Vísir - 09.10.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 09.10.1962, Blaðsíða 9
I VI S IR . Þriðjudagur 9. október 19ð2. m CEaraaaa J 1 hásætissal Vetrarhallarinnar. Hásætið hefur verið flutt í annan sal. í staðinn er komið mikið mosaikkort yfir Sovét- ríkin. Það er alsett eðalsteinum. Sfaldrað ausfanfjalds S¥ iening^d ☆ Heimsókn í Vetrarhöllina í Leningrad, er áreiðanlega 6- gleymanleg. Þetta er eitt stærsta safn veraldar. Það geymir eitt stærsta safn heims ins af málverkum. En auk þess er þar að finna fjölda list- riuna, af öllu tagi, og dýrgripi úr eigu aðalsins. Það voru aðal lega keisaramir, sem byggðu safnið upp. Pétur mikli reið á vaðið og eftirkomendur hans fylgdu fordæmi hans. Þeir eyddu stórfé í kaup á dýrum og haglega gerðum munum. og málverkum og höggmyndum meistaranna gömlu. Rússnesku keisaramir og aðallinn hafa ætíð verið áfelldir fyrir auð- söfnun og bruðl. En jafnvel kommúnistar Sovétríkjanna telja listaverkasöfnun þeirra ómetanlega fyrir þjóð sína. Tilhneiging keisaranna til að bruðla sást meðal annars í hinu ofboðslega skrauti, sem var á öllum veggjum í salarkynnum hallarinnar, einkum í þeim hluta, sem byggður var upp eftir bruna hallarinnar, í stíl Péturs mikla. Gullið flúrið, sem þakti vegg- ina naut sfn tæplega. Söguleg bygging. Vetrarhöllin hefur komið all- nokkuð við sögu Rússlands, eink- um endalok keisarastjórnarinnar og upphaf kommúnistarfkisins. Á leið okkar um sali hallarinnar vitum við ekki fyrr en við stönd- um f því herbergi hennar þar sem ríkisstjóm Kerenskys var tekin höndum af kommúnistum. Herbergið snýr út að torginu, þar sem atburðir Blóðsunnudags- ins gerðust. Ráðherramir höfðu hörfað þangað þegar hafin var skothríð frá fljótinu á framhlið hallarinnar. Kerensky var sjálfur farinn til vfgstöðvanna og komst aldrei f hendur kommúnista. En með handtöku annarra ráðherra og þingmanna var kommúnista- ríkið á Rússlandi innsiglað. M. a. voru í Vetrarhöllinni milli tuttugu og þrjátíu Rembrandt málverk og annað eins eftir Van Dyck, verk eftir Rubens, da Vinci. Michelangelo, og hinn íslenzk- danska Thorvaldsen. Á neðstu liæðinni voru svo nútímamálverk, meðal annars sýnishorn af „sósfal realistiskri" list Sovietlista- manna. Ég hef ekki kunnáttu til að fella dóm yfir þeim verkum, en mér fannst sum þeirra lítið verri en maður hefur séð hér á íslenzkum sýningum. Það mundi taka nokkur ár að skoða safnið eins og skoða á list- muni, svo stórt er það og um- fangsmikið. Ég treysti mér þvi ekki að gefa nokkra viðhlftandi lýsingu á því, eftir aðeins nokk- urra klukkustunda hraðferð þar f gegn. En get engu að sfður end- urtekið það sem ég sagði fyrr, að heimsóknin er ógleymanleg. í Brúðkaupshöllinni. Frá Vetrarhöllinni fórum við til annarrar hallar, sem er öllu nútímalegri. Hún á hvergi sína lfka, nema ef vera skyldi í öðrum stórborgum Sovétríkjanna og kannske einhverju A-Evrópuríkj- anna. Það er hin svokallaða Brúð kaupshöll. I þessari höll eru fram kvæmdar giftingar af borgara- legum embættismönnum, sem gera ekkert annað en að gifta fólk f nafni Sovétríkjanna, og borgarstjórnarinnar í Leningrad. Þegar komið er inn um aðal- dyrnar er þröng fyrir dyrum. Fólk með stóra blómvendi klætt í sitt bezta er að bfða eftir að komast að í giftingarsalnum, en þar fer fram gifting fimmtándu hverja mínútu. Innan af inngang- inum eru tvö herbergi. I öðru bíður brúðurinn með sitt fólk og í hinu bíður brúðguminn með sínu fólki. Á næstu hæð er svo giftingasalurinn. Þar er einnig verzlun þar sem hægt er að kaupa giftingahringi og brúðar- gjafir. Loks eru á hæðinni tveir salir fyrir brúðkaupsveizlur, og eru þeir leigðir út. Ég leit inn í einn veislusalinn meðan ég beið eftir að vera viðstaddur giftingu og sá þá borð með rússnesku kampavíni og grænum eplum. Prelúdía í staðinn fyrii brúðarmars. Þá var komið að athöfninni. Allir stilltu sér upp f röð, brúð- hjónin fremst, síðan þeirra fólk og loks áhorfendur. Þegar inn var komið settist fólk á lausa stóla, sem stóðu meðfram veggjum. Fyr ir innri enda salarins, á upphækk uðum palli sátu, þrjár embættis- konur, sem framkvæmdu gift- inguna, ein þeirra var sérstakur fulltrúi borgarstjórnarinnar, ung stúlka milli tvítugs og þrítugs, sem vann hjá borgarskrifstofun- um. í staðinn fyrir brúðarmars var leikin hin fræga prelúdía í C-dúr eftir Rachmaninov,, á grammofón og finnst mér að nota hefði mátt nýrri hátalara. Hljómurinn líktist því helzt að spilað væri á einn af þessum gömlu glymskröttum með trekt. Hinn föðurlegi Lenin. Eftir að lesið hafði verið yfir brúðhjónunum stuttur pistill, var lýst yfir giftingu þeirra, og þau undirrituðu hjúskaparsáttmálann. Þá klöppuðu allir. Sfðan tók full- trúi borgarstjórnarinnar til máls og sagði nokkur orð. Þá var aftur klappað. En athöfninni var lfka lokið. Hún stóð tæpar -átta mín- útur. Þegar við gengum út vakti brjóstmynd af Lenin sérstaka at- hygli mína, svo frábrugðin var hún öðrum Leninmyndum. Mynd- in stóð á stalli aftan við háborð embættiskvennanna, andspænis brúðhjónunurn. Það var svipurinn á Lenin, sem var svo frábrugðinn því sem hann er á öðrum stytt um, og málverkum. Þar er hann yfirleitt baráttumaðurinn. Festan og baráttuviljinn er í hverjum and litsdrætti. En f þessari mynd var Lenin hinn föðurlegi og um- hyggjusami. Og augnaráðið var eins og hann væri að leggja bless un sfna yfir hinn nýstofnaða hjú- skap. Hamingja brúðhjónanna var greinilega óskipt, og fögnuður ættingjanna eftir brúðkaupið var mikill, eins og vera ber. Þegar Framhald á bls 10 ÁSMUNDUR EINARSSON blaðamaður fór fyrir skömmu með Lagarfossi til Sovétrfkjanna i boði Eimskipafélags fslands. Skýrir hann lesend- um Vfsls frá þvi sem fyrir augu bar í t'erðinni í nokkrum greinum hér í blaðinu. Birtist f jórða grein Ásmundar um ferðina hér og bregður upp svipmyndum af viðdvölinni þar. Segir hann frá heimsókn til Leningrad. Úr einum af sölum Vetrarhallarinnar. Kerið stóð á myndinni, er mosaikverk. Það er sett saman úr smá ögnum eða plötum, sem eru svo nákvæmt felldar saman að hvergi sér nokkur skil. ssrwi \ ' V ' Vv V \ ' !''}!)} i ] M' M " ■ I M f ’ .. ............ « • ' • './ y ú i / //>.♦ y* / / .' .J/ /’.• /.. / A '*A 'J'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.