Vísir - 11.10.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 11.10.1962, Blaðsíða 4
VÍSIR . Fimmtudagur 11. október 1962. whiskyflösku undir stól „Við Gunnar Eyjólfsson vorum að tala um að hafa með okkur sína Whiský- flöskuna hvor, á frumsýn inguna, fara með þær und- ?r stól og koma ekki und- an þeim fyrr en þær væru búnar. Það er hræðileg til- finning að þurfa að fara að horfa á sjálfan sig við Fitum ekkert, hvernig myndin er heppnuð. Ég reikna með að þetta sé líkt og að heyra sig á grammó- fónplötu eða seguibandi í fyrsta sinn, nema kannske heldur verra. Það ber ílest um saman um að þeir hafi hræðilegustu rödd, sem þeir hafa heyrt, þegar þeir heyra hana í fyrsta sinn“. Þannig fórust Róbert Arnfinns- syni orð, . er við spurðum hann hvernig honum væri innanbrjósts fyrir frumsýninguna á 79 af stöð- inni. Róbert er einn okkar reyndustu leikara. Hefur hann leikið um 70 hlutverk á sviði og auk þess á þriðja hundrað hlutverka í útvarp. Hann hefúr ekki fyrr komið nálægt kvikmyndaleik og segir sjálfur að hann hafi ekki haft hugmynd um hvað hann var að fara út í, frekar en aðrir leikarar í kvikmyndinni. Það er því fróðlegt að kynnast hvað hann hefur að segja um kvik myndaleik, sem starf. Reynsla á óþekktu sviði. — Ekki gæti ég hugsað mér að skipta frá leikhúsinu yfir í kvik- myndaleik, sem aðalstarf. Aftur á móti held ég að það gæti verið gott að leika i kvikmynd annað slagið. Ég hafði mikla ánægju af þessu í sumar. Þetta gefur manni reynslu á nýju, óþekktu sviði, sem er svo ólíkt leikhússtarfsemi, sem nokkuð getur verið. — Það er út af fyrir sig léttara að leika í kvikmynd. Þar eru ein- göngu teknar mjög stuttar senur í hvert skipti, allt niður í nokkrar sekúndur. Það útheimtir að maður verður að geta einbeitt sér að þess- um senum, án þess að byggja nokk uð upp að þeim. 1 leikhúsinu leiðir hver sena af annarri í samhengi, en í kvikmynd eru senurnar tekn- ar án nokkurs tillits til samheng- is. Bannað að læra tilutverkin. því að læra sln hlutverk áður en komið er að sýningu, aö minnsta kosti er það talið æskilegra. Ball- ing lagði hins vegar blátt bann við því að við lærðum hlutverkin áður en við mættum til upptöku. Ég veit ekki hvers vegna það var, en þó held ég að honum hafi fundizt að þannig fengist fersklegri og eðlilegri blær á samræðurnar. Róberf 4 Arnfinnsson 4 ræðir um 4 muninn á 4 uð leiku á 4 sviði og í 4 kvikmynd — í kvikmyndum er sama sen- an tekin aftur og aftur, sem getur verið erfitt, þegar um er að ræða mjög tilfinningaríkar senur. Mað- ur æfir þær á staðnum, á meðan verið er að stilla upp tækjum og ljósum og þá fyrst fá leikararnir að vita hvað leikstjórinn vill fá fram. Talað fátt, en hugsað því meira. — Þá verður að reyna að halda sér í þeirri stemmningu, þangað til maður kemur fyrir vélina. Að minnsta kosti reyndi ég það. Það var þannig persóna sem ég lék að mikið reyndi á þetta. Hann var mjög lokaður, en ákaflega tilfinn- ingaríkur, talaði ekki mikið en hugsaði því meira. — Þarna komum við að öðru sem er mjög ólíkt leiksviðinu. í stað þess að láta Guðmund, sem ég leik, segja margt, eru notaðar mikið nærmyndir og augu og svip brigði verða að túlka tilfinningar hans. Þarna kemur vel fram hvað kvikmyndaleikur og Ieiksviðsleikur er ólíkur. Á sviði verður að stækka allt, sem sagt er og gert, frá því hversdagslega, til að draga athygli áhorfandans að þessari ákveðnu persónu á sviðinu. í kvikmynd verður aftur á móti að smækka frá því sem venjulegt er. í andstæða átt i túlkuninni. lit eða setning, sem maður notar á sviði, yrði allt of yfirdrifin á tjaldi. Vélin er notuð til að draga fram einstaka hluti, sem á að veita at- hygli í hvert skipti, svo að fara verður niður fyrir hversdagsleg við brögð. Það þarf með öðrum orðum alltaf að undirleika. — Yfirleitt gekk okkur öllum mjög vel að tileinka okkur þetta. Annars vitum við ekkert hvernig útkoman verður. Danirnir voru að vísu mjög ánægðir, en það er alls ekki víst að við verðum það, þeg- ar við erum búin að sjá myndina. Mikið andlegt erfiði. — Það var ákaflega ánægjulegt að vinna með öllu því fólki, sem vann að kvikmyndinni. Sérstaklega var ánægjulegt að vinna með leik- stjóranum. Um hæfni hans, sem leikstjóra, get ég ekkert sagt, þar sem ég hef engan samanburð, en sem persóna var hann mjög góður í samstarfi. Vinnudagarnir voru oft langir, stundum frá átta að morgni fram yfir miðnætti. Aldrei brást það þó að hann sýndi okkur mikla þolinmæði. Þetta var mikið andlegt erfiði, eins og alltaf er, þegar maður reynir að gera sitt bezta, en það léttir mikið fyrir hvern einstakan, þegar allir leggj ast á eitt með að gera sitt bezta. ó.s. — Þá er það mjög ólíkt, að í — Það verður að fara í alveg leikhúsunum hefur maður vanizt andstæða átt í túlkuninni. Augnat;; Nýtt bygginga fynrtæki á Akureyri Nýlega er tekið til starfa á Akur eyri fyrirtæki sem nefnist Strengja steypan hf., sem framleiðir bita, súlur og 18 fermetra þakplötur úr forspenntri steinsteypu. Fyrirtæki þetta er uppi í Glerárgili, við hlið systurfyrirtækis síns, Möl og sand- ur, sem hefur framleitt þar bygg- ingarefni undanfarin ár. Framleiðslan hófst í byrjun sept. og hefur gengið mjög vel og er nóg af verkefnum fyrir hendi. Er nú verið að byggja stórhýsi yfir fyrirtækið, sem verður að gólf- fleti um 650 fermetra. Hefur fram- leiðslan að undanförnu farið frarn utanhúss og verður reynt að halda því áfram eins lengi og veður leyfir en óvíst er að húsið verði komið upp fyrir veturinn. Verið er nú að framleiða veggi í þrjár stórbyggingar, bifreiðaverk stæðis við Norðurgötu, hlöðu, fjós og fleira við búfjárræktunarstöðina að Lundi og stóra birgðageymslu fyrir verksmiðjuna Sjöfn. Fyrirtækið er hlutafélag og er Möl og sandur stærsti hluthafinn, en auk þess eiga nokkrir einstakl- ingar í því. Framkvæmdastjóri er Hólmsteinn Egilsson og verkfræð- ingur fyrirtækisins er Magnús Ágústsson. Þriðja systurfyrirtækið starfar á sama stað, byggingar- félagið Dofri, og starfa hjá þess- um þremur fyriríækjum um 30 menn. Robert í hlutve. jndar i „79 af stöðinni“ (Ljósm. Vísis, I. M.)J 1000 handfeknir i A. - Þýzkalandi Rannsóknarnefnd Frjálsra lög- fræðinga í Vestur Berlín hefur gefið út skýrslu þar sem greint er frá því að rúmlega 1000 manns hafi verið handteknir frá áramót- um af pólitískum sökum í Austur Þýzkalandi. Er þar þó aðeins greint frá þeim handtökum sem glöggar fréttir hafa fengizt af en sá hópur sem ekki er vitað um vafalaust miklu stærri. Sýnir þetta glöggt það hörmulega ástand sem ríkir enn í löndum kommúnismans og að iögregluríkið hefur ekki enn verið afnumið. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarnefndarinnar er vitað um dóma yfir 288 manns á þessu ári fyrir pólitisk afbrot. Þar í eru þrír dauðadómar og níu dómar um ævi- langt fangelsi. 16 dómar fjalla um fangavist 10—15 ár. Aðrir dómar eru um fangavist styttra en 10 ár. Þá veit rannsóknarnefndin af 713 manns, sem hafa verið hand- teknir í Austur Þýzkalandi á þessu ári án þess að dómur hafi verið kveðinn upp yfir þeim. Þar sem upplýsingar skortir getur verið að sumir þeirra hafi verið dæmdir, en Vafalaust er það enn algengt í lög- regluríki kommúnismans, að mönn um sé haldið fangelsuðum án þess að vera leiddir fyrir dómstól. Reykjafoss í árekstrí M.s. Reykjafoss lenti í árekstri við danskt skip í Kielar-skurði í Þýzkalandi á sunnudagskvöld. Danska skipið var frá Samein- að'1 gufuskipafélaginu. Talsverðar skemmdir urðu á bakborðsskjóli og styttum. Skipstjórinn á Reykja- fossi, Magnús Þorsteinsson, telur danska skipið ábyrgt. Skipstjórinn fékk leyfi Lloyds til að fresta við- gerðinni vegna þess að skipinu ríð- ur á að geta haldið áfram sigiingu og skemmdir drógu ekki úr sjó- hæfni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.