Vísir - 09.10.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 09.10.1962, Blaðsíða 16
VISIR Þriðjudagur 9. október 1962. Staða skólastjóra Stýrimannaskólans Staðfl skólastjóra Stýrimanna- skólans var auglýst laus til um- sóknar i síðasta Lögbirtingarblaði. Aðeins þeir, sem lokið hafa far- mannaprófi við stýrimannaskólann og síðan víðtækara farmannaprófi við erlenda skóla, hvort tveggja með góðum vitnisburði, koma til greina, segir í fréttinni. Börn á Akureyri Vísi vantar börn til að aera út blaðið á Akur- íyri. Einnig vantar sölu )örn. Þið sem hafið á- tiuga á þessu eruð beðin ið hafa samband við Výju sendibílastöðina, >ími 2395 eða Verzlun- ina Höfn. Á fjölmennum stúd- entafundi í gær Háskólastúdentar kusu í 1. desembernefnd og ritnefnd há- tiðarutgáfu Stúdentablaðsins á fundi í gærkveldi. Þrjár fylk- ingar áttust við. Urðu allhörð átök. En það munaði nijóu. — Brot úr atkvæði skildu þriðja mann Vöku, félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta og annan mann á bræðingslista framsókn arstúdenta og kommúnista, þeg ar kosið var í hátíðarnefndina. Nefndin er skipuð 5 mönnum. Fékk Vaka hreinan meirihluta í nefndinni. • Krata-stúdentar buðu einnig fram og komu 1 manni að. Vaka hafði lýst því yfir að fulltrúar hennar myndu beita Framh. á bls. 5. Unnið er nú að innréttingu hins nýja húss Tónlistarskólans. Er því skipt niður í mörg litil herbergi, en innst verður salur. Búist er við að innrétting verði fullbúin í nóvember. (Ljósm. Visis I.M.) Stefna ber að íslenzkri óperu Tónlistarskólinn í Reykjavík tekur tjl starfa I þessarí viku. Mjög mikil aðsókn er að skólanum og að ýmsu leyti verður brotið blað í sögu hans með þessu starfsári. Það er fyrst að nefna að hann flytur í hin nýju og glæsilegu húsa- kynni sín i húsi Tónabíós í nóv- embermánuði og I öðru lagi að stofnuð verður ný deild, óperu- deild, við skólann með Einar Kristj ánsson sem aðalsöngkennara í vetur og að ári ræðst Stefán Is- landi að þessari óperudeild, eins og komið hefir fram í fréttum. Skólastjóri Tónlistarskólans, Jón Myndin er tekin á stúdentafundinum í gær. Fundarstjóri Ólafur Egils- son stud jur er í ræðustóli. Fundarritari var Ólafur Björgúlfsson stud odont, ritari Stúdentaráðs. ifc Vantar börn til að bera út VÍSI a Kirkjuteig og Seltjarnarnes Upplýsingar á *af greiðslunni Nordal, sagði £ viðtali við Vísi, að hann teldi að stefna bæri að ís- lenzkri óperu, og réttlætti þá skoðun sína m. a. með þvl, að hér á landi væri mjög mikið áf góðum söngröddum. Jón Nordal bætti því þó við, að vitaskuld ætti íslenzk ópera enn langt í land. Skólastjórinn sagði að því miður yrðu hin nýju húsakynni Tónlist- arskólans ekki fullgerð fyrr en í nóvembermánuði og yrði þangað til að kenna að Þrúðvangi við Laufásveg, eins og verið hefir, og víða út um bæinn á heimilum kenn Úthlutun hefst um næstu áramót Búizt er við að í desmeber geti hafizt úthlutun fjár úr sjóði þeim sem safnazt hefur til styrktar þeim, sem misstu fyrirvinnu sína í sjó- slysunum f byrjun þessa árs. Hefur að undanförnu staðið yl'ir rann- s;".kn á hðgum þessa fólks og hef- ur Dr. Gunnlaugur Þórðarson séð um hana, en hann var skipaður framkvæmdarstjóri sjóðsins af Félagsmálaráðuneytinu. I söfnun þeirri sem að undan- förnu hefur staðið yfir söfnuðust 2.825.008,00 krónur. Verður fé þessu úthlutað til aðstandenda 58 sjómanna, sem farizt hafa á tíma- bilinu síðan siðustu söfnun lauk. Þeir 58 sjómenn sem hér um ræðir láta eftir sig um 30 ekkjur cg 70 börn. Um 28 foreldrar og 10 einstæðar mæður hafa misst syni sína. Það sem hratt þessari söfnun af stað var slysið er Stuðlaberg fórst með allri áhöfn í Faxaflóanum i vetur. Forráðamenn söfnunarinnar hafa nú kosið nefnd til að vinna með Dr. Gunnlaugi að úthlutun fjárins, og sitja í henni Sigurbjörn Einars- son biskpu, síra Björn Jónsson og síra Garðar Þorsteinsson. Bað biskupinn, á fundi með blaðamönnum í gær, fyrir þakkir sfnar og annarra nefnda'rmanna, fyrir þær ágætu undirtektir sem söfnunin fékk hjá almenningi. aranna. En þegar nýja skólahús- ið yrði tekið í notkun myndi verða unnt að flytja alla kennslu þangað. Þar fær skólinn að öllu leyti stór- bætta starfsaðstöðu. Þess er og vert að geta að hann mun eignast allmikið af nýjum hljóðfærum, að- allega flyglum, næsta vor. Fyrir innan þessar dyr í neytinu er fénu úthlutað. ráðu- Sendisveina vantar á afgreiðslu VÍSIS hálfan og allan daginn ^.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.