Vísir - 13.10.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 13.10.1962, Blaðsíða 3
AÐ LEYFI LOKNU kannske furðulegt að sjá þá þessa sömu þingmenn ræðast við í hinu mesta bróðemi á baka til. Þar eru þeir mestu kumpánar og líkj- ast helzt gömlum skólabræðrum, sem mega ekki vamm vita um hvor annan. Myndirnar hér að ofan voru teknar við þingsetninguna á mið- vikudaginn. Á myndinni efst til vinstri heilsar biskupinn yfir íslandi, Sigurbjörn Einarsson, frú Auði Auðuns, alþingismanni. Á mynd efst til hægri heilsast þeir Ólafur Thors og Hermann Jónasson. Á bak við þá sjást þingmennirnir Karl Kristjánsson og Páll Þorsteinsson. Að neðan til vinstri sjást Al- exandrov, ambassador Rússa hér á landi, og Bjarni Poulsen, am- bassador Danmcrkur, á leið i kirkjuna. Að neðan til hægri eru þrir af þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins, Ólafur Björnsson, síra Gunnar Gíslason og Magnús Jónsson. I vetur verður fylgzt óvenju vel með öllum þingstörfum og auk þess má búast við þvi að öll þingstörf verði meiri og lengri en ella. Stafar það fyrst og fremst af hinum komandi kosn- ingum, er þess þá auðvltað að vænta að miklir flokkadrættir og hitamál verði uppi. Við höfum reyndar margsinnis, ja þúsund sinnum áður, lesið um og heyrt af blóðugum skömm um, háttvirtra þingmanna á milli bæði £ ræðu og riti. Það verður ekkert nýtt af nálinni, þótt við heyrum þá skammast í vetur. Einmitt þess vegna, vegna þeirra ummæla, sem alþingismenn fara jöfnum höndum um kollega sína og aðgerðir þeirra frammi fyrir kjósendum, þá þykir mönnum ÞAÐ telst til stórra tíðinda í okk- ar litla Iandi og er í rauninni mikill atburður, þegar löggjafar- samkunda þjóðarinnar kemur saman. FuIItrúar allra lands- manna, lærðir menn og hæfir, höfðingjar úr héruðum, áhrifa- menn vegna gáfna sinna og mann kosta koma saman i eina mál- stofu. Allir eru þeir komnir með eitt fyrir augum — að gera þjóð sinni sem mest gagn, nota hæfi- leika sina til að landinu vegni sem bezt. Því verðum við að minnsta kosti að trúa. Þeir brugga saman ráð sín, taka ábyrga afstöðu til mála, leggja sjálfir fram mál — í einu orði sagt stýra og stjórna athöfn- um og afkomu landslýðsins. Það er því kannske engin furða þótt fylgzt sé með orðum og at- höfnum þessara mætu manna — og þótt einhverja athygli vekji er þeir ganga til málstofu og hefja störf. wm.jmixiMemiwjmaetfxs&i IBKMBSÍS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.