Vísir - 13.10.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 13.10.1962, Blaðsíða 6
V I S I R . Laugardagur 13. október 1962. 79 af s Loksins rann stundin upp. Tíu mínútum á ei'tir áætlun hófst sýningin á 79 af stöðinni, í Háskólabíó í gær. Mun sjald- an hafa verið safnað saman eins mörgum fyrirmönnum í eitt hús á íslandi. Raunverulega er hér um að ræða . fyrstu alvarlegu tilraunina til að gera kvikmynd á Islandi, með íslenzkum leik- urum. Það má byrja á því að segja að það hefur tekizt. Myndin er fremur skemmtileg, þó að mun erfiðara sé að gera sér grein fyrir gildi hennar, vegna þess að nærri hvert- and- lit er kunnuglegt. Að þetta hefur tekizt, má þakka einum manni, Erik Ball- ing. Sagan er ekki efnismikil, en það sem hún er, hentar vel til kvikmyndatöku. Handrit Guðlaugs Rósinkranz er allgott, en þó er það á köflum ákaflega barnalegt og það er óneitanlega helzt til mikið af ofnotuðum setningum, svo sem: „Þú skil- ur mig ekki", „farðu aldrei frá mér", og „vertu hjá mér — alltaf", og öðrum slíkum gull- kornum. Balling hefur mjög gott auga fyrir auðn íslands og notar hana mikið til að setja stemmningu. Bregzt honum það yfirleitt ekki, þó að handritið geri honum stundum erfitt fyrir. Raunar kemur fyrir að handritið virð- ist ekki hafa verið þýtt nógu vel fyrir hann. Frá tæknilegu sjónarmiði er myndin ekki meira en I meðal- lagi á Evrópumælikvarða óg talsvert fyrir neðan það semgott er talið í Ameriku. Það er á- berandi hve lýsing er misjöfn. Ber sérstaklega á því utanhuss senum. Þar' er ýmist of mikil birta eða ekki næg. Þingvellir verða til dæmis mikið til flatir vegna þess feikna sólskins, sem verið hefur, þegar myndin var tekin. Þá er komið að manninum sem mest hrós á skilið fyrir sína frammistöðu. Það er Jón Sigurðsson, venjulega kallaður Jón bassi, sem hefur útsett lag Skúla Halldórssonar og samið aðra tónlist í myndina. Er það gert með c'umafárri prýði. Efni myndarinnar þekkja flestir þegar. Hún fjallar um leigubílstjóra, sem verður ást- fanginn af giftri konu, sem ekki er við eina fjölina felld, og heldur líka við Ameríkana, þannig að bílstjórinn má ekki heimsækja hana um helgar. Eins og hún sjálf segir: „Hún móðir mín er alltaf hjá mér á laugardögum og sunnudögum". Af eðlilegum ástæðum hefur það því óþægileg áhrif á bíl- stjórann, Gunnar, þegar hann mætir „móðurinni", er hann stundar sitt aukastarf, að selja sprútt. Bílstjórinn er leikinn af Gunnari Eyjólfssyni. Gerir hann það að mörgu leyti vel. Hann talar eins og sá sveitadrengur sem hann á að vera, en stund- um eru hreyfingar og látbragð of veraldarmannslegar fyrir hlutverkið. Á móti honum leikur svo Kristbjörg, hlutverk ríku kon- unnar, sem ekki fær afborið. karlmannsleysið. Leikur hún það með meiri áherzlu á laus- Iætið en fínleikann. Maður hef- Leikstjóri: Erik Balling. Aðalhlutverk: Gunnar Eyjólfsson — Ragnar Kristbjörg Kjeld — Gógó Róbert Arnfinnsson - Gwðmundur Kvikmyndahahdrit: Guðlaugur Rósinkraiiz Kvikmyndun: Jörgen Skov Aðstoðarleikstjóri: Benedikt Arnas^:: Tónlist: Jón Sigurðsson Hljómsveitarstjórn: Bent Fabricius-Bjerre Myndin er byggð á samnefndri sögu eftir Indriða G. Þorsteinsson. sem er það mikilvægasta í kvikmynd, því að hún er miklu fremur gerð fyrir augað en eyr- að, gagnstætt því sem er í leik- húsi. Beztu senurnar í myndinni eru teknar af Gunnari og Krist- björgu uppi í rúmi. Gallinn er bara sá að allar senurnar í rúm inu eru svo svipaðar, að lítill munur verður séður á þeim. Allar þeirra ástarsenur eru mis heppnaðar, þegar þau eru utan við svefnherbergið. Versti galli myndarinnar er þó sá, að ekki verður nein skyn samleg meining fundin á þeim senum, þar sem söguhetjurnar verða heimspekilegar. Mun láta nærri að það sem Róbert Arn- finnssyni er lagt í munn, þegar hann er að ræða um maímánuð, við Gunnar, sé hámark skipu- lagslausrar hugsunar. Helzti boðskapur myndarinn- ar, ef einhver er, virðist vera sá að menn eigi að hætta að keyra leigubíla og snúa sér aft- ur að búskapnum og láta svo kvenfólkið eiga sig, til frekara öryggis. Að lokum er rétt að geta þess, að Helga Löve stendur sig með einstakri prýði og það sama má segja um alla fylli- raftana. Ólafur Sigurðsson. Arni J. Johnsen Vestmannaeyjum — sjötugur Árni J. Johnsen, vigtar- og mats- maður í Vestmannaeyjum , er sjö- tugur í daj. Hann er fæddur í Vestmannaeyjum hinn 13. o.któber 1892, sonur hjónanna Sigríðar Árnadóttur og Jóhanns Jörgens Johnsens útvegsbónda, hótel- og sjúkrahússhaldara í Vestmanna- eyjum. Að Árna standa traustir ætt- stofnar. Móðir hans, Sigríður, var dóttir Árna Þórarinssonar frá Hofi í Ör- æfum af Svínafells- og Skaptafells- ættum og af ættum Þorsteins Magnússonar sýslumanns á Þykkvabæjarklaustri og Odds bisk- ups Einarssonar. Jóhann, faðir Árna, var sonur J. Johnsens kaupmanns í Hafnarfirði og Papós og Guðfinnu Jónsdóttur, Austmanns að Ofanleiti í Vest- mannaeyjum. Séra Jón Austmann var dóttursonur Jóns prófasts Steingrímssonar að Kirkjubæjar- klaustri og sonarsonur Jóns Run- ólfssonar að Höfðabrekku. Árni ólst upp á fjölmennu at- hafnaheimili, þar sem bæði var stunduð útgerð og landbúskapur, því að faðir hans hélt bænhússjörð- ina Kirkjubæ, og fleiri járn hafði hann í eldinum, og er áður getið hótelsrekstrar og sjúkrahússhalds. Mun þetta hafa verið eitt fjölmenn asta heimili á suðurlandi í þann tíma, og viðbrugðið fyrir reglu- semi og höfðingskap. Árni missti föður sinn er hann var á fyrsta ári, en alls voru börn- in 5 sem þá urðu föðurlaus, en Gísli var elztur þeirra þá 12 ára gamall. Það var að vísu mikið skarð fyrir skildi, við föðurmissinn, en Sigríður móðir þeirra hélt samt bú- skap áfram með skörungskap, þrátt fyrir erfitt árferði og afla- leysi áranna fyrir aldamótin. Árni var snemma liðtækur til hvers konar starfa og vandist fljótt sjómennsku og bjargfuglaveiðum sem hertu hann og urðu honum góður undirbúningur undir síðari | afrek. Árni stundaði ungur nám við j Verzlunarskólann í Reykjavík og ! Köbmandsskolen í Höfn. Framan af ævi stundaði Árni verzlunarstörf, útgerð og búskap og margs konar umboðsstörf.enhin síðari ár hefir hann verið mats- maður og vigtarmaður hjá hafnar- sjóði Vestmannaeyjakaupstaðar. Árni hefur alla tíð verið maður mjög félagslyndur og óspar á k'rafta sína, hvar sem þurft hefur Linguaphone-sdmsæti að Hótel Borg Kristbjörg Kjeld ur lengst af á tilfinningunni öll þessi fínu föt passa henni ekki, enda er '~jn alltaf miklu betri þegar hún er komin úr þeim. Vin Gunnars leikur Róbert Arnfinnsson. Virðist hann vera eini leikarinn sem nær tökum á því að láta svipbrigðin tala, I Hér er staddur þessa dagana Björn Björnsson stórkaupmað- ur i London ásamt konu sinni. Árið 1955 var Björn sem kunn- ugt er aðalhvatamaðurinn að því að gefin voru út Lingua- phone námskeið í íslenzku á plötum. Var það hið heimskunna Linguaphone-fyrirtæki, sem plöturnar gerði en Björn átti hugmyndina að fyrirtækinu, annaðist allan undirbúning og bar mestan hluta kostnaðarins við útgí'jna. Síðan hefir verið mikil eftirspurn eftir íslenzku- námskeiðum þessum og eru hljómplöturnar notp.ðar við ís- lenzkukennslu víða um heim. Má geta nærri að mikill fengur var að þessari útgáfu. Færði Björn Björnsson forseta ís- lands, háskólarektor og mennta málaráðherra eintak að gjöf. Sl. miðvikudag komu saman á Hótel Borg Björn Björnsson og þeir sem töluðu inn á hljóm- plöturnar og áttu heimangengt. Voru þar gamlar minningar rifjaðar upp og færði Björn þeim eintak af námskeiðinu að gjöf- Þulirnir voru frú Regina Þórðardóttir, Karl Isfeld, Gunn- ar Eyjöifsson, frú Ragnhildur Ásgeirsdóttir og Jón J. Þor- steinsson kennari. Námskeiðin undirbjó dr. Stefán Einarsson í Baltimore og einnig dr. Björn Guðfinnsson. að ljá góðu máli Iið, eða hjálpa bágstöddum, og hefur hann gegnt margvíslegum trúnaðarstöðum fyr- ir ýmis félagssamtök í Vestmanna eyjum. Bindindismálin hafa átt hug hans allan um ára bil, og hefur hann barizt ótrauðri baráttu í hóp góð- templara í Vestmannaeyjum, og verið æðsti templar í stúkunni „Sunnu" samfleytt í 25 ár. Árni hefur einnig verið framarlega í flokki Sjálfstæðismanna um langt skeið. Árni hefur vertfi söngmaður góð ur og áhugamaður mikill um söng menningu. ' Hann var í fyrstu lúðrasveit Vestm. og hefur sungið í kórum þar í nær 60 ár, og stjórnaði um tíma verkamannakórnum í Eyjum. Árni hefur verið mikill áhuga- maður um landbúnaðarmál, einkum garðrækt og brautryðjandi í gróð- urhúsarækt í Eyjum. Hin mörgu björgunarafrek Árna bera vitni frábæru þreki og góðri sundkunnáttu , enda var hann snemma góður sundmaður og hafði á hendi sundkennslu um skeið. Árni hefur bjargað 8 mönnum alls frá drukknun, á sundi, stund- um við hinar erfiðustu aðstæður, og fjórum sinnum fengið verðlaun úr Carnegie-sjóð. Hiklaust má telja að Árni hafi með snarræði og dirfsku átt mestan þátt í að tókst að bjarga 7 manns við Eldey úr Ilfsháska hinn 26. ágúst 1939, en þar unnu einnig fleiri djarfir menn að. Áður en Vestmannaeyingar eign uðust björgunarskip var einatt leit- að til erlendra togara til hjálpar þegar óveður skullu á og í nauðir rak til að fá þá til að leita að bátum, er ta'. '.ir voru í hættu. Voru þetta oft hinar mestu svaðilfarir, en Árni fór oft út I skip þessara erinda, því að hann var þekktur að hjálpfýsi i þeim efnum og ör- uggur til forystu. Er því viðbrugðið, að í einni slíkri ferð hans út á skip hvolfdi bát hans, en honum tókst að halda sér og öðrum manni uppi á sundi í 18 stiga frosti, unz þeir komust að dönsku póstskipi er lá á legunni eftir klukkustundar volk í sjónum. Árni hefur verið heppinn með lífsförunauta. Fyrri kona hans Margrét Jónsdóttir ól honum 6 mannvænleg börn, sem öll eru á lífi. Var Margrét rómuð gæða og myndarkona. Hún lézt eftir 30 ára sambúð þeirra hjóna. Síðari Iífsförunautur Árna er Olga Karlsdóttir. Eiga þau 2 mann vænleg börn. Olga er dugnaðar kona og manni sínum styrkur og stoð í hvívetna. Auk þess hefur Árni átt þátt í að ala upp 4 fósturbörn. Árni er um margt sérkennileg persóna. Hann er stór og stæði- legur, fremur stórskorinn, en þó fríður og karlmannlegur, höfðing- legur og djarfmannlegur í fram- göngu. Hann er fullur af fjöri og lífsorku og smitandi kátínu og krafti, sem árin hafa lítið getað bugað. Hann vill hvers manns vandræði leysa og hikar ekki við að tefla á tæpasta vaðið og leggja sjálfan sig í hættu, ef um er að ræða að bjarga mannslífum. Það þjóðfélag er ekki varnar- laust sem á marga slíka syni. Og meðal Islendinga hefir það löngum verið talið lánsmerki að auðnast að bjarga manni úr Iífsháska Þannig hefur mikil hamingja fallið Árna í skaut á lífsleiðinni. Ti! hamingju með daginn Árni. Vinur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.