Vísir - 09.10.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 09.10.1962, Blaðsíða 4
4 V í S I R . Þriðiudagur 9. október 1962. Því miður er þetta algeng sjón meðfram þjóðvegum víðsvegar um landið. 'E'rá alda öðli hefur borgum og bæjum verið valinn staður við árósa, £ fjarðarbotni eða við krossgötur á bökkum stóránna. Þannig standa margar af kunn- ustu borgum Evrópu við ár eða fljót. London við Thamesá, París við Signu, Hamborg við Elbu og Köln við Rín. Einu sinni voru þessar ár hin fegurstu náttúru- fyrirbæfi, margrómaðar og dáðar í ljóðum og söngvum. Sá tími er löngu iiðinn. Nú eru þær hroðaleg skólpræsi. Þær flytja draf stór- borganna til hafs. Þær mora af banvænum bakteríum og gerlum og því öðru, sem venjulegum skólpræsum fylgir. Það er sama sagan um allan heim og sama vandamálið. Fjölg- un fólksins og vöxtur borganna er hraðstígari en allar öryggis- ráðstafanir. Skammsýni og kæru- leysi stundarhagsmuna á einnig. sinn þátt í óförunum, og þar sem verst er komið, liggur yið borð, að mannskepnan eitri sig út úr tilverunni, ef ekki finnast ný ráð. I Bandaríkjunum er ástandið jafnvel ennþá verra en í Evrópu. Um 1500 kílómetrar af austur- strönd iandsins eru að heita má samfellt þéttbýli, bæir, þorp og stórborgir. Skólpið frá híbýlum þess ótrúlega mannfjölda, sem þarna býr, litar nú sjóinn með allri þessari strönd og það meira að segja langt til hafs. Fjörurnar verða þeframmari og hættulegri íbúunum dag frá degi og borg- irnar halda áfram að vaxa. í Miðríkjunum er eitrun stórvatn- anna hrópandi vandamál. Þar stendur Chicago á bökkum Michiganvatnsins. Skólpeyðingar- stöð Chicago er eitt af mestu mannvirkjum veraldarinnar. — Reynt er þar að eyða eituráhrifum skólpsins með gerlum, síun og súrefnisáhrifum. Þrátt fyrir ótrú- legan tilkostnað hefur yfirvöld- um borgarinnar ekki tekizt að ráða við vandamálið og blasir nú yið gjöreyðing alls fiskistofns vatnsins og eitrun stranda þess, ef ekki fæst að gert. Þannig hópast að mönnum ægileg vandamál fólksfjölgunar- innar í heiminum jafnframt því, sem menn sækjast eftir að búa í þéttbýli. ^yið skoðun þessara mála er vert að renna huganum að þvf, hvar við erum á vegi staddir hér heima og hvers við höfum þar að gæta. Vonleysisaðstaðan, sem ýmsar aðrar þjóðir búa við í þessum efnum, er hér ekki til staðar enn sem komið er og við negum ekki láta hana verða til. Við þurfum að halda íslandi hreinu. Fátækt liðinna alda átti Þórir Baldvinsson: sinn þátt í því, að við ‘tókum við því hreinu úr höndum feðra okk- ar. Við vorum bændaþjóð, lifðum eins og hirðingjar að ýmsu leyti, skildum eftir fá eða engin merki mannvirkja, er sett gátu varan- legan svip á umhverfi til góðs eða ills. Við unnum með náttúrunni. Hús og fátækleg mannvirki voru reist úr efnum jarðvegsins og hurfu til hans aftur að loknu hlutverki sínu. 1 fátækt okkar urðum við að nýta allt, hirða allt, geyma allt svo að grípa mætti tii þess, ef á þyrfti að halda. Engu var fleygt. Engri fjöl eða spýtu, engum nagla eða járni. Sorphaug ur í eiginlegri merkingu var ekki til á íslandi af þeirri einföldu á- stæðu, að um ekkert sorp var að ræða. Matarleifar og matarúr- gangur, sem jafnan var harla lít- ið um, var notað sem fóður hunda eða gefið búpeningi. Svo gekk ný öld í garð. Fjár- ráð fólksins tóku að aukast. Hirðusemin og nýtnin virtist f fljótu bragði ekki eins nauðsyn- leg og áður. Loks urðu íslend- ingar svo ríkir, að þeir eignuðust sorphauga. Það undarlega er, að vfsindi og tækni hafa um gjörvallan heim verið þrotlausir veitendur sorphauganna. Þau sjóða saman alls konar efni, sem náttúruöflin eiga oft óhægt með að tortíma, þótt tækið úr þessu sama efni hafi oft raunaléga litla endingu. Þetta heyrir stundum undir hentuga verzlunarhætti og þýðir lítið um að fást. Á ísland vaxa nú upp bæir, þorp og borgir. Þéttbýlið vex og með því umgengnisvanda- málin og hætturnar. Vandamál okkar er að fyrirbyggja þessar hættur, áður en þær vaxa okkur yfir höfuð og spillingin og viður- styggðin verður óviðráðanleg eða óbætanleg. Við eigum að geta lært af óförum annarra og mis- tökum okkar sjálfra. Hér er þó við ramman reip að draga. Við íslendingar erum í rauinni ennþá bændaþjóð, og við erum viðvaningar í borgarlífi. Ýmsir uppeldishættir okkar og umgengnishættir sýna þetta ljós- lega. Okkur lærist með tfmanum, en meðan það tekst ekki til fulls, hlýtur ýmislegt að fara forgörð- um. Fyrst i. að gera sér þetta ljóst og þá er frekar hægt úr að bæta. Það verður að segja það hér, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, að hirðuleysi og sóðaskapur er ákaflega áberandi þáttur í fari þeirrar kynslóðar, sem nú byggir landið. Það skai þó viðurkennt, að það er eins með sóðana og þá, sem valda óró á mannfundum, þeir koma óorði á heildina, þótt þeir séu raunar f minnihluta. Fálæti um sóðaskap af háifu þeirra manna, sem kjörnir hafa verið til að ráða fyr- ir heildina, er að vísu sóðaskap- ur á sinn hátt, ef ekki fákænska eða skammsýni. Ef til vill mætti líka flokka allan sóðaskap undir greindarskort, í hvaða mynd sem hann birtist. ]Y|'erki um íslenzkan sóðaskap eru fleiri en svo, að upp verði talin. Þau eru mest áber- andi f þéttbýlinu. I flögum og rnelbörðum, skurðum, gryfjum og sjávarbökkum f umhverfi smábæja og þorpa hafa grunn- hyggnir vandræðamenn losað úr kirnum sínum, kerrum eða bílum og þar blasir ósóminn við, járna- rusl, sementsdras!, spýtnabrak, dósagums og annar viðbjóður. Ár eftir ár hrópar þetta að gestum og gangandi úr sama barðinu eða sama meinum að viðbættum nýj- um heiðursstöðum fyrir þetta góðgæti. í sjávarþorpum eru fjör- ur oftast löðrandi af rusli eða sorpi og færist sá varningur æ lengra og lengra um nærliggjandi fjörur. Það, sem ekki sekkur endanlega eða brest til hafs, er svo ýmist að taka út eða skolast á land á ný. Það þvælist þarna árum saman með árlegum við- bótarskerf hinna grandvöru borgara. Ekki er sýnilegt að yfir- völd viðkomandi staða geri neitt til að fjarlægja þennan menn- ingarvott heimkynna sinna. En — við skulum ekki hafa hátt — segir f vísunni. Og þó. Hvern- ig er ástatt f sjálfri höfuðborginni í þessum efnum? Það er víst bezt að segja það eins og er. Fyrir- myndin er vægast sagt ekki góð. Einhverjir hinna vísu feðra borg- arinnar hittu á það snjallræði á liðinni tíð að flytja allt skarn borgarinnar á fjörusand vestur á Seltjarnarnesi. Þar malar nú sjáv- araldan um fjörukamba úr reyk- vísku sorpi. Hún ber það inn á höfnina. Hún dreifir því um allar nærliggjandi fjörur suður um Álftanes og norður um Kolla- fjörð og þótt hætt sé nú að nota þennan stað til móttöku á sorpi, er þar skelfilegasta náma spill- ingarefna, að til hrollvekju má telja. Það er raunar óskiljanlegt, að bæjaryfirvöldin, sem að ýmsu leyti hafa sýnt dugnað að því er varðar hreinlæti og fegrun borgar innar, skuli láta óaðgert í þessu efni enn þann dag í dag. 7'J'örmuleg er oft umgengni á fögruni stöðum eftir hópsam- komur. Ég hef séð Húsadal í Þórs mörk eftir eina verzlunarmanna- helgi í svo herfilegu ástandi, að hægt var að fyrirverða sig fyrir að vera íslendingur. Tjaldfólk það, sem skildi þar eftir drafið f bælum sínum, hefði heldur átt að velja sorphaugana á Seltjarnar- nesi fyrir tjaldstæði sín en græna lundi Þórsmerkur. Það er erfitt að. skiija, hvers vegna sú mannteg- und, sem alltaf þarf að saurga umhverfi sitt með sóðaskap, skuli yfirleitt fara á fagra staði. Stórvítaverður er sá háttur manna að kasta flöskum, bréfum og pappahylkjum út úr bifreiðum á þjóðvegum. Geta má nærri, hvernig umhorfs verður þá er stundir líða ef slíku heldur áfram. Raunar geta kauðalegir söluskúr- ar við þjóðvegi einnig heyrt undir eins konar sóðaskap, og þyrfti þar eitthvert eftirlit. Ætti ekki að vera leyfilegt að reisa slíka skúra nema með samþykki vegamála- stjóra og viðkomandi sveitar- félags. Hið sama ætti að gilda um brúsapalla. Misjöfn er mjög umgengni f um hverfi sveitabýla. Þar er ný hætta vegna ónýtra véla og tækja úr stáli og járni, sem oft virðist skil- ið eftir utangarðs í haga eða und ir bæjarvegg og liggur þar stund- um árum saman, ryðgað og grett. Slíkir gripir setja furðulegan ó- hirðubiæ á svejtabæina og merkja þá sínu marki. Ömurlegt er einnig að sjá alls konar reiðskap, vélar, tunnur og tjasl í reiðuleysi um bæjarhlað og það eins, þótt f notkun sé. Er slíkt alltaf óþarft. Sorpið á sveitabýlunum hefur reynzt ýmsum vandamál, og má sjá þess leiðinleg merki. Aðrir hafa leyst þetta á ofur einfaldan hátt. Þeir grafa djúpa gryfju á hverju vori á afviknum stað. Þessi gryfja er höfð nægilega stór fyrir eins árs sorp. Næsta vor er gryfjan vandlega byrgð og ný grafin og þannig koll af kolli. Hin rétta leið er alltaf auðveld. Erfiðari er ráðstöfun skólps og affalls salerna. Lengst af hefur tíðkazt að veita því í læki, ár eða sjó, en svo sem áður var getið hefur dýrÉeypt reynsla annarra sýnt, að þetta má^ekki gera. J Reykjavík hefur öllu skólpi verið veitt skemmstu leið í sjóinn frá fyrstu tíð. Skólpleiðsl- urnar ná háskalega stutt út í fjöruna og leggur oft ramman þef til iands. Þeir sem fara um Skúla- götuna á vetri eða hausti geta átt á hættu að fá á sig úðann af saurblöndnu sjávarlöðri, ef hann blæs skarpt á norðan. Sjálfsagt væri sæmilega auðvelt að fram- lengja klóökin svo að verulegu næmi, og væri það til bóta f bráð. Þvf fer þó víðs fjarri, að það sé endanleg lausn. Sá tími kemur fyrr en varir, að við verðum að safna skólpinu í höfuðborginni til hreinsunar, áður en því er sleppt lausu í hafið. Það verður ómetan- legt tjón, ef það verður látið drag ast að samræma skólpkerfi bæjar- ins þeim möguleika. Og það sem gildir hér í þessum efnum, gildir og um smærri bæi. Eitrun strand- arinnar og vatnanna er alltof dýr, alltof hættuleg og alltof viðbjóðs leg til þess að verða liðin til lengd ar af fólki, sem er einhvers megn- ugt.. Á hverjum degi bætast við nýj- ar hættur. Austur við ölfusa er að rísa upp dálítil borg uppi í landi. Öllu skólpi þessa bæjar er veitt' f ána. Selfoss vex mjög ört, og þess verður ekki langt að bíða að laxinum í ánni mun súrna sjáld ur f augum. Allt laxveiðisvæði ofan Ölfusár verður þá dauða- dæmt, en áin eitruð og fúl til sjávarósa. í sveitum og smábæjum er hægt að leysa þetta vandamál með sæmilegu móti, með því að Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.