Vísir - 08.10.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 08.10.1962, Blaðsíða 10
10 V í S IR . Mánudagur 8. október 1962. Guðm. iurE y Framhald af bls. 9. — O, maður reynir að stelast eins oft og maður getur, og að sumu leyti er betra að stelast frá nú en áður, því að verkaskipting- in er orðin meiri. En það var ekki alltaf þægilegt hér áður, t. d. á gamla spítalanum, sem var bara ein deild og allt í kássu. Launamál og frístundir. — Hvaða innlegg hefur þú í launamál lækna, sem nú eru mjög á döfinni? — Bezt að láta sem fæst 'hafa eftir sér um það. Það er þó öll- um lýðum ljóst að launamunur milli stétta hefur stöðugt mirink- að í seinni tíð og læknastéttin hefur orðið talsvert aftur úr í þróuninni. Síðan ég byrjaði sem sjúkrahúslæknir 1936 hafa laun- in mín 12-faldazt. Laun flestra stétta hafa hækkað miklu meira en þetta. Hagur okkar læknanna hefur því frekar versnað en hitt og var þó ekki ofgóður fyrir. Það er engin hætta á að við söfnum í handraðann með þessu áfram- haldi. Aðstaðan hefur að vísu batnað og það ber að þakka, en erfiðið er samt svipað og áður. — Mig hefur oft furðað á hvað þú 'efur haft mikinn tíma til fé- lagsstarfa og alls konar hugðar- mála þrátt fyrir þitt mikla ann- •'ki í starfinu. — Blessaður vertu, það er bara af því að ég hef svikizt um. Nú það er heldur ekki víst að maður geri alltaf ógagn með fé- lagsstarfi. Þau félagsmál, sem ég hef aðalega komið nærri eru Rauði krossinn og skógræktar- málin. Nú svo eru vissir veikir blettir eins og laxveiðar og gæsa- skyttirí, en það er bezt að tala sem minnst um það. — Þú hefur þá nóg með tím- ann að gera, þegar þú ert í fríi frá aðalstarfinu? — Já, það er óhætt um það. Dagarnir eru alltaf of stuttir, næturnar líka, og þá ekki sízt -vin sjálf. Maður hefur raunar ekki upp á neitt að hlaupa nema eilífðina, ea það er nú kannski ekki ástæða til að gera lítið úr því. — En þegar fríin eru á enda og strítið tekur við á ný, hvernig er tilfinningin þá? — Auðvitað er maður dauð- feginn að komast í frí í hvert sinn, en þó fegnastur undir niðri að byrja aftur á stritinu, því að spítalinn er nú einu sinni manns annað r‘~ ili, þrátt fyrir allt. Stundin á hjalianum hefur liðið fljótt, en nú slíðra ég pennann og blokkin hverfur ofan í tösk- una. — Hvert á að aka? spyr yfir- læknirinr eins og hann hefði aldrei gert neitt annað en að aka fólki þangað sem það vill. — Þú mátt láta mig út úr hvar sem er þegar við erum komnir í bæinn, svara ég. Það stendur ekki á hvatlegu svari: .-r-' Heldurðu að mér detti í hug að skilja þig eftir einhvers staðar f reiðileysi. Og áður en varir erum við komn heim að húsdyrum hjá mér, og ég sé hann hverfa ail- snarlega fyrir næsta horn, þenn- an mann, sem oftast er á fleygi- ferð og enn hefur ekki um heyrzt að kunni að svíkjast um. kr. íþróttir — I Framhald aí bls. 2 og liðsins, glæsilegt mark sem sýnir hvað Steingrímur getur gert. Hann sneri baki að marki og fékk boltann, hélt honum laglega uppi og sneri sér hálfhring með hann á tánni en sparkaði jafnframt að marki og skoraði glæsilega og ó- vænt í bláhorn marksins, 2:0. Akurnesingar komu ekki við sögu leiksins fyrr en á 22. mínútu að Þórður Þórðarson sem fékk skotfæri en misnotaði færið, skot- ið var grútmáttlaust og auðverjan- legt. Kári var nærri að- skora þriðja markið á 30. mínútu þegar markvörðurinn hljóp út úr mark- inu svo að segja í opinn dauðann. Mínútu síðar voru Akureyringar heppnir þegar Sigurður Viglunds- son bjargaði á línu. Á 36. mínútu kom 3:0 frá Rára Árnasyni en hann skallaði í mark frá vítateigspúnkti þegar Skúli Ágústsson gaf háan bolta fyrir markið. Markverði tókst að festa hönd á boltanum en var of fljótur upp og gerði ekki annað en að tefja fyrir honum í netið. Enn áttu Akureyringar mark í pokahorninu er aðeins voru 2 mín- útur til leikhlés. Þeir pressuðu á- kaft og skot frá Páli Jónssyni út- herja og Steingrími voru varin en síðasta tilraunin frá líára heppn- aðist og skot hans steinlá í netinu, 4:0. Lagleg sókn strax á 2. mínútu síðari hálfleiks færði Akureyring- um 5. markið. Eldsnöggar sending- ar og boltinn lá fyrir fótum Stein- gríms í góðu færi og hann renndi boltanum í netið: 5:0. Aðeins 4 mínútum síðar var bolt inn enh í r.eti hins niðurlægða Akraness. Það var Skúli sem skor- aði eftir glæsilegt spil innan víta- teigsins, sem Haukur Jakobsson „aldursforseti" Iiðsins átti mikinn heiður af. Ekki má gleyma að geta þáttar Akurnesinga. Þórður Þórðarson átti opið færi á 10. mínútu, og skaut beint í markvörð, en boltirin hrökk aftur út og Þórður náði í boltann út við endamörkin og þar lék hann laglega á bakvörðinn og gaf háan bolta yfir markið, þar sem Ingvar tók á móti og skallaði laglega í netið, eina mark Akra- ness í þessum leik, 6:1. Næsta mark lét standa á sér og kom eftir 12 mínútur frá marki Akurnesinga. Á þessum 12 mínút- um hafði verið barizt grimmilega og Akranes sótti allnokkuð, en ekki tekizt að setja markið í veru- lega hættu. Sjöunda markið kom á 22. mín. og var það Steingrímur sem sneiddi boltann laglega í markið, en hann fékk heldur ó- vænta sendingu á vítateig og not- færði sér skemmtilega. Síðast í þessu markaflóði var svo mark Kára Árnasonar, skot af 35 metra færi og algerlega á reikn- ing hins unga markvarðar Akra- ness. Skotið var allfast en átti langan aðdraganda enda sá mark- vörðurinn hvað verða vildi en bolt- inn lSt ekki að sér hæða og skauzt gegnum klof markvarðarins án þess svo mikið sem koma við út- réttar hendur hans. Þannig lauk þessum leik, Akra- ness og Akureyrar, fyrrverandi stórveldisins í knattspyrnu og þess sem koma skal, að því er margir halda nú fram og ekki sízt eftir þennan leik liðsins, \kureyringar höfðu völdin alger Iega í sínum höndum í leiknurn og léku oft vel. Miðjutrfóið var mjög vel virkt en átti það sammerkt að géta ekki skotið. Bezti maður liðs- ins var samt Jakob Jakobsson sem öðrum fremur vakti athygli á- horfenda. Á vörnina reyndi lítið en þó vakti Sigurður Víglundsson mikla athygli en hann er v. bak- vörður. Akranesingar voru algjörlega spilaðir sundur og saman og gátu ekki rönd við reist. Hafa þeir ekki fengið ra eins viðtökur hjá nokkru íslenzku liði síðan þeir hófu leika í meistaraflokki, en hins vegar tví- eða þrívegis fengið stórburst frá erlendum liðum Markvarðarleysið eitt getur ekki afsakað slíkt stórtap. Vörninni verður fyrst og fremst kennt um, því leikur hennar var fyrir neðan allar hellur. Framverðirnir gátu aldrei náð tökum á miðjunni og framlínan var m. a. af þeim sök um aldrei mikið með boltann. Dómari var Einar H. Hjartarson. Heiisuvernd Vámskeið mín I tauga- og vöðvaslökun og ijndunaræfingum fyrir konur og karla, hefjast föstud. 12. október. — LTppl. í síma 12240. Vignir Andrésson íþróttakennari. Heilbrígðii tætui eru undir staðí vellAunai Látið lýzK’ Berganstork .köi mieggln '1-^ 'Z cekn; t-'ætui yð#a8miyb go Skóinnleggstotan Vifilsgótu 2 Opið kl. 2 — 4. Ódýrf Ullargarn, margir fallegir iitir. Piálf S. PáBsson hæstaréttarlögmaður Bergstaðastræti 14 Sími 24200. Nærfatnaöur 'Larlmanna '>g drengja. rirliggjandi L H MULLER Löefræðistörf Innheimtur Fasteignasala Hermann G Jónsson hdi LÖGFRÆÐISKRIFS TOFA Skjólbraut 1, Kópavogi. Sími 10031 kl. 2—7 (Heima 51245). m • ífK- U.V |r?«i m Ój«i &Ur Liifs »i í- ICrii ~~T—- FuUt m U.W toww fÍMí hlj. m-i 8 Æ N 0 A H ö L L / N !LtS íLí'L A V A L T Dyf A P A R b R A fUrí- fuki R f K L J N G / iuir K A R A 5 T A £> / R fröi' R T 5 A fírti. G w V iV*: j T P A R I A F 'A T / 5IT7Í \Á L B T A r ‘< —o~ n' | tf r "Ti > A G L l iör R y R A m \U- F R Ö y m K L fkiii B y miu T í N a L F S 5 — 3Jj R ö A R A í* R á N T I Xlr’ A ÍíA- P i<tu S§ M Æ R ’írv rzíi v-j Ut- i R Ý R A R ■fíiJ 3,!.» k.í w * ö 5 A H A R A áil s K A S s L A kylrik 5 K A K A RUtaf 0 S A T T JJryleU iir Æ T L I XfeWr- ra 5 K A jtlfu T T?uaíi Æ S T. R A fu^li fxl* s T R a T s A R A M 6 T 9U- kniKiU A G A L A U s V w Ð oJ«lí 1 A L í N Prefj S«LÍ* K *A L A iTV N i L A jmií L I T L A A*' .€14 A A R vHT A N a A N &et R Ufi»- w-fW £ R Fnkic Ctti A G F /V G A R A R cn *fcrul* ferifa* A T Íföri G. A u R A a A N & u R £* E I T U R btó A N a r N ufitö A N A R SJi tit A & A I & ás G /V A L A k S 7 a L K « SÉ Krossgátuverðlaunin Hér birtist ráðning verðlaunakrossgátu Vísis, sem kom í blaðinu 22. september s. 1. Var dregið úr réttum ráðningum á laugardaginn og kom upp nafn Henny Kristjánsson, Hlé- gerði 33, Kópavogi. Er hún beðin um að vitja verðlaunanna í ritstjórn Vísis, Laugavegi 178. Hreinsum vel -- Hreinsum fljótt Hreinsum allan fatnað — Sækjum — Sendum ifnuiuugin LlliDIBf H.F. Hafnarstræti 18. Simi 18820. Skúlagötu 51. Sími 18825. TILKYNNING Nr. 20/1962. Verðlagsnefnd hefur ákveðið hámarksverð á eftir- töldum unnum kjötvörum Vínarpylsur pr. kg. Kindabjúgur pr. kg. Kjötfars pr. kg. Kindakæfa pr. kg. svo sem hér segir: kr. 34,20 kr. 43,00 — 32,50 — 40,00 — 19,75 — 24,80 — 47,00 — 62,50 t- Tilgreint smásöluverð á vínarpylsum gildir jafnt, hvort sem þær eru pakkaðar af framleiðanda eða ekki Heildsöluverð er hins vegar miðað við ópakkaðar pylsur. Söluskattur er innifalinn í verðinu Reykjavík, 6. okt. 1962. Verðlagsstjóri. Húnvetningar Aðalfundur Bridgedeildar Húnvetninga- félagsins verður þriðjudagskvöld 9. þ. m. kl. 20 íHúnvetningaheimilinu Laufásveg 25 (gengið inn frá Þingholtsstræti. Spilað eftir fundinn Spilafólk fiölmennið. Stjcrnin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.