Vísir - 10.10.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 10.10.1962, Blaðsíða 7
VlSIR . Miðvikudagur 10. októbei 1962 Andrew Camegie, sem fluttist barn að aldri frá Skotlandi, þar sem foreldrar hans höfðu búið við þröngan kost, á heiðurinn af að hafa komið hreyfingu á fjármagn fjölda auðjöfra. Ameríski auðjöfurínn Andrew Camegie hafði að einkunnarorðum þetta: „Sá andast án miskunn- ar, sem andast efnaður!“ Hann má teljast faðir góð gerðastarfsemi banda- rískra auðmanna, því að þeir hafa gefið milljarða dollara til ýmissa nyt- samra málefna. Aristoteles sagði einhverju sinni: „Eigi er eins auðvelt og virðast kann að gefa fjármuni!" og þessi orð munu þeir skilja betur en flestir aðrir, er gefið hafa þá 5000 sjóði, sem starfandi eru í ýmsum tilgangi í Banda- rfkjunum. Og þeir munu hafa enn rikari skilning á þessu fyrir þær sakir, að þeir býrjuðu fiestir með tvær hehdur tómar, en tókst með elju og útsjónarsemi að afla sér auðs, er þeir gáfu síðan og þjónar nú öiiu mannkyni á margvísiegan hátt. Þessir bandarisku sjóðir ráða í sameiningu ýfir milljörðum doll- ara, en fáir einir eru svo stórir, að áhrifa þeirra gæti utan tak- markaðs sviðs. Tæplega hundrað þeirra hafa höfuðstól, sem er miiljón dollarar eða meira, en um það bil tveir tugir ráða yfir fjár- hæðum, sem nema meira en 50 milljónum dollara, og hafa þeir þess vegna getað verið til stuðn- ings málefnum eða lausnar vandamálum, sem mönnum hvar vetna á jörðinni eru mikilvæg. Cárnegie á mestan heiðurinn. Andrew Carnegie, sem fæddist í Skotlandi og fluttist barn að aldri til Bandaríkjanna, á heiður skilinn fyrir að vera upphafsmað- ur að nýjum þætti góðgerða- stárfsemi. Um aldamótin var hann orðinn einn helzti iðjuhöld- ur Bandaríkjanna, og sakir þeirr- ar sannfæringar sinnar, að „sá andast án miskunnar, sem andast efnaður", stofnaði hann sjóð með 135 dollara höfuðstól, er hafa skyldi að markmiði að auka þekkingu og skilning með þjóð- um Bandaríkjanna og brezka samveldisins. Nú ræður sjóður- inn yfir 221 milljón dollara, og á þeim fimmtíu árum, sem liðin eru frá stofnún hans, hefir hann út- hlutað 304 milljónum dollara til ýmissa framfaramála víða um heim. Einn af góðvinum Carnegies var auðjöfurinn John D. Rocke- feller. Hann hafði sömu afstöðu tij peninga og Carnegie og skrif- aði honum einu sinni á þessa leið: „Ég vildi óska, að fleiri auð- menn færu eins með peninga sína og þér. Þér getið verið viss um, að fordæmi yðar mun verka sem innblístur, og sá tími mun koma, þegar mi' ’u fleiri auðmenn munu hafa hug á að nota auð sinn öðr- um til gagns.“ „Rockefeller Foundation“. Árið 1913 stofnaði Rockefeller stofnun þá, sem borið hefir nafn Henry Ford. hans síðan, og framlög hennar hafa verið til ómetanlegs gagns fyrir vísindastörf viða um heim. Runnu framlög hennar bæði til einstaklinga og stofnana, og Rockefeller-stofnunin hefir alls veitt um þrjá milljarða dollara til framfaramála í nær öllum löndum heims. Geta má þess hér, að Rockefellerfé var á sínum tíma lagt til stöðvarinnar að Keldum við Grafarvog, og ein- staklingar héðan hafa einnig not- ið góðs af starfi Rockefeller- stofnunarinnar. Þessi gjöf Rockefellers var um skeið stærsti góðgerðasjóður í heimi, en nú er Fordstofnunin stærst. Hún var stofnuð miklu síðar eða á fjórða tug aldarinnar með þeim stórauði, sem Henry Ford lét eftir sig. Stuðningur ’ Ford-stofnunarinnar hefir einnig miðazt fyrst og fremst við menn- ingarmál, og hefir sjóður þessi þegar varið hundruðum milijóna dollara í þeim tilgangi. Höfuð- stóll Ford-stofnunarinnar er nú hvorki meira né minna en 2,5 milljarðar dollara. Allt er breytingum undirorpið. Það er eitt, sem vekur sérstaka athygli í sambandi við þessa bandarísku sjóði — starfsemi þeirra er sveigjanleg og fjarri því að vera rígbundin við ákveð- in verkefni. Þeim hefir. ævinlega tekizt að hegða sér eftir þörfum, aðstæðum og hlutverkum, sem hafa verið sérstaklega aðkallandi vegi.a breyttra aðstæðna, Og engan stofnanda þessara banda- rísku sjóða skorti forsjálni til að gera sér grein fyrir, að sveigjan- leiki væri nauðsynlegur, þegar um hjálparstarfsemi væri að ræða. Carnegie skrifaði í stofnskrá sjóðs síns, að „allt er breyting- um undirorpið hér á jörðu. Þess vegna er óhyggilegt að gera þá kröfu, að fjármunum sjóðsins skuli einvörðungu varið í á- kveðnu skyni og engu öðru. Ég veiti stjórnendum fulla heimild tii að breyta reglunum og beita dómgreind’ sinni — með því munu þeir fara að óskum mín- um.“ Carnegie-aðstoð við bókasöfn. Eitt verkefna þeirra, sem sjóði Carnegies var sett í upphafi, var að koma á fót almenningsbóka- söfnum, og nú er svo komið, að þakka má stofnun og viðgang 2500 safna í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi og öðrum enskumælandi löndum framlögum frá sjóði Carnegies. Menn telja nú, að þetta verkefni hafi verið unnið til fullnustu að verulegu leyti, og þess vegna hefir sjóðurinn snúið sér að því að koma á fót skólum til að kenna bókasafnsfræði. Síðasta framlag vegna þess nam 85,000 dollurum og rann til fyrsta bóka- safnsskóla í Mið-Afríku, en hann John D. Rockefelier. verður starfræktur í Ibadan í Nigeríu. Carnegie-sjóðurinn hefir fylgzt með þróuninni í hinum nýju ríkj- um í Afrfku af miklum áhuga, og hann hefir til dæmis verið frum- kvöðull áætlunar ,sem gerir ung- um Afríkumönnum kleift að stunda nám við bandarískan há- skóla. Fyrsti hópurinn, sem er 24ra manna hópur frá Nígeríu, var innritaður í bandaríska há- skóla 1960, og munu þeir verða þar við nám þar til 1964, Þar að auki stendur sjóðurinn straum af kostnaði við að mennta 300 svertingja í ýmsum æðri mennta- stofnunum Bandaríkjanna. Háskóli handa alþýðu rnanna. Þegar þess var minnzt á síð- asta ári, að sjóðtirinn hafði starf- að í fimmtíu ár, var einkum bent á eitt atriði, sem hann hefir unn- ið. Minnzt var á stuðning þann, sem sjóðurinn hefir veitt St. Francis Xavier-háskólanum í Nova Scotia í Kanada. Stuðning- urinn varð þess valdandi, að ger- breyting varð á Nova Scotia, sem alltaf hefir átt við fátækt að stríða. Carnegie-sjóðurinn kom því nefnilega svo fyrir, að komið var á fót alþýðuháskóla, þar sem -í búar héraðsins ,— fiskimenn, 'námamenn og bændur — gátu sótt fræðandi fyrirlestra. Fræðsla sú, sem almenningur naut með þessu, varð til þess, að menn komu auga á ýmsar Ieiðir til að bæta hag sinn, komið var upp nýjum skólum og bókasöfnum, stofnuð samvinnufélög, lánastofn anir og þess háttar. Þessi þróun gerbreytt ekki aðeins öllu félags- lífi og efnahag héraðsbúa, heidur varð þarna um fordæmi að ræða. sem víða hefir verið fylgt. Erindrekaskólar í ýmsum löndum. Við Carnegie-sjóðinn hefir verið komið á fót ýmsum stofn- unum, sem hafa á hendi stjórn fjármuna hans. Eip þeirra er friðarstofnunin eða Carnegie Endowment for International Peace, sem hefir 22,5 milljónir dollara til umráða. Þótt fjármagn sjóðs þessa sé takmarkað, hefir hann látið margt gott af sér leiða. Árið 1959 gekkst hann til dæmis fyrir námskeiðum í Bandaríkjun- um og Evrópu fyrir stjómarer- indreka annarra þjóða en vest- rænna. Rockefeller-stofnunin kom þar einnig til liðs, því að hún veitti hálfa milljón dollara til námskeiðanna. í beinu framhaldi af þessu benti Rockefeller-stofnunin ný- lega á, að mjög tilfinnanlegur skortur væri hvarvetna á mönn- um,'sem byggju yfir þeirri þekk- ingu, athugunargáfu og dóm- greind, sem nauðsynlegt er f sam skiptum við aðrar þjóðir. Aðeins fáar hinna nýju þjóða hafa í þjónustu sinni þjálfaða menn til að gæta hagsmuna sinna út á við. Sjóðurinn bauð fram fé til að þjálfa slíka starfsmenn og hafa stjórnir margra landa — svo sem Burma, Filippseyjar, Ghana, Indónesía, Jórdanía, Kamerún, Kýpur, Laos, Marokko, Pakistan, Togo og Vietnam — þegið tilboð um þjálfun fulltrúa sinna. Menntun og heilbrigði. Fjármunum Rockefeller-stofn- unarinnar hefir einnig verið varið í ríkum mæli til ýmissa fram- faramála í öðrum löndum. Á síð- asta ári úthlutaði stofnunin 24 milljónum dollara í Bandaríkjun- Framhald á bls. 10. í þessari byggingu hefir friðarstofnun Carnegie-sjóðsins aðsetur sitt og þaðan er miklum fjármunum veitt út um heiminn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.