Vísir - 09.10.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 09.10.1962, Blaðsíða 6
6 V í S I R . Þriðjudagur 9. október 1962. Hluti a£ hverfinu, sem næst verður tekið fyrir í hitaveitulagningunni. Það verður fimmti áfangi. Nýir vinnuhættir spara húsbyggjend- um og hitaveitu hundruð þúsunda Hitaveita Reykjavík- ur mun framvegis leggja kapp á að koma hita- veitulagningu sinni þannig fyrir að hægt sé að leggja inn í húsin um leið og þau eru tekin til notkunar. Kemur þetta til með að spara hús- byggjendum tugi þús- unda króna, auk þess sem þetta hefur í för með sér minni kostnað við hitaveitulagninguna en áður. Getur það skipt hundruðum þúsunda króna. / Vísir hefur rætt við Jóhannes Zoega, hitaveitustjóra um næsta áfanga hitaveituáætlunar innar og upplýsti hann að hita- veitan væri að fara inn á nýjar brautir sem myndu verða til mikils hagræðis fyrir aila, sem hlut eiga að máli. Einkum ætti þetta við um næsta áfanga hitaveitulagning- arinnar, sem er sá fimmti í röð- inni. Hann er á svæðinu með- fram Kringlumýrarbrautinni nýju að vestanverðu og fyllir upp skarðið milli Hlíðanna og Holtanna. Göturnar eru Skip- holt, Hjálmholt, Vatnsholt, Há- teigsvegur, Bólstaðahlíð, Stiga- hlfð og Grænahlíð. Við sumar þessar götur hefur þegar verið byggt, en það var ekki fyrr en í sumar að flestum lóðunum var úthlutað. Er gert ráð fyrir að á þeim verði byggt á næsta sumri. Götulagningin stendur yfir, einkum f Holtunum. Hitaveitulagningin er þegar hafin, en kemst ekki f fullan gang fyrr en næsta vor. Verða húsin tengd hitaveitunni jafn- óðum Og þau verða tekin í notkun. Er þetta gert til að spara fólki að kaupa sér hitunartæki, sem það annars yrði að gera, ef hitaveitulögnin er ekki til- búin. Getur þetta munað um 25 til 30 þúsundum króna út- gjaldasparnað á hús en upp- hæðin veltur á hundruðum þús- unda þegar um stór sambýlis- hús er að ræða. En það er einnig annað, sem skiptir máli, einkum fyrir hita- veituna sjálfa. Hún sparar sér nokkur hundruð þúsunda á hverjum áfanga, sem hún getur unnið á þennan hátt. í full- byggðum hverfum, nokkurra ára gömlum, er búið að koma fyrir rafmagnsvírum og síma- leiðslum, sem tefja skurðgröft og rörlagningar til muna. Þar er ekki hægt að vinna með full- um afköstum vinnuvélanna. Einnig kostar þetta að rífa þarf upp lagðar götur eða gangstétt- ir og eykur það auðvitað kostnaðinn. Verktakar hafa sagt að vinna f gömlum hverfum hækki tilboðin, jafnvel um nokk ur hundruð þúsund krónur. Heildarkostnaður við 5. á- fangann er áætlaður um 7 millj. króna. Tilboðsupphæðin var 4.083 þúsund krónur, en annar kostnaður er efni. Verktakinn með lægsta tilboðið að þessu sinni var Verk hf. undir stjórn Birgis Frfmannssonar verkfræð ings. Verk hf. annast einnig um þessar mundir lagningu hitaveit Nýlega var byggt sæluhús á Flateyjardalsheiði. Er þar ágætur gististaður fyrlr 24 menn. 15 manns geta setið í einu að snæð- ingi. Þetta er hið þarflegasta hús, því að Flateyjardalsheiði er löng og oft erfið, en alltaf er þar unnar f 3. áfanga, sem er í Laugarnesi. Sjötti áfangi Hitaveitunnar verður Melarnir í Vesturbænum. Verður sennilega byrjað þar á r.œsta ári. Útboðin á lagningu hitaveit- unnar hefur gefizt vel. Verkin hafa gengið betur fyrir sig en gert var ráð fyrir. Verktökum er það kappsmál að geta lokið verkunum á sem stytztum tíma, og leggja sig alla fram við það. En um leið hefur ekki borið á öðru en unnið væri eftir ýtrustu kröfum um vinnugæði. nokkur umferð. — Það er Loka'staða-fjallskila- deild, sem nær yfir norðurhluta Hálshrepps og Grýtubakkahrepp, sunnan til, sem hefur látið byggja þetta sæluhús, sem er talið prýði- lega vandað. Nýtt sæluhús byggt Peysur og Samband íslenzkra samvinnu- félaga hefur aukið söiu sína á ull- arvarningi til Sovétríkjanna. Sambandið hóf fyrir um það bil þremur árum að selja ullarpeysur og ullarteppi til Sovétríkjanna. — Árin 1960 og 1961 var salan mjög j svipuð, en á þessu ári jókst salan til muna og gerir Iðnaðardeildin sér vonir um að geta aukið þessa sölu á næstu árum, að því er Helgi j Bergs forstjóri deildarinnar hefur j sagt. Samkvæmt samningi, sem gerð- ur var snemma í vor er áætlað að selja á þessu ári 47 þúsund ullar- teppi frá Gefjun og 27 þúsund ull- arpeysur frá Heklu. Þessar verk- smiðjur eru báðar á Akureyri eins og kunnugt er. V'erðmæti þessa út- flutnings er talið um 19 milljónir króna, og er magnið um 25% af framleiðslu verksmiðjanna. Um þessar mundir standa yfir stækkanir á verksmiðjunum. Verða spunaafköst Gefjunar aukin um nær 50%, og verið er að ljúka byggingu nýs verksmiðjuhúss yfir Heklu og gefur það möguleika til aukinna afkasta í verksmiðjunni. Jafnframt verður reynt að afla markaða fyrir útflutning verk- smiðjanna í Evrópu og Ameríku, en hingað til hefur aðeins verið flutt út til Sovétríkjanna. Hafa hinir erlendu aðilar, sem fengið hafa sýnishorn, látið í ljós áhuga á viðskiptum. Umgengnán - Framhald af bls. 4. nota vel gerðar rotþrær meðan ekki fæst annað betra. Þetta er nú þegar gert á mörgum stöðum, en þeir þurfa að vera miklu fleiri. Þessu þarf að koma í kring nú þegar. Það þarf að gerast áður en við spillum vötnunum okkar, lækjunum og ánum. Tjað er hin mesta nauðsyn, að þessi mál öll verði tekin til alvarlegrar meðferðar af heilbrigð isyfirvöldum um gjörvallt landið. Koma þarf upp eftirliti í sveitum um umbúnað og meðferð sorps og skólps. í bæjum og þorpum þarf að herða þetta eftirlit stórlega og lagfæra vanrækslu. Með þeim tækjum, sem við nú höfum, jarð- gröfum og ýtum, ætti að vera auðvelt að hreinsa umhverfi bæja og þorpa einu sinni á ári, grafa og róta yfir óþrif og hreinsa fjör- ur. Bæjarfélög og sveitafélög þurfa að taka skólpkerfin, um- búnað þ^irra og skipulag til nýrr- ar og alvarlegrar athugunar, og svo að komið verði í veg fyrir eitrun og óþrif vegna ófullkom- innar meðferðar og rangs um- búnaðar. Bæta þarf umgengni á víðavangi, þjóðvegum og almenn- ingsstöðum og auka og herða þau lög, sem um þau mál fjalla. Auð- sætt er, að engin vettlingatök duga gagnvart þeim mönnum, sem bregðast trúnaði þjóðarinnar f umgengnisháttum. Við þurfum að halda íslandi hreinu. Ströndum þess, vötnum og ám. Enn öndum við að okkur hreinasta og ferskasta loftinu f Evrópu. Enn eigum við fegurstu árnar, tærustu lækina og berg- vötnin. Enn eigum við frelsi ó- byggðanna og víðáttunnar og ilm an af lyngi og grasi heiða og hlíða. Landið okkar er dýrgripur, sem hver kynslóð fær til varð- veizlu meðan líf hennar endist. Þar má engin kynslóð, enginn einstaklingur bregðast. Að utan — Framhald af bls. 8. vissir um að myndin muni laða að sér eins marga áhorfendur og áður, þrátt fyrir samkeppni sjónvarps. Með aðalhlutverk fara nú Trevor Howard og Mar- lon Brando. Töku kvikmyndarinnar lauk í september s.l. og var „Bounty“ siglt frá Tahiti til Ameríku, sfð- an gegnum Panamaskurðinn til Boston og þaðan til Bretlands. Við heimkomuna tóku á móti „Bounty“ þrjú brezk herskip, sem skreytt voru til auglýsing- ar fyrir „MGM“. Frægt og ill- ræmt skip var komið heim. Nýja „Bounty“ var byggð í Kanada og kostaði 600 þús. doll ara. Að utan er hún nákvæm- lega eihs og sú, sem var við Pitcairn, en að innan er hún nýtízku „Bounty" með diesel- vél, oergmálstæki, loftskeyta- tækjum og radartækjum. Nýju „Bounty" stjórnaði sjóliðsfor- ingi, sem hafði yfir að ráða 25 mönnum, sem allir voru með skegg og f blá-hvítröndóttum skyrtum og eyddu frístundum sínum til að taka á mjófilmur. Þeir höfðu flestir verið á segl- skipum áður og voru þeim því vanir, og þegar bezt lét var ganghraði „Bounty" undir segl- um 11 hnútar á klukkustund. Gamall segldúkur — nýtfzku radartæki. Þótt leitað sé um öll heimsins höf mun vart finnast undarlegra skip en nýja „Bounty".

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.