Vísir - 10.10.1962, Síða 1

Vísir - 10.10.1962, Síða 1
*" 11 —— Tvær vinsælar Tvær þær vinsælustu í Al- þingishúsinu, kaffikannan og Margrét Valdemarsdóttir, sem hefur búið til kaffi og bakað kökur handa alþingismönnum í tuttugu ár. — Sjá fleiri myndir á 3. síðu. HreindýrohjörÍin er yfír- leitt mjög falleg / ár f-----------------------------------------------------------------------N Veiki hefur eiukum orðið vurt í yngri dýrum „Hreinkálfarnir eru ó- venjulega fallegir í ár, og sama máli gegnir um þorra hreindýrahjarðarinn ar á austuröræfunum að þessu sinni, þótt einhverra sjúkdóma hafi orðið vart í henni“. Þetta sagði Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri í viðtali, sem Vísir átti við hann nýverið um hreindýra hjörðina, skömmu eftir að Birgir hafði átt símsamtal Við hreindýra- eftirlitsmanninn þar fyrir austan og spurt hann frétta af högum dýr- anna, veiðum og þar fram eftir götunum. Um veiðarnar sagði eftirlitsmað- urinn, að þær hefðu gengið heldur treglega að þessu sinni, menn hefðu lítt mátt vera að því að sinna þeim sakir heyanna. Heimilt hefur verið að skjóta 600 dýr árlega um nokkurt skeið, en svo mörg hafa aldrei verið skot- in, og það mun heldur ekki hafa verið gert í ár, þótt eftirlitsmaður- inn hafi ekki fengið tæmandi skýrslur um tölu skotinna dýra að þessu sinni. Úthlutað hverjum hreppi. Á hverju sumri er ákveðið, hversu mörg dýr hver hreppur megi skjóta, og er svo til ætlazt, að hrepparnir fái hæfa menn til veiðanna. Það, sem hrepparnir nota ekki af veiðileyfum þessum, selur hreindýraeftirlitsmaður öðrum, er viija stunda veiðarnar sem sport. Hann sér um, að settum reglum um veiðarnar sé h'Iýtt, þeir einir fái veiðileyfi, sem hafa næga kunnáttu í meðferð skotvopna og þar fram eftir götunum. Áður var einkum sótzt eftir að skjóta tarfa, er þeir voru orðnir of margir miðað við hreinkýrnar, en nú eru veiðileyfi eigi bundin nein- um skilyrðum af því tagi. Þó eiga menn helzt að fella þau dýr, sem minnstur skaði er að. Framh. á 5. síðu. 70-80 árekstrar Eins og venjulega þegar hausta tekur, dimma tekur á kvöldin og veður versna, aukast árekstrar á götunum, og þannig hefur það ver- ið síðustu dagana. Samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild rannsóknarlögregl- unnar í morgun hafa 70 — 80 bif- reiðaárekstrar orðið í Reykjavík á rúmri viku, eða frá 1. þ. m., en alls hafa árekstrar orðið 1930 — 40 frá sfðustu áramótum. Voru á sama tíma í fyrra um 1500 talsins, og þótti þá öllum meir en nóg. HALLALAUS RÍKISBÚSKAPUR: NÝ TOLLSKRÁ í dag, á fyrsta degi þingsins, voru fjárlögin lögð fram á Alþingi. í þeim er gert ráð fyrir hallalausum ríkisbúskap og er áætlað að tekju- afgangur á ríkisbúskapn um verði um 13 millj. króna. Niðurstöðutölur fjárlaganna, tekjur og gjöld, eru rúmlega 2 milljarðar króna. Útgjöld ríkisins hækka um hátt á fjórða hundrað milljónir króna. Þrátt fyrir svo aukin út- gjöld þá hefir tekizt að koma fjárlögunum saman án nokk- urra nýrra skatta eða tolla. Út- gjaldaaukningin stafar af kaup- hækkununum á árinu, auknum niðurgreiðslum, auknum uppbót um á útfluttar landbúnaðaraf- urðir, aukningu framlaga til al- mannatrygginga, auknu fram- lagi vegna skólamála og margs fleira. Þá hefir Vísir sannfrétt að ný tollskrá verði lögð fyrir þetta þing, þar sem ýmsar breyt ingar og umbætur verða gerðar á núverandi tollstigum. Sjoppum lokað á AKOREYRI? Á Akureyri er nú hafin mikil herferð gegn svokölluðum sjopp um, eða kvöldsölum, sem eru 14 talsins f bænum. Samþykkti ftæjarráð fyrir stuttu síðan að leggja til við bæjarstjórn Akur- eyrar að sjoppumar yrðu að hlýða sama lokunartíma og aðr- ar verzlanir. Leyfilegt verði þó framvegis að selja blöð og tímarit í gegn um „sölugöt" eftir venjulegan lokunartíma, klukkan sex. Þá verði einnig leyft að selja benzín og olíur eftir þann tíma. Leggur bæjarráð til að þessar reglur taki gildi frá 1. jan. n.k. og gildi framvegis á tímabilinu 1. okt. til 1. júní ár hvert. Mál þetta hefur verið mikið rætt í bænum að undanförnu og er sívaxandi urgur f foreldr- um yfir sjoppunum, þar sem börn þeirra sitja langtímum saman og eyða sparifé sínu og tíma frá námi. jTveir menn með bráð sína á fjöllum. Sjá frétt um hreindýr.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.