Vísir - 13.10.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 13.10.1962, Blaðsíða 1
25. árg. — Laugardagur 13. októher 1962. - 235. tbl. Fer 18 hringi eftir jólin Ákveðið hefir verið, að næsti geimfari Bandaríkjanna verði Gordon Cooper, og er ætlunin, að hann fari 18 ferðir umhverfis jörðu — verði á lofti meira en sólarhring f janúar eða febrúar í vetur. Ákvörðunin var tekin um þetta, þegar sýnt var, að geimferð Schirras hafði tekizt vel f alla staði. Myndin er af Cooper í flugmannsbúningi, en hann er ofursti í flugher Banda ríkjanna. Verkamannafélagið Hlíf f Hafnarfirði samþykkti einróma á fjölmennum fundi í gærkveldi að segja upp samningum við atvinnurekendur. Falla samn- ingamir úr gildi 15. nóvember. Annað var ekki ákveðið á fund- inum. Formaður Hlífar er Her- mann Guðmundsson. Ennþá með- vitundarlaus Jódís Björgvinsdóttir, sem slas- aðist aðfaranótt 23. september s.l. liggur enn meðvitundarlaus f Landspitalanum. Hefur hún aldrei komizt til með- vitundar á þeim hartnær þrem vik- um frá því hún slasaðist, en hún varð fyrir leigubifreið I Banka- stræti svo sem áður hefur verið skýrt frá í fréttum. Jódís er 29 ára að aldri og er aðeins rúm vika þar til hún verður þrítug. Vísir spurðist fyrir um það í Landspítalanum i morgun hvort ekki væri sjaldgæft að fólk lægi jafn lengi meðvitundarlaus, en því var svarað að þess væru mörg dæmi og meira að segja hafi til- svarandi atvik komið nýlega fyrir hér í Reykjavík, einnig í sambandi við umferðarslys. Hún vinnur hjá Sláturfélagi Suðurlands. Eiginlega vitum við ekki hvers vegna hún er að gretta sig. En það leynir sér ekki að stúlkan er lagleg og skrokkarnir fallegir. — (Ljósm. Vísis: I. M.). Lagning sæsímastrengsins f rá Grænlandi til íslands hafin Sæsímaskipið Neptune mun hafa farið frá Græn- Forsætisráðherrar Norðurlanda hittast Forsætisráðherrar Norð.-.rlanda koma saman á fund f Osló 13. nóv- ember n.k. Meðal umræðuefna verður afstaðan til Efnahagsbanda- lagsins. Forsetar Norðurlandaráðs taka einnig þátt í fundum þess- um. Það er Einar Gerhardsen for- sætisráðherra Norðmanna, sem býður til fundarins. Fundurinn er til undirbúnings fundum Norðurlandaráðsins, sem verða í febrúar. Verður reynt að samræma stefnu Norðurlandanna gagnvart Efnahagsbandalaginu eft- ir því sem hægt er. Danmörk og Noregur hafa sem kunnugt er sótt um inngöngu í bandalagið, en Sví- þjóð mun sennilega ekki gera það. Munu forsætisráðherrarnir þessi mál. landi í gær og hafið lagn- ingu síðari hluta sæsímans Icecan, og ætti lagning- unni að verða lokið á um það bil 10 dögum. Á morg- un verður búið að leggja sjöttung leiðarinnar. Svo sem Vísir skýrði frá fyrir nokkru varð Neptune fyrir nokkr- um töfum í upphafi sæsimalagn- ingarinnar frá Nýfundnalandi til Grænlands, svo að sýnt þótti, að ekki mundi verða unnt að standa við þá áætlun, sem gerð var í önd- verðu um að lagningunni lokið 15. október, svo yrði að hefja prófanir upp úr því. Nú skýrði Jón Skúlason, verk- fræðingur hjá póst- og sfmamála- stjórninni, blaðinu svo frá í morg- um, að lagningunni til Grænlands væri lokið, og væru' prófanir á sæ- símanum hafnar, og skipið mundi hafa lagt upp í síðari áfangann í gær. Leiðin frá Nýfundnalandi til Grænlands er 1520 km., en síðari hlutinn er heldur styttri eða um 1400 km. Áætlað er, að það taki 10 daga að leggja sæsímann þá Framh. á 5. síðu. mundi að unnt Flytur SH verkstniðþ sína í ínglandi til Vestmannaeyþ} 7 í ráði er að Sölumið- itöð Hraðfrystihúsanna lytji fiskstangaverk- miðjur sínar í Englandi ii fslands og setji þær íiður í Vestmannaeyj- um. Endanleg ákvörðun verður væntanlega tek- in ef tir nokkra daga. Björn Halldórsson framkvæmda- stjóri SH, og Einar Sigurðsson, útgerðarmaður, einn af stjórnar- mönnum S. H. fóru til Vestmanna- eyja fyrir stuttu til að athuga þar aðstæður til að setja niður verk- smiðjur samtakanna sem eru í Englandi. Framleiðsla verksmiðjanna hefur verið mjög lítil og tap á rekstr- inum. Þess vegna kemur einnig til greina að selja þær ef kaupandi fæst. En mikill vilji er fyrir því innan Sölumiðstöðvarinnar að halda í verksmiðjurnar, vegna þess að markaður er mikill fyrir fisk- stangir, þótt tilraunir verksmiðj- anna hafi enn þá ekki borið betri árangur en raun er á. Það getur verið hentugt að hafa þær á Is- landi þar sem hráefnið er meðan verið er að gera tilraunir með framleiðsluna. t En flutningarnir kosta mikið, Framh. á 5. síðu. • • slys Um klukkan 15.16 í gær varð árekstur á móturh Lönguhlíðar og Miklubrautar. Einn maður vai fluttur á Slysavarðstofuna. Hafði hann hlotið höfuðmeiðsli, sem voru talin lítil. I gær var lögreglunni tilkynnt að maður hefði orðið fyrir bifreió' utan við húsið Laugarásv^g 15. Maðurinn var flut'tur á Slysavar?<- stofuna. Nýr bæjarstjóri í Vestmannaeyjum Nýr bæjarstjóri var settur í Vestmannaeyjum fyrir skömmu. Er það Jóhann Friðfinnsson, kaup- maður. Guðlaugur Gíslason skip- aður bæjarstjóri Vestmannaeyia situr (1 Alþingi og get:.u- því ekki anuazt stö;i Dæjarstjóra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.