlega úr húsinu t gærkvöldi kviknaði í bakhús- inu Laugavegur 34 B og björguð- ust tvö börn 5 og 7 ára gömul naumlega í höndum móður sinnar, sem fór inn í mikinn reyk til að sækja þau. 1 Hún hafði verið úti í næsta húsi við þvott, og skrapp yfir til sín að hyggja að börnunum. Og varð hún þá vör við að reyk lagði upp úr húsinu. Kviknað hafði í milli þilja. Konan fór þegar inn í húsið, sem var fullt af reyk og sótti börnin. Slökkviliðið kom litlu síðar, eða um 10-leytið og tókst að slökkva eldinn á tiltölulega stuttum tíma þrátt fyrir ýmsa erfiðleika. I húsinu bjuggu bræðurnir Ár- sæll og Sigursteinn Guðsteinssyn- ir. Þeir höfðu báðir brugðið sér frá, svo að börnin voru ein í hús- inu. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni. Óvíst um sölu Faxa verksmiðjunnar — Það er langt frá þvf að nokk- uð sé orðið endanlegt f umræðum um kaup á Faxaverksmiðjunni, sagði Jónas Jónsson, forstjóri Sfld- ar- og fiskimjölsverksmiðjunnar Klettur, þegar Vísir hringdi í hann í morgun og. spurði hann um málið. Eitt dagblaðanna sagði- fyrir stu'.tu að sala á verksmiðjunni stæði fyrir dyrum og myndi Klett- ur h.f. ætla að kaupa. Jónas sagði að málið væri aðeins á umræðustigi og engin úrslit í nánd. Verið væri að kryfja mögu- leikana á kaupum, en það væri allt og sumt. Það væri því alls ekki hægt að segja að kaupin stæðu fyrir dyrum. Bíll rennur mannlaus niður bratta brekku Einkennileg bílvelta varð í gær á Akureyri og er það mesta mildi að ekki skyldi slys hljótast af. Varð hún í brekkunni niður af íþróttahúsinu og voru kringum- stæður sem hér segir: Maður nokkur að nafni Vilhelm Artúrsson fór inn í íþróttahúsið og skildi bíl sinn A-887, lítinn Ford júníor eftir í brekkunni hjá húsinu í fyrsta glr. Þegar hann kom síðar út úr Iþróttahúsinu sá hann bíl sinn hvergi, heldur lögreglumenn, sem tilkynntu honum að bíllinn lægi nú mikið skemmdur á1 hvolfi á bíla- stæði Sjafnar þar fyrir neðan. Kom nú I ljós, að bíllinn hafði runnið mannlaus niður alla brekkuna sem er mjög brött og endað förina á bílastæðinu. — Hann hafði hvergi komið við á leiðinni, þar til hann stöðvaðist með þessum hætti. Skyndihappdrætti Sjálfstæðisflokksins Þið, sem hafið áhuga á að eignast Volkswagenbifreið af nýjustu gerð, og getið það ef þið kaupið miða í Skyndihappdrætti Sjálf- stæðisflokksins, skulið hafa það I huga að skrifstofa Sjálfstæðis- flokksins við Austurvöll verður OPIN Á LAUGARDAG FRÁ KL. 9—19 OG SUNNUDAG frá 14—17. Þar er hægt að kaupa miða fyrir hundrað krónur, en að sjálfsögðu er líka hægt að koma við hjá sjálfum vinningunum, sem standa við Útvegsbankann í Austur- stræti og gera kaupin þar. Munið, að það er dregið 26. október n.k. Verzlun í Háaleitish verfi um uæstu mánuBumót Það hefur ekki verið neitt launungarmál, að mikill og aðkallandi skort- ur hefur verið á matvöru- verzlunum, sem og reynd- ar öðrum verzlunum í hinu nýja Háaleitishverfi. Um næstu mánaðamót verður leyst úr þessu vandamáli, því þá mun vera fullbúin ný verzlunarsamstæða þar sem til sölu vérða kjötvör- ur, nýlenduvörur, fiskur, mjólk og brauð. Verzlun þessi verður að Háa- leitisbraut 68, og fullyrða eig- endur hennar, Austurver h/f, að hun verði opnuð innan þriggja vikna eða 1. nóvember. Eins og kunnugt er af fréttum hefur þessu sama fyrirtæki verið úthlutað lóð og veitt leyfi fyrir verzlunarbyggingu I Háaleitishverf inu. Þær byggingaframkvæmdir eru geysiumfangsmiklar og þótt nú sé öllum undirbúningi lokið undir hinar verklegu framkvæmdir, munu þær að sjálfsögðu taka nokk urn tíma. Gripið hefur því verið til þess ráðs að reisa bráðabirgða- verzlun á væntanlegu bllastæði verzlunarmiðstöðvarinnar. — Sú bráðabirgðabygging mun hins veg- ar ekkert draga úr framkvæmdum hinnar raunverulegu verzlunar, nema síður væri. Þótt hér sé um bráðabirgðahús að ræða, verður verzlunin útbúin öllum hinum fullkomnustu tækjum og þar verða á boðstólum allar þær vörur, sem áður hafa verið taldar. í Háaleitishverfinu búa nokkur hundruð manns, en næsta búð hef- ur verið á Grensásvegi. Hefur á- standið því verið nokkuð bagalegt fyrir íbúana þarna. Austurver hefur á undanförnum vikum látið stóra fólksflutninga- bifreið aka um hverfið 3svar í viku Framh. á bls. 5. Kosið / Sjómannu- sumbandinu Um næstu helgi fer fram full- trúakjör til Alþýðusambandsþings I öllum þeim félögum, 7 að tölu, sem eiga aðild að Sjómannasam- bandi íslands, en þau eru Sjó- | mannafélag Reykjavíkur, Sjó- : mannafélag Hafnarfjarðar, sjó- | inannadeildir verkalýðsfélaganna á i Akranesi, Keflavík og Grindavík, j Vélstjórafélag Keflavíkur og Mat- sveinafélag SSÍ sem er landsfélag Franska er Þingrof og nýjor kosníngnr Franska þingið samþykkti í nótt vantraust á stjóm ’ ndsins með 280 atkvæðum, eða 39 atkvæðum fram yfir það sem þurft hefði til að fella stjórnina. Búizt er við að Pompidon forsætisráðherra biðjist lausnar fyrir ráðuneyti sitt í kvöld og forseti Iandsins birti á morgun tilkynningu urn þingrof og nýjar kosningar. Gert er ráð fyrir að þær kosn- ingar fari fram samtímis þjóðar- atkvæðagreiðslunni, sem áður hafði verið ákveðið að fara skyldi I fram 28. þessa mánaðar. Það er 1 einmitt I sambandi við þá þjóðar- ! atkvæðagreiðslu sem vantrausts- j tillagan kom fram frá andstöðu- i flokkum ríkisstjórnarinnar. I þessari þjóðaratkvæðagreiðslu á að greiða atkvæði um breytingu á stjórnarskránni, það er að segja tilhögun forsetakosninga, og er breytingin I þvl fólgin að forseti landsins skuli hér eftir kosinn af öilum almgnningi I landinu. Þeir, sem greiddu atkvæði með van- traustinu, töldu það vera stjórnar- skrárbrot að ríkisstjórn Frakk- lands skyldi á eigið eindæmi, án þess að bera það undir þingið, á- kveða að láta þessa þjóðaratkvæða greiðslu fara fram til breytinga á stjórnarskránni. og geta matsveinar kosið hvar sem þeir eru starfandi. Kosningin fer fram á laugardag og sunnudag og stendur yfir frá kl. 10 að morgni ti> 10 að kvöldi báða dagana. Tveir listar hafa komið fram, annar er borinn fram af stjórn Sambandsins en hinn af kommún- istunum Jóni Tímóteussyni, Sig- urði Breiðfjörð Þorsteinssyni og fleiri kommúnistum. Kommúnistar hafa nú mikinn viðbúnað til að Framhald á bls. 5. Bridgekeppni d Akureyri Tvímenningskeppni í bridge hef- ur staðið yfir undanfarið á Akur- eyri. í gærkvöldi var staðan þessi: Efstir voru Jóhann Helgason og Karl Sigurðsson með 215 stig, næstir Jóhann Sigurðsson og Óð- inn Árnason með 207 stig ög Ár- mann Helgason og Halldór Helga- son með 199 stig. -JMH. 4 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.