Vísir - 08.10.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 08.10.1962, Blaðsíða 2
Vann VAL með 3:2 Fram varði lslandsmeistaratitil- inn fyrir fyrsta áskorandanum, sem var reyndar enn Valur, að þessu sinni i Bikarkeppninni, og Fram tókst nú að sigra með 3:2 f spenn- andi en ekki tiltakanlega vel leikn- um lcik. Framarar skoruðu fyrst er að- eins voru örfáar mínútur til leik- hlés. Það var Guðmundur Óskars- son sem skoraði úr ágætu færi. Annars var fyrri hálfleikur fremur jafn, en lélega leikinn. Eftir 12 mínútur af síðari hálf- leik jafna Valsmenn og var þar að verki Þorsteinn Sívertsen, en úthlaup Geirs kom ekki á réttum tíma til að bjarga. Fjórum mínútum síðar komast Valsmenn svo yfir og var þar enn að verki sami maður, Þorsteinn Sívertsen, sem vippaði laglega yfir Geir markvörð. Baldvin Baldvinsson hinn efni- legi miðherji Fram jafnaði síðan á 18. mfnútu, en úrslitamarkið kom ekki fyrr en er um 7 mínútur voru eftir af leik og var það Hallgrímur Scheving sem sá fyrir því að fs- landsmeistararnir halda nú áfram ásamt KR, Keflavík og Akureyri f bikarkeppni KSf. Voru úrslit þessi sanngjörn en heldur var leikurinn í daufara lagi þótt nokkur stígandi væri í leikn- um markalegaséð. Mikla athygli vakti nýliði í Vals liðinu, Ásgeir Einarsson, en yfir- leitt áttu leikmenn ekki sérstak- an leík og jafnvel Geir markvörð- ur Fram, sem hefur persónulega lagt þyngst lóð allra liðsmanna Fram á vogaskálar íslandsmótsins var nú heldur slakur og fékk á sig tvö klaufaleg mörk. Geir markvörður Fram grípur knöttinn. K1 vann ÍBÍ 4:1 Á laugardaginn fór fram leikur KR og fsafjarðar í Bikarkeppn- inni á heldur slæmum velli ís- firðinga. KR átti ekki í miklum erfiðleikum með að vinna, enda þótt á tímabili stæðu leikar jafnir, 1:1. Nýliðinn Theodór Guðmunds- son hafði ekki leikið nema rúmar 2 mínútur með KR, áður en hann skoraði fyrsta mark sitt, en hann átti ágætan leik með liðinu. ísfirðingar jöfnuðu úr horn- spyrnu eftir 15 mínútna leik en Hreiðar missti af boltanum 2—3 metra frá marki og tókst einum framherja ísfirðinga að skora. Sigurþór Jakobsson skoraði 2-1 skömmu fyrir hlé og var skot hans mjög laglegt. Síðari hálfleikur færði KR enn tvö mörk. Hið fyrra skoraði Sigur- þór með fallegu skoti eftir að hon- um hefði tekizt að leika á vörnina, en hitt var skorað eftir fallegan leik upp hægri vænginn (Örn Stein sen og Gunnar Guðmannsson) en Örn gaf fyrir til Jóns Sigurðs- sonar sem skoraði örugglega. 3ES3I V í S IR . Mánudagur 8. október 1962. ; Mark nr. 5. Boltinn í netinu og Jón Leósson reynir að bjargar með hendi. Stærsti ósigur ÍÁ Akureyri vann Akranes 3:1 Akranes hlaut í gær sinn stærsta skell fyrir ís- lenzku liði er Akureyring- ar unnu þá með ekki minni tölu en 8:1 í Bikarkeppn- inni og gerir sigur þessi Litía bikarkepgssiin: ÖLL LIÐIN JÖFN Keflvíkingar gerðu út um það fyrir Hafnarfjörð í gær, að þeir hefðu með sér bikarinn heim, fyrir áramót, í hinni svo kölluðu Litlu bikarkeppni milli félaganna þar, og á Akranesi. Keflvíkingar sigr- uðu í leiknum með 2-1, sem ekki voru réttlát úrslit eftir gangi leik sins, en jafntefli hefði verið jsann- gjarnt. ÍBK setti bæði sín mörk í fyrri hálfleik, en Hafnarfjörður sitt í þeim síðari eftir að hafa átt hvert tækifærið á eftir öðru, í þeim 1 álfleik. Mikil barátta var í leikn- um og voru Hafnfirðingar sýnilega ekki á því að gefa sig neitt, en mörkin vildu ekki koma og því eru nú öll liðin jöfn að stigum, og verða að keppa mótið upp að nýju, en það verður varla gert á þessu ári héðan af. til þessa Akureyringa ekki ólíklega í keppninni um bikarinn. Annars var leikur Akureyr inga mjög góður yfirleitt, einkum hjá framlínunni, sem hreinlega gerði grín að Akurnesingum með á- kveðnum og sérlega hröð- um leik, þar sem boltinn var látinn hafa fyrir erfið- inu. Strax á 1. mínútu Ieiksins í gær áttu Akurnesingar tækifæri, en Ingvar scm var kominn einn inn fyrir eftir mistök varnar Akúreyr- ar klúðráði boltanum fram hjá í -ki. Með því að skora þarna hefði taflið breytzt til stórra muna og markafjöldinn ekki orðið slíkur sem raun varð á. Akureyringar Danir í vandræðum með Islandsmeistara Leikur Fram og Skovbakken, íslenzku og dönsku meistar- anna í handknattleik innanhúss, virðist vera að gera danska| gráhærða og örvinglaða. Búið var að ákveða 4. nóvemberj sem leikdag, en nú kemur upp úr dúmum að einmitt sá dagur átti að fara undir landsliðsæfingu, og án Iandsliðs-, manna Skovbakken er sú æfing sögð gagnslaus. Nú er búizt við að leikurinn fari ekki fram fyrr en 18. nóvember, nema. að Skovbakkenmenn fái frí frá æfingunni. Talið er sennilegt5 að leikurinn verði leikinn 18. nóvember í Árósum, endaj verði tveir af mönnum Skovbakken með á landsliðsæfingunnijj þeir Knud Skaarup og Ole Sandhöj. tóku nú öll völd í sfnar hendur og sóttu nær stanzlaust út leikinn og hefðu mörkin geta orðið flclri ef meira hefði verið skotið, en sú list brást norðanmönnum gersam- leg'a, en mörkin meira skoruð með því að leika í gegnum vörn Akra- ness, sem var vægast sagt mjög léleg. Fyrsta markið kom eftir 16 mínútur, og var þar að verki Steingrímur, sem notfærði sér gott færi fyrir miðju marki og lélegt út- hlaup hins unga og taugaóstyrka markvarðar Akraness. Fram til þessa höföu Akureyringar átt á- kafar tilraunir og mjög góð færi sem nýttust ekki, m. a. bjargaði Þórður Árnason tvívegis á línu. Mínútu eftir fyrsta markið skor- aði Steingrfmur annað mark sitt Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.