Vísir - 10.10.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 10.10.1962, Blaðsíða 16
VÍSIR Miðvikudagur 10. október 1962. ............................. Nýjar kennslustofur í gær voru teknar í notkun 8 kennslustofur til bóklegs náms og 3 sérstofur í Voga- skóla. Einnig er í sama hluta samkomusalur, sem hægt er að sklpta í tvennt og nota sem kennslustofur, ef þörf krefur. Þetta er þriðji áfanginn í Voga- skóla, sem er einn af nýtízku- legustu skóium borgarinnar. i skólanum eru fimmtán bekkjar deildir gagnfræðastigs og tveir landprófsbekkir. Myndin er úr kennslu í 3-X sem er landsprófsbekkur. Drukknir slasast 1 gærkveldi og nótt flutti lög- reglan tvo ölvaða menn til Iæknis- aðgerðar í slysavarðstofuna. Annar þessara manna fannst um klukkan hálfþrjú í nótt í námunda við kennaraskólann. Ekki veit blaðið með hvaða hætti hann hafði slasazt. Hinn maðurinn hrapaði niður háar kjallaratröppur kl. rúmlega 9 í gærkveldi, Það var sjómaður, sem hafði fengið sér helzt til mikið neðan í því. Hann meiddist bæði í baki og á höfði, en Iögreglunni var f morgun ekki kunnugt um hve alvarleg þau meiðsl voru. ress BSB 1 dag klukkan tvö verður haldinn fundur með fulltrúum þeirra félaga, sem hafa Iausa samninga á síldveiðunum. Verð ur rætt þar um væntanlega samninga um síldveiðikjörin og búast sjómannasamtökin við að verða tilbúin til samninga eftir daginn í dag. Á fundi þessum verða mættir fulitrúar frá öllum félögum Sjómannasambandsins, sjö að tölu, frá fjórum félögum í Breiðafirði, tveimur á Norður- landi, tveimur í Vestmanna- eyjum og sennilega frá ein- hverjum félögum á Vestfjörð- um. Landssamband íslenzkra út- vegsmanna skrifaði Alþýðusam bandi Islands bréf, þann 25. september, þar sem það fer fram á að viðræður geti hafizt. I>ann 27. september skipar svo Landssambandið samninga- nefnd. Það er ekki fyrr en nú, um hálfum mánuði síðar, sem Alþýðusambandið boðar sjó- menn til viðræðna. | | Smjörpakkm verður auBkenndur Á næstunni munu íslenzkar húsmæður kaupa smjör, þar sem auðkennt er á pökkun- um hver er framleiðand- inn. Geta menn þá vitað hvort smjörið kemur að norðan eða austan, en hingað til hefir verið úti lokað að séð yrði hvað- an smjörklípan kemur. Þá verður einnig að geta þess á umbúðunum ef notað er litarefni við framleiðsluna. Þessar nýju reglur eru tví- mælalaust í hag neytenda og þær koma til framkvæmda á næstunni, eða þegar næsta hefti Stjórnartíðinda kemur úr. Sveinn Ásgeirsson form. Neytendasamtakanna sagði Vísi i morgun að hér væri um gama!'. baráttumál samtakanna að ræða sem nú næði fram að ganga. Reglugerð um gæðamat á smjöri og ostum var sett 24. júlí í sumar og sendi landbún- aðarmálaráðherra Ingólfur Jóns son Neytendasamtökunum hana til umsagnar. Hafa allar breyt- ingatillögur samtakanna verið teknar til greina. I reglugerðinni eru og gefnar regiur um flokk- un á smjöri og ostum. Sautjánda brúðan frum- sýnd í Þjóðleikhúsinu Hlutverkin í leikritinu eru 7, og með aðalhlutverkin fara Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Jón Sigurbjörns- son og Róbert Arnfinnsson. Mynd- in sýnir Jón Sigurbjörnsson og Guðbjörgu Þorbjarnardóttur í hlutverkum sínum. sýnt víða, m. a. á Norðurlöndum. I kvöld er önnur frumsýningin í Þjóðleikhúsinu á þessu ieikári. I þetta skipti frumsýnir Þjóðleik- húsið ástralska leikritið „Sautj- ánda brúðan“ eftir Ray Lawler. Var leikritið fyrst frumsýnt i Ástralíu 1955, en hefur síðan verið Alþingi sett í dag í dag klukkan 1,30 hefst setning Alþingis, með guðsþjónustu í Dóm- kirkjunni og prédikar síra Emil Bjömsson. Safnast þingmenn saman í anddyri Alþingishússins, skömmu fyrir þann tíma og ganga til kirkju ásamt forseta íslands og biskupi. Þetta er 83. löggjafarþing okkar íslendinga. Að messu lokinni ganga þing- menn f þingsal og eru sendimenn erlendra ríkja í hliðarherbergi. Setur síðan forseti íslands þingið og kveður aldursforseta til að stjórna fundi, þar til farið hefur fram kjör forseta. Aldursforseti er að þessu sinni Gísli Jónsson. Tveir þingmenn hafa fallið frá, frá því Alþingi kom síðast saman, þeir Eriingur Friðjónsson, sem var þingmaður Akureyringa, og Jón Kjartansson, sýslumaður, sem var þingmaður Vestur-Skaftfellinga um fjölda ára. Kunnugt er um þrjá varamenn, sem mæta til þings. Fyrir Emil mætir Ragnar Guðleifsson, kennari i Keflavík, fyrir Alfreð Gislason, sem ekki getur sótt þing vegna embættisanna, mætir fyrsti lands- kjörinn þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, Sigurður Bjarnason, og fyrir Jónas Rafnar, sem situr þing Sameinuðu þjóðanna, mætir annar varamaður í kjördæminu, Björn Þórarinsson, bóndi í Kílakoti. Að lokinni kosningu forseta sam einaðs þings, verða fundir í deild- um. Flóðvarnir á Siglufirði Nú er verið að vinna að allmikl- um mannvirkjum á Siglufirði, þar sem skurður i fjallinu fyrir ofan bæinn er til að veita vatni frá bæj- arlandinu og auk þess er verið að vinna við gerð flóðvarnargarðs gegn sjávarflóði á eyrinni, sem bær inn stendur á. Skurðurinn í fjallinu er allmikið mannvirki. Með honum er vatni veitt út fjallshliðinni ofan við bæ- inn út í Hvanneyrará, en rennsli úr hlíðinni hefur á undanförnum árum vaidið tjóni á lóðum og lend- ' u:u 1 efri hluta bæjarins. Þessu verki er nú að mestu lokið. Flóðvarnargarðurinn, sem er ætl- aður til varnar gegn sjávarflóði, stendur I austur og vestur norðan til á eyrinni, sem bærinn stendur á. Þessi nýi garður stendur innan | gamla flóðvarnargarðsins, sem er [orðinn lélegur. Auk þess verður gamli garðurinn styrktur með því að aka í hann stórgrýti og er þá ætlunin að brimið brjóti á honum, en að innri garðufinn og sá nýrri verði til að hindra að sjórinn flæði lengra. -----s

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.