Vísir - 09.10.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 09.10.1962, Blaðsíða 8
VI S I R . Þriðjudagur 9. október 1962. 8 Utgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Augiýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifstargjald er 55 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Verkamenn kjósa rétt í fyrra fengu kommúnistar í Dagsbrún 1584 at- kvæði. Fyrr á þessu ári fengu þeir 1443 atkvæði. í kosningunum á sunnudaginn fengu þeir aðeins 1251 atkvæði. Þannig er gengi kommúnista í verklýðshreyfing- unni. Alltaf minnkandi. Það er ekki lítið tap, fimmtungur atkvæða á einu ári. Og tapið verður ennþá meira þegar þess er gætt að kommúnistastjórn félagsins neytti alls kyns bola- bragða til þess að halda völdunum. Eitt versta bragðið var það að meina hundruðum verkamanna aðild að félaginú. í Reykjavík eru milli 3 og 4 þúsund verka- menn. En Dagsbrún telur ekki nema 2800 félaga! Úrslitin í hinum þremur síðustu kosningum í Dagsbrún sýna hvert straumurinn liggur. Hann Iiggur ótvírætt frá kommúnistum. Á því leikur enginn vafi lengur. Það er líka að makleikum. Verkamenn og laun- þegar eru orðnir þreyttir á óstjórn og fólsku kommún- istaforingjanna, sem aðeins verður jafnað til spilltustu klíku í verkalýðshreyfingu Suður-Ameríkuríkjanna. Vísir hefir haldið því fram áður að öruggasta leiðin til að útiloka kommúnista frá áhrifum í verk- lýðshreyfingunni sé hlutlæg fræðsla um hin sönnu markmið þeirra og hinar rotnu starfsaðferðir. Slík fræðsla kemur úr mörgum áttum, og er ekki sízt feng- in með kynnisferðum til nágrannaþjóðanna. Þar eru kommúnistar löngu útdauður flokkur, og allir vita að barátta þeirra á ekkert skylt við bætt lífskjör verka- manna. Lýðræðissinnar hafa nú unnið um 25 fulltrúa af kommúnistum, sé miðað við síðustu kosningar. Og lengi mun minnzt ófara kommúnista í Sjómannasam- bandinu, sem þeir reyndu að ná á vald sitt með óhemju bægslagangi nú um helgina. Undirstaða framfaranna í gær skýrði Vísir frá því að tilboða hefði þegar verið leitað erlendis í vélar fyrir jarðgufuaflstöð í Hveragerði. Enn er ekki afráðið hvert verður næsta skrefið í virkjunum á Suðurlandi, en fleiri en einn möguleiki kemur til greina. Gufuaflstöð í Hveragerði yrði nýjung í raforku- sögu landsins. Lengi hefir mönnum verið það ljóst að i gufunni býr mikill máttur. Verklegir örðugleikar hafa hins vegar verið á hagnýtingu hennar. Kemur þar og til að vatnsorkan hefir verið svo auðnýtt hér á landi. Að baki nýtingu auðlinda landsins liggur hugvit og sérþekking raunvísindamanna okkar. Það má ekki gleymast. Því er nauðsynlegt að skapa þeim bæði góð starfsskilyrði og launakjör, ef mennt þeirra á að verða landi þeirra að því gagni sem öll efni standa til. um Skömmu fyrir sólar- upprás 28. apríl árið 1789 var barið harka- lega með byssukólfum á káetuhurðina hjá Bligh skipstjóra á „Bounty“, og í einni svipan var hann kominn upp á þil- far á skyrtunni einni auk nátthúfunnar, sem þá þótti sjálfsagður svefnklæðnaður. Byssu- stingjum var miðað á brjóst hans — uppreisn var hafin. Þetta var alls ekki blóðugasta upp- reisnin í sögu sjóferð- anna, en þó hefur hún haft meiri áhrif á hugi manna en nokkur önn- ur. Ástæður til hennar voru tvær: Brauðaldin- tréð og stúlkurnar á Tahiti. „Bounty“ 1962 kostaði um 26 millj. ísl. krónur. Bligh skipstjóri 1935: Charles Laughton. Brauðaldintré flutt. Ráðuneytisstjóri einn í Lon- don fékk þá hugmynd, að bæta mætti stórum lifnaðarhætti negraþrælanna í Vestur-Ind- landi, með því að flytja þangað brauðaldint.é. Var skútan „Bounty“ því send til Tahiti til að sækja þangað brauðaldintré og flytja til V.-Indlands. Skip- stjóri á „Bounty“ var Bligh, skynsamur og hugsandi maður, sem fjöldamörg ár hafði siglt með hinum fræga landkönnuði Cook. Stafn skútunnar var skreytt- ur hefðarkonu I fullum reið- klæðum, en ekki nakinni haf- meyju, eins og títt var á þess- um tímum. Sýnir það nokkuð siðavendni skipstjórans. Lagt var upp frá London, en það var ekki fyrr en tæpu ári síðar, að akkerum var varpað við Tahiti, hjarta Suðurhaf- anna. Á Tahiti var „Bounty“ hlaðin brauðaldintrjám, sem voru í litlum pottum, svo að ekki varð þverfótað fyrir þeim. Ef einhverjum varð á að brjóta eina grein var Bligh skipstjóra að mæta, og hann sparaði ekki svipuhöggin. Bligh skipstjóri 1962: Trevor Howard. Hörundsbrúnar stúlkur. Þetta varð ekki til að bæta ástandið um borð í skútunni, sem hafði þó verið slæmt fyrir, eftir hina löngu sjóferð. I brjóst um skipverja fór að vakna þrá eftir ,,paradísinni“, þar sem ynd islegar hörundsbrúnar stúlkur byltu sér í lónunum á kyrrum tunglskinsnóttum. Hinar yndis- Iegu stúlkur áttu þó við alls konar sjúkleika að stríða, en skipverjar létu það ekki á sig fá. Undir forystu Flechter Christ- ian gerðu flestir þeirra upp- reisn og héldu til Tahiti. — En þar kom til átaka vegna stúlkn- anna, og urðu þar blóðugir bar- dagar. Flechter Christian fór með skipið til Pitcairn, sem var langt úr alfaraleið á Kyrrahaf- inu, kveikti 1 því og sökkti því síðan. Þar lá „Bounty“ á sjá- varbotni unz Louis Marden, amerískur kafari, fann það ár- ið 1958. Eldri kvikmyndin. „Stórveldið“ Metro-Goldwin- Mayer“ í Hollywood endurvakti „Bounty“ árið 1935 með kvik- mynd og voru Charles Laugh- ton og Clark Gable í aðalhlut- verkum. Kvikmyndin hlaut slíkar vin- sældir að nú, árið 1962, hefur öll sagan verið kvikmynduð aft- ur, og eru stjórnendur „MGM“ Framh. á bls. 6. : ;x: :; ! " I T ! »a, ‘ 1 < - i i i-J. i ».U :- * LUi »>l

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.