Vísir - 10.10.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 10.10.1962, Blaðsíða 2
2 VI S I R . Miðvikudagur 10. október 1962. Li—| "p-d Ij-! I—l1 v.y////jMw////////ámm'///Æ. Bréf sent Vísis Ofyrirgefanlegt kæruleysi: Undanfarnar vikur hafa menn naumast opnað svo dagblað, að ekki væri þar sagt frá umferðar- slysum. Ástæðurnar til þessara slysfara eru margar. Sumar er illt að varast, annað má laga. Ég ek daglega bíl um götur borg arinnar og þykist hafa tekið eft ir einu fyrirbrigði, sem er stór- hættulegt og hefur eflaust vald- ið slysum. Ég á hér við það, að mörg bílljós blinda þá, sem aka eða ganga á móti þeim. Það mun hvort tveggja vera, að margir hafi þann stórhættulega sið að aka með háu ljósunum um göturnar, sem er vitaskuld glæpsamlegt athæfi, og svo eru hinir, sem hafa ólöglega stillt lágu ljósin, svo að þau blinda vegfarendur. Við þessu hvoru tveggja er hægt að gera með auknu eftir- liti og háum sektum, sem aldrei verða of háar þegar um jafn ófyrirgefanlegt kæruleysi öku- manna er að ræða. Ég fullyrði að fjöldi bíla ekur um göturnar hvert kvöld með háu ljósin á eða lágu ijósin ólöglega stillt. Ég skora á hvern einasta öku- mann að láta athuga bílljósin sír^ ef hann er 1 nokkrum vafa um þau, og aká aldrei nokkru sinni með háu ljósin á. Þetta ófyrirgefanlega atferli getur valdið stórkostlegum örkumlum og dauðaslysum fyrr f dag en á morgu.i. Ekki veldur sá, er varar, segir máltækið. Ég finn mig knúinn til þess að benda á þessa dauð- ans hættu á götunum, og hafi einhver ekki hugsað út í hana, þá hefur hann enga afsökun, ef hann les þessa aðvörun. Og sér- staklega beini ég aðvörun minni til lögreglunnar og Bifreiðaeft- irlitsins. Hér dugar engin vetl- gatök. Öryggi barna okkar og annarra krefst aukins eftirlits með þessu. Snjall mark- vörður Knálegur og góður markvörður að tarna . samt hefur hann ekki komið mikið við sögu á íþróttasíðunni okkar í sumar, en nú þegar fátt er að gerast annað fannst okkur tilvalið að birta svo sem eina mynd af kappanum, þar sem hann er búinn að bjarga „hörkuskoti af vítateig“ með því að slá yfir markslána . auðvit- að klifraði kappinn upp í netið til að sækja boltann aftur. Þessi kná- legi sjimpansi hefur annars at- vinnu við fjölleikahús í Hamborg og þýzkir sögðu í gamni að hann hefði verið markvörður hins fræga Kölner ÍFC sem tapaði 1—8 fyr- ir Dundee í Skotlandi fyrir skemmstu. FJÖGUR LIÐ REIÐUBÚIN Fjögur dönsk handknattleikslið hafa tilkynnt sig reiðubúna til að leika aukaleiki gegn Fram í næsta mánuði fari svo að Fram tapi leik sínum í Evrópubikarkeppninni. Liðin eru Efterslægten, sem koni hingað í fyrra og smáliðin Odder, Fjerritslev og Amagers Samvirkende Idrætsklubber. Skovbakken er nú efst í 1. deild í handknattieik og hefur unnið alla 3 leikina til þessa, en alla svo naumlega að engu hefur munað hvoru megin stigin hafa fallið og er haft fyrir satt að heppni Skovbakkenmanna hafi verið mikil. Um síðustu helgi unnu þeir Teestrup með 18:17 en vítakast á síð- ustu mínútu gerði út um leikinn. Hættulegustu markskyttur voru þeir Knud Skaarup (7 mörk), Ole Sandhöj (5 mörk) og Bent Jörgensen (4 mörk). White- nýjasta stjarna Mirren Ný stjarna hefur verið keypt til St. Mirren, hinn 22ja ára leikmað- ur Tom White frá Raith Rovers, sem var keyptur skyndilega í síð- ustu viku. White þessi er bróðir hins vel- þekkta John White, sem leikur með Tottenham og skozka iands- liðinu. Ensk lið munu hafa verið á höttunum eftir Tom White, en hann mun ekki fús til að feta í fótspor bróður sins og kýs að vera áfram í Skotlandi. Á laugardag lék White með St. Mirren fyrsta sinn og var þá stjarna liðsins og skoraði bæði mörkin í 2:1 sigri liðsins, yfir Aberdeen. Mikil vanhöld eru nú á liðinu, ekki sízt á framlínunni. Þórólfur er meiddur og mun ekki leika fyrst um sinn, Kerrigan, ný kvæntur og i frli og Henderson á sjúkralista með Þórólfi. Þvingun Frá Fíladelfíu berast daglega að heita má fréttir af hinum nýbak- aða heimsmeistara í þyngstu vigt hnefaleikara, Sonny Liston, en í gær var hann ásakaður af hnefa- leikasambandi Bandaríkjanna um að hafa ásamt glæpamanninum Frank Palermo þvingað ungan hnefaleikara, Cortez Stewart, til að vera nokkurs konar höggpúði (sparring partner) í æfingunum fyrir heimsmeistarakeppnina. Liston þverneitaði öllum sakar- giftum í gær, en eflaust verður mál þetta rannsakað til hlítar. Laganefnd Norðurlandaráðs- ins kemur saman í Vasa í Finn- landi um þessar mundir og meðal tillagna sem fram hafa verið lagðar er tillaga um bann við iðkun og þjálfun hnefaleika í Dánmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. ísland hefur þegar lagt bann við iðkun íþróttar- innar með lögum Alþingis. Dregið í úrslitin Myndirnar sýna KRR-fulltrúana Einar Björnsson (Valur), formann knattspyrnuráðsins og Ólaf Jónsson (Víkingur), sem manna íengst hefur setið í stjórn ráðsins, er þeir drógu í fyrrakvöid um hvernig undanúrslit bikarkeppninnar verða Ieikin. „KR“, sagði Einar og leyndardómsfull þögn varð í fundarherbergi ráðsins Ólafur dró i :';a upp úr kristalsvasanum og fletti í sundur „Akureyri“, sagð í r\ Þar með var vitað að KR—Akureyri og Fram—Keflavík mtm.lu teika saman í undanúrsiitum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.