Vísir - 10.10.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 10.10.1962, Blaðsíða 3
V í S IR . Miðvikudagur 10. október 1962. HIÐ ÞÖGLA ÞING Fæstir gera sér grein fyrir hve umfangsmikið fyrirtæki það er að reka Alþingi okkar íslend- inga, þar sem þingmönnunum sleppir, Starfsfólk er alls milli 40 og 50 um þingtímann. Þetta fólk vinnur störf sín í þögn, sem óft er mikil mótsetning við þing mennina. Þar starfa ellefu þingverðir, um tfu sendisveinar, þrjár stúlk- ur vinna f fatageymslu o. s. frv. þrjár vinna í eldhúsi, og baka allar kökur sjálfar. Kökur þessar eru án efa einhverjar þær beztu, sem völ er á, og höfum við fyrir því eigin reynslu. Drekka þarna kaffi milli 50 og 100 manns á degi hverjum. Hreingerningar fyrir hvert þing taka heilan mánuð. Auk þess er föst manneskja við hreingemingar allt árið. Útgáfa þingtíðinda er ekkert smáfyrirtæki. Nema þau um 2400 blaðsíðum á ári, en eru nokkuð mismunandi ár frá ári. Þrjár stúlkur vinna á síma um þingtímann og hafa nóg að gera. Fimm stúlkur vinna svo við að vélrita þingræður upp af segulböndum og er það gert í öðm húsi, því rúm er takmark- að í Alþingishúsinu. Skal engan undra það, því að húsið var tek- ið í notkun árið 1881 og hefur ekki verið stækkað síðan, nema sem nemur boganum sunnan á húsinu. Margt af þvf fólki, sem þama vinnur, hefur verið þar um ára- tugi og lætur vel af vinnu sinni. Segist það hvergi vijja frekar vinna og lætur mjög vel af sam- vinnu við þingmenn. Á efstu myndinni sjást, talið frá vinstri: Ólafur Ólafsson full- trúi, Friðjón Sigurðsson, skrif- stofustjóri Alþingis, og Jóhann- es Halldórsson, f sal Sameinaðs þings. Til hægri sjást nokkrir af starfsmönnum þingsins drekka í kaffistofunni. Talið frá vinstri, sólarsinnis: Friðjón Sigurðsson skrifstofustjóri, JóhanneS Hall- dórsson fulltrúi, Kjartan Berg- mann skjalavörður, Ólafur ÓI- afsson fulltrúi, Ólafur Þorvalds son þingvörður, Jakob Jónsson yfirþingvörður, Ólafur A. Sig- geirsson eftirlitsmaður með þingskriftum, og Markús Jóns- son húsvörður. Neðst til hægri: Margrét Valdemarsdóttir hefur verið í eldhúsi þingsins í tuttugu ár og bakar afburða góðar kökur. Méð henni er (til vinstri) Sal- björg Aradóttir, sem hefur séð um hreingerningar og hirðingu í Alþingishúsinu í 23 ár. Neðst til vinstri: Markús Jóns son húsvörður við matarlyftuna, sem flytur góðgerðir úr eldhús- inu upp í kaffistofuna. Önnur mynd frá vinstri: Sig- ríður Bjarklind hefur unnið á skrifstofu Alþingis í tuttugu ár og hefur skrifað bréf um allt milli himins og jarðar fyrir al- þingismennina. Enginn þeirra hefur þó beðið hana að skrifa ástarbréf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.