Vísir - 13.10.1962, Side 16

Vísir - 13.10.1962, Side 16
VISIR Laugardagur 13. október 1962. Ungur málari sýnir í dag kl. 2 e.h. opnar 28 ára listmálari málverkasýningu í Lista- mannaskálanum. Er það Bjarni Jónsson. Bjarni sýnir alls 73 myndir, olíumálverk og lakkmynd- ir og eru þær allar óhlutlægar, abstrakt. Þetta er önnur sýning Bjarna. Fyrstu sýningu sína hélt hann árið 1957. Sýningin verður opin fram til 28. október. Fyrsta bankaútibú t dag opnar Búnaðarbankinn til afgreiðslu nýtt útibú að Vestur- götu 52 og er það fyrsta banka- útibúið, sem staðsett er í Vestur- bænum. Þetta er þriðja útibú bankans í Reykjavík, en hin eru að Laugavegi 3 og 114. — Einnig stendur til að opna útibú i Bænda- höllinni. Eyrst um sinn verður starfs- fólk tvennt, Helga Kristinsdóttir, fulltrúi, sem hefur á hendi stjórn útibúsins, og Böðvar Magnússon gjaldkeri. Verður útibúið opið kl. 13 til 18.30 fimm daga vikunnar og 10—12 á laugardögum. Innrétting er hin vistlegasta, ein- föld og íburðarlaus. Á götuhæð er afgreiðslusalur, skrifstofuherbergi, kaffistofa, geymsla og snyrting. í kjallara eru skjalageymslur, með nýrri gerð af skápum, sem gerðir Nú hefur verið lýst opn- un hins nýja Þrengsla- vegar, sem liggur yfir sunnanverða Hellis- heiði. Miklar vonir eru bundnar við þennan veg og má gera ráð fyrir að á næstu árum verði hann ein aðaiþjóðleiðin til höfuðborgarinnar. — Einmitt þess vegna ætti það að vekja athygli margra, að með tilkomu Þrengslavegar er einn merkasti heliir landsins kominn í alfaraieið. Rétt þegar komið er yfir fjallabrúnina, þar sem vegurinn Framh. á bls. 5. eru í Rafha og rúma um helmingi meira en venjulegir skjalaskápar, sem taka sama rúm. Magnús Jónsson, bankastjóri, hélt ræðu við opnun útibúsins í gær. og sagði meðal annars: „Það heyrast oft raddir þess efnis að bankarnir eyði óhóflegu fé í rekst- ur sinn. Hvað útibúunum viðkem- ur er þetta á misskilningi byggt. Það er ekki fyrst og fremst um það að ræða að bankarnir séu að þenja út rekstur sinn, heldur er verið að leitast við að veita vax- andi borg bætta aðstöðu til banka- viðskipta.“ Formaður bankaráðs er Jón Pálmason og mælti hann einnig nokkur orð. Sagði hann meðal annars: „Stjórn bankans hefur fært mikla fórn, er hún setur þetta Framh. á bls. 5. Þessi mynd er tekin azt hafa vegna hruns Raufarhólshelli og sést á henni annað af þeim tveim opum, sem myn Ljósm. R. Þ. Guði Sjómenn fái læknisskoðun áður en þeir halda át Dauði brezks sjómanns við. ís- landsstrendur hefur vakið þær kröfur að sjómenn verði allir látnir ganga undir læknisskoðun áður en þeir fara út á sjó í langa útiveru. Hinn 56 ára gamli Robert Riley slasaðist um borð í togaranum Ross Karthoum fyrir skömmu. Skipstjórinn komst í samband við lækni um borð í herskipinu Dun- can. Læknirinn lagði á ráðin um meðferð hins slasaða. Þegar Riley versnaði var aftur reynt að hafa samband við -Duncan en það tókst ekki. Skipstjórinn ákvað þá að fara til Akureyrar, en áður en hann komst þangað var sjómaður- inn látinn. Það kom síðar í ljós við krufn- ingu að maðurinn var lifrarveikur og hafði auk þess alvarlega botn- langabólgu. Dennis Welch formaður sam- taka yfirmanna á togurum í Grims by lýsti því yfir þegar fréttist um dauða sjómannsins að sjálfsagt væri að láta sjómenn undirgangast læknisskoðun áður en þeir færu út á sjó. Hann bætti því við að nú- verandi fyrirkomulag legði alltof þunga ábyrgð á herðar skipstjór- um. son, útibúsins í gær: Talið frá vinstri: Stefán Hilmarsson, bankastjóri, Böðvar Magnús-! gjaldkeri, Jón Pálmason, form. bankaráðs, Helga Kristinsd., fulltr., Magnús Jónss., bankastj. j opnun Bindindisdagurinn á morgun a Ákureyri Undanfarið hafa verið talsverð og ólátum Á morgun er haldinn almennur bindindisdagur víða um land. Er hann haldinn af Landssambandi gegn áfengisbölinu og er dagur þessi haldinn i annað sinn í ár. Á morgun kl. 8,30 síðdegis verð- ur haldin samkoma i Dómkirkj- | unni. Hefst hún á því að séra Jón Auðuns heldur upphafsorð. Síðan flytur Magnús Jónsson alþingis- maður erindi, Kristinn Hallsson óperusöngvari syngur einsöng, Skúli Guðmundsson alþingismaður flytur erindi, Ingvar Jónasson leik- ur einleik á fiðlu og séra Óskar J. Þorláksson flytur lokaorð. Samkomur verða haldnar víða um land og verða víðast með svip- uðu sniði. Tilgangur starfsemi samtakanna er að reyna að snúa almennings- álitinu í landinu gegn áfengis- neyzlu. brögð að spellvirkjum I unglinga, á götum og í húsu... á I Akureyri. Er það jafnt inni í bæn- um sem niðri á Oddeyrinni. Meðal annars hafa verið brotn- ar rúður í húsum, rifnar niður grindur og girðingar við hús og fleira þess háttar. Þá hafa lögregl- unni borizt kærur frá ýmsum bæj- arbúum út af ólátum og háreysti krakka og unglinga á götum bæj- arins á síðkv'Jldum. Á einum stað var bortizt inn í hús til einstæð- ings manns sem var sjúkur, og virðist tilgangurinn hafa verið sá einn að valda spjöllum. I síðast- nefndu tilfellinu náðist 14 ára gamall piltur, sem játaði á sig verknaðinn. í nokkrum öðrum tilfellum hef- ur lögreglan haft hendur í hári krakka og unglinga, sem ýmist hafa verið staðin að verki með spjöll og ólæti, eða þá að þau hafa játað að vera völd að slfku athæfi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.